Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2007, Page 53

Læknablaðið - 15.12.2007, Page 53
U M R Æ Ð SAMANTEKT L Y U R 0 G F J A S T O F R É T T I R F N U N A R Tilkynningar um aukaverkanir lyfja auka öryggi í notkun þeirra Elín Ingibjörg Jacobsen lyfjafræðingur elinjac@landlaek Hvers vegna er mikilvægt að tilkynna aukaverk- anir? Lyfjagát (Pharmacovigilance) er eftirlit með aukaverkunum lyfja og felst meðal annars í því að finna áður óþekkt og óvænt tengsl á milli lyfs og aukaverkunar. Vert er að minna lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk á að fyrstu fimm árin eftir að nýtt lyf kemur á markað eru talin þau mik- ilvægustu í skráningu aukaverkana. Lyfið hefur einungis verið notað af takmörkuðum fjölda þátt- takenda í klínískum rannsóknum, en eftir að það kemur á markað fjölgar notendum yfirleitt hratt og þá fyrst koma sjaldgæfari aukaverkanir í ljós. Lyfjagát er oft eina leiðin til að uppgötva mjög sjaldgæfar aukaverkanir. Mikilvægt er að uppgötva nýjar aukaverkanir snemma, sérstaklega ef þær varða almannaheill og kalla á aðgerðir heilbrigðisyfirvalda. Lyfjastofnun hvetur lækna til þess að tilkynna aukaverkanir. Þess ber að geta að tilkynna skal þó aðeins sé grunur um tengsl lyfs og aukaverkunar. Fyllsta trúnaðar er gætt gagnvart þeim sem til- kynna um aukaverkun. Einfalt er að tilkynna aukaverkun rafrænt á heimasíðu Lyfjastofnunar www.lyfjastofnun.is og þar má einnig finna allar leiðbeiningar um hvað skal tilkynna. Fjöldi aukaverkana á hverja 1 milljón íbúa □ 2004 □ 2005 □ 2006 Mynd 1. Fjöldi tilkynntra ankaverkana á Norðurlöndum 2004-2006. Athugiðað tölurnar miðast við hverja 1 milljón tbúa. Tekið skal fram að tilkynna skal allar alvarlegar aukaverkanir lyfja þó að umrædd aukaverkun sé þekkt fyrir viðkomandi lyf. Fleiri alvarlegar aukaverkanir vegna ákveðins lyfs geta breytt upplýsingum um lyfið á þann veg að sjaldgæf alvarleg aukaverkun getur orðið algeng alvarleg aukaverkun. Hvernig stöndum við okkur í samanburði önnur Norðurlönd? Árið 2006 birtist í Læknablaðinu samantekt Lyfjastofnunar á fjölda tilkynninga aukaverkana á tímabilinu 1999-2004 en þá hafði verið í gangi sérstakt átak til að hvetja lækna til að tilkynna aukaverkanir. Á því tímabili hafði tilkynningum farið fjölg- andi en ísland var þó eftirbátur í samanburði við önnur Norðurlönd. í greininni kom fram að um- reiknað á hverja 300.000 íbúa var fjöldi tilkynntra aukaverkana fyrir árið 2004 nálægt 115 í Noregi og 135 í Svíþjóð en aðeins 24 á íslandi. Markmiðið er að ná svipuðum árangri í fjölda tilkynninga og er í nágrannalöndum okkar. Mynd 1 sýnir þróunina á íslandi miðað við önnur Norðurlönd á árunum 2004-2006 miðað við milljón íbúa. Þar sést að fjöldi tilkynninga á íslandi er svip- aður og í Finnlandi en nokkuð á eftir hinum Norðurlöndunum. Hver er staðan í dag á íslandi? Arið 2005 fjölgaði tilkynningum á fslandi verulega úr 24 í 84 og árið 2006 voru þær 71. Á þessu ári stefnir í að fjöldi tilkynninga verði svipaður og teljum við að betur megi gera ef duga skal. Alvarleg aukaverkun: Aukaverkun hjá mönnum sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, veldurfótl- unjjarverufrá vinnufæðingargalla, sjúkrahúsvist eða lengingar á sjúkrahúsvist. Óvænt aukaverkun: Allar óvæntar aukaverkanir sem grunur leikur á að tengist lyfinu, bæði alvarlegar og ekki, og ekki eru skráðar í samantekt á eiginleikutn lyfs (SPC). Tafla I sýnir hvaða lyf (raðað í starfrófsröð eftir sérlyfjaheitum) tengdust tilkynningum um alvar- L. LÆKNAblaðið 2007/93 865

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.