Læknablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 58
UMRÆÐUR 0
HÁFJALLAVE
Björn Ólafsson er þaul-
vanur fjallagarpur. Þann
21. maí 1997 var hann
ásamt Einari Stefánssyni
og Hallgrími Magnússyni
fyrstur íslendinga til að
stígafæti á Everest.
Tómas
Guðbjartsson
skurðlæknir
Gunnar
Guðmundsson
lungnalæknir
G F R É T T I R
I K I
Háfjallaveiki á Læknadögum 2008
Föstudaginn 25. janúar 2008 stendur Félag ís-
lenskra fjallalækna (FÍFL) fyrir málþingi um há-
fjallaveiki. Málþingið er hluti af Læknadögum
og hefst kl. 13. Það er opið öllum læknum og
læknanemum.
Félagar FÍFL hafa lengi haft áhuga á háfjallaveiki.
Ekki minnkaði áhuginn í september síðastliðnum
þegar nokkrir félagsmanna fundu fyrir háfjallaveiki
á tindi hæsta fjalls Afríku, Kilimanjaro (5895 mys).
Á málþinginu verður farið yfir helstu atriði í
meingerð háfjallaveiki en einnig hagnýt atriði í
meðferð og ráðleggingar til ferðamanna. Tveir
heimsfrægir vísindamenn á sviði háfjallaveiki
hafa þekkst boð Læknadaga og FÍFL og munu
halda tvo 45 mínútna fyrirlestra um rannsóknir
sínar. Annar þeirra er prófessor Oswald Oelz,
lyflæknir frá Zurich í Sviss, og hinn svæfinga-
og gjörgæslulæknirinn Dr. Michael Grocott frá
London, báðir öflugir vísindamenn á sviði há-
fjallalækninga. Auk þess hafa þeir félagar báðir
klifið mörg af hæstu fjöllum jarðar. í fyrirlestri
sínum mun Dr. Oelz leggja aðal áherslu á einkenni
og lífeðlisfræði háfjallaveiki en Dr. Grocott á áhrif
súrefnisskorts á mannslíkamann. Auk þess mun
Dr. Grocott greina frá umfangsmiklu rannsókn-
arverkefni sem hann stýrði á Everest fyrr á þessu
ári og að sérstakri beiðni FÍFL mun hann fjalla um
tengsl þjálfunar og háfjallaveiki.
Everestfararnir Björn Ólafsson og Haraldur
Örn Ólafsson munu segja frá þeirri upplifun að
standa á hæsta tindi jarðar og segja stuttlega frá
kynnum sínum af háfjallaveiki. Geðlæknarnir
Engilbert Sigurðsson og Andrés Magnússon
munu greina í léttum dúr frá eigin hremmingum
á Kilimanjaro. Loks mun Gunnar Guðmundsson
lungnalæknir halda fyrirlestur um hagnýtar ráð-
leggingar til ferðamanna. Eftir erindin verður
tími fyrir spurningar auk þess sem sýndar verða
myndir úr fjallaferðum.
Dr. Michael Grocott starfar sem svæfinga-
og gjörgæslulæknir við University of London.
Hann er meðhöfundur rúmlega 50 vísindagreina
um háfjallaveiki og vökvameðferð eftir skurð-
aðgerðir. Fyrr á þessu ári leiddi Dr. Grocott hóp
vísindamanna, þar á meðal fjölda lækna, á tind
Everestfjalls. Verkefnið sem kallast Caudwell
Xtreme-Everest Research Project hefur fengið
mikla athygli erlendis og hafa m.a. verið sýndir
sjónvarpsþættir um leiðangurinn á BBC sem er
einn stærsti leiðangur sinnar tegundar. Dr. Grocott
hefur gengið á mörg af hæstu fjöllum jarðar og
hefur rúmlega 40 sinnum komist yfir 5000 metra
hæð.
Prófessor Oswald Oelz er lyflæknir og fyrrver-
andi yfirmaður lyflækningadeildar Triemlispital
í Zurich. Hann á að baki langan feril sem vís-
870 LÆKNAblaðið 2007/93