Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2007, Qupperneq 75

Læknablaðið - 15.12.2007, Qupperneq 75
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR í O R Ð 2 0 4 Þorkell Jóhannesson Svæsni Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali. is Svæsni rnerkir vissulega að vera svæsinn. í íslenskum texta er lítil þörfá þessu nafnorði, en lýsingarorðið er því oftar notað. Þannig svarar prófessor emeritus Þorkell Jóhannesson í tölvupósti eftir að undirrit- aður hafði vakið athygli á nafnorðinu svæsni, sem finna má í íslenskum orðabókum, og spurt hvort not væru fyrir það sem heiti í læknisfræðilegri umfjöllun (sjá 172., 194. og 195. pistil). Þorkell er tryggur lesandi íðorðapistilsins og hefur hingað til verið óþreytandi að senda pistlahöfundi ábendingar sínar og athugasemdir í tölvupósti. Orðsendingarnar eru gjarnan stuttar og markvissar og þarf ekki að fara í grafgötur um hvaða skoðun Þorkell hefur á hverju viðfangsefni. Reperfusion injury í 194. pistli hafði undirritaður stungið upp á heit- inu endurflæðiáverki. Þorkell var ekki í vafa um sína skoðun: „Skemmd er þægilegra orð í samsetning- itm en áverki. Ég legg því til: endurflæðisskemmd." Inflammatory breast cancer í 190. pistli var sagt frá því að Sigurður Böðvars- son, krabbameinslæknir, hefði fengið undir- rituðum það verkefni að finna heiti á sérstaklega ágenga tegund af brjóstakrabbameini, á ensku inflammatory breast cancer. Sigurður var reiðubúinn að samþykkja tillögu undirritaðs: bólgukrabbamein í brjósti. Þorkell brást við þeirri tillögu á sinn venju- lega, orðknappa hátt: Ég mundi segja „bólgubundið brjóstakrabbamein ". Presymptomatic í sama pistli var lýst eftir íslensku heiti til að túlka það tímabil eða það ástand sem ríkir áður en ein- kenni tiltekins sjúkdóms birtast. Á ensku má finna tvö lýsingarorð, preclinical, sem íðorðasafn lækna nefnir forklínískur, og presymptomatic, sem ekki er að finna í íðorðasafninu. Þorkell sendi skilaboð: Ég hef notað „ógreindur" (sjúkdómur o.fl.) um orðið „presymptomatic”. íðorðasafnið heitið hlébil. Undirritaður taldi að þetta orð, lagbil, væri of líkt orðinu slagbil, sem Iðorðasafnið vildi nota um systole. Þorkell svaraði að bragði: Ég tek á mig orðin „slagbil" og „lagbil". Ég var raunar fyrirfáum dögum að fleygja gömlum kennslugögnum (frá 1970 eða fyrr) þar sem mér sýnist, að ég noti þessi orð. Hugmyndin að orðinu „lagbil" er eiginlega sótt í sjómannamál og er látið jafngilda „lagi" hléi milli holskeflna blóðs, sem berast frá hjartanu í „slagbili" (sýstólu). Þegar í lagbilið kemur, kyrrist hjartað, hjartahólfin víkka (díastóla=víkkun) og fyllast blóði til undirbúnings næstu holskeflu frá hjartanu. Bilið milli slagbilanna er „lagið", sem hjartað hefur í kyrrð til þess að fylla sig og því með nokkrutn hætti hliðstætt við „lagið" milli brimskafla, sem formenn á árabátum nýttu fyrrum til þess að ráða þeim til lendingar! Spontaneous Þorkell hefur ekki látið staðar numið við að koma með ábendingar um íðorðapistlana: í Læknablaðinu í maí 2007 er fjallað um „sjálfkrafa loftbrjóst", sem á ensku kallast „spontaneous pneumo- thorax". Mér hefur aldrei líkað þýðingin „sjálfkrafa" á „spontaneous" (á latínu spontaneus). Er það einkum vegna þess, að við þetta sjúkdómsástand (og önnur hliðstæð) er tæpast um að ræða „kröfu" í venjulegum skilningi þess orðs, að sjúkdómsástandið verði til. Nær lagi er að ætla, að við sérstakar aðstæður í líf- færinu „falli svo til", að sjúkdómsástandið myndist án utanaðkomandi áhrifa. Sjúkdómsástandið er þan- nig með nokkrum hætti „sjálffallið". Lýsingarorðið „sjálffallinn" stendur að mínu viti merkingarlega nærri „self-originated" eða „self-generated", sem eru kjarnaskýringar á lýsingarorðinu „spontaneous" á ensku. Ég legg því til, að talað verði um „sjálffallið" loftbrjóst í stað „sjálfkrafa". Nokkrum dögum seinna bætti Þorkell þessu við: Ég var að lesa Lbl., 6. tölubl. 2007. Þar er orðið „sjálfsprottinn" notað fyrir „spontaneous" á ensku. Þetta orð er gott og engu síðra en „sjálffallinn ", sem ég stakk upp á í síðasta skrifi. Remission Systole, diastole Þorkell hefur þó aldrei verið feiminn við að rök- styðja eða lýsa hugmyndum sínum í lengra máli þegar honum hefur þótt við eiga. í 198. pistli var undirritaður að amast við íslenska heitinu lagbil fyrir fræðiheitið diastole, en fyrir það birtir Þorkelsþætti verður ekki lokið án þess að birta eina nýlega ábendingu hans, stutta og markvissa eins og Þorkels er vandi: Ég vil ekki að orðið bata- skeið falli í gleymsku meðal þeirra orða, sem nota má til þýðingar á remission. Sjálfur ertu nærri þessu með orðinu „afturbataskeið". LÆKNAblaðið 2007/93 887
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.