Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2007, Síða 90

Læknablaðið - 15.12.2007, Síða 90
|hugleiðing höfundar |að fara hjá sér Að fara hjá sér Pétur Gunnarsson j Péturfæddist 1947, lauk heimspekiprófi frá Université d'Aix-Marseille 1975. Pétur hefur lagt gjörva hönd á margt: samdi leikritið Grænjaxla 1977 í samvinnu leikara og Spilverks þjóðanna, samdi texta á plötuna Lög unga fólksins 1977. Skáldsagan Punktur, punktur, komma, strik 1976 naut strax feikimikilla vinsælda og var kvikmynduð. Bókin var fyrst af fjórum um Andra en sú síðasta, Sagan öll, var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1987. Eftir Pétur liggja fleiri skáldsögur, tilnefndar til íslensku bókmenntaverðlaunanna voru Hversdagshöllin (1990), Myndin af heiminum (2000) og Leiðin til Rómar (2002). Hann hlaut Menningarverðlaun DV 1996 fyrir þýðingu sína á Frú Bovary eftir Gustave Flaubert. - Pétur hefur lengi haft sérvitringinn Þórberg í sigti og nýútkomin er ævisaga hans um kappann: ÞÞ - í fátæktarlandi. Án þess að ég hafi gert á því eina eða neina rann- sókn, finnst mér blasa við að sumir áberandi sjúkdómar á okkar dögum séu „menningartengd- ir". Við sem á annað borð getum horft áratugi aftur í tímann, minnumst þess til að mynda ekki að fyrirbæri á borð við heilablóðföll, heilaæxli, Alzheimer... hafi verið jafn tíð og nú. „Fólk verður eldra", er gjarnan viðkvæðið, sjúkdómar sem höfðu ekki tækifæri til að gera sig gildandi hafa fengið aukið svigrúm. Og samt. Þessi mein sem ég nefndi eru öll tengd heilanum og starfsemi hans. Og blasir ekki einmitt við að aldrei fyrr hefur heilinn búið við aðra eins áraun - mér liggur við að segja áníðslu - og nú. Menn líti í eigin barm: frá því að við vöknum dynja á skilningarvitum okkar áreitin: hljóðin sem hamra á hljóðhimnunni, textinn sem sjónin keppist við að innbyrða, rýnið og grínið í tölvuskjái og sjónvarpsskjái og símaskjái. Já, síminn, þessi virðulegi grip- ur sem í gær átti sinn fasta sess við spegilinn í forstofunni og meira að segja sérstakt borð og stól, nú er hann kominn í vasa hvers manns- barns þar sem hann tístir og argar og minnir á sig í tíma og ótíma. "Hvar er í heimi hæli tryggt?" var spurt í sálminum. Og gemsinn svarar: hvergi. Hugsa sér annars hvað þessi fyrirbæri sem "í gær" voru ekki til hafa gert sig heimakomin og ráðrík. Maður sem svarar ekki tölvupósti sam- dægurs er varla marktækur. "Varstu með slökkt á símanum!" er orðið að meiriháttar yfirsjón, gott ef ekki synd (kannski eina syndin sem eftir er úr því að dauðasyndirnar sjö eru víst sumar hverjar orðnar að dygðum, t.a.m. græðgin sem frjáls- hyggjan hóf til skýjanna). Jújú, auðvitað verður ekki horft fram hjá kost- unum, hagræðinu... En hver er fórnarkostnaður- inn? Áraunin sem felst í því að tíminn hefur gufað upp, ráðrúmið, svigrúmið, umhugsunarfrest- urinn, ígrundunin. Gjaldið fyrir þessi ísmeygilegu tæki og tól sem enginn hafði heyrt um né saknað fyrir örfáum árum, en velta nú milljörðum í vasa framleiðenda sinna og forstjóra. Hvað skyldi koma næst? Ætli til dæmis heimilisspegillinn eigi eftir að breytast í sjón- varspssendi? Að maður sem birtist í speglinum heima sé óðara kominn í umtalsvert áhorf? Hér var reyndar ætlunin að fara fram úr sér í villtri framtíðarsýn, en auðvitað er ég að lýsa orðnum hlut, „raunveruleikaþættirnir" sem gerðu garðinn frægan í hitteðfyrra og eru kannski við lýði enn, byggðu einmitt á þessu: að koma míkrófónum og myndavélum fyrir í hverju skoti og kima. Já möguleikarnir til að herja á skilningarvitin hafa aldrei verið eins risavaxnir og nú. Og merki- legt að útkoman skuli vera gleymska. Eða hvernig á ég að innbyrða allt sem á mér dynur? Maðurinn er eins og ílát sem heldur áfram að renna í eftir að það er orðið fullt, það bætist ekkert við, þynn- ist bara út það sem fyrir var. Gleymskan er höf- uðskepna okkar tíma. Og þá erum við komin að ógninni stóru: Alzheimer (orðið hefur svo ískyggilegt inntak að Peter Sellers hefði áreiðanlega verið fenginn til að holdgera það í gervi brjálaðs þýsks prófessors með einglyrni). Alzheimer hefur tekið fyrrum sess krabbameinsins í vitund nútímamannsins, þessi sjúkdómur sem læðist að okkur eins og þjófur um nótt og engin ráð eru gegn, öfugt við krabbamein- ið sem róttækar lyfja- og geislameðferðir hafa þó unnið varnarsigra á. Bölvaldur sem rekur upp það sem okkur er dýrmætast og við höfum alla ævina verið að verða okkur út um: persónuleikann. Minningarnar, þetta sem gerir að verkum að við erum við, taka til við að hverfa. Viðkomandi smá- deyr sjálfum sér í lifanda lífi. Um þetta fjalla dag- blöð og tímarit, bækur eru skrifaðar og kvikmynd- ir framleiddar sem vottar hve fyrirbærið stríðir á Vesturlandabúann nú um stundir. Kannski af því Alzheimerinn kallast á við þetta sem ég nefndi hér að ofan: gleymskuna sem er innbyggð í lifn- aðarhætti okkar. Stöðugt aðstreymi hins nýja sem skeflir yfir það sem fyrir var. Borgarlandslagið er farið að minna á sviðsmynd í leikhúsi sem með reglulegu bili víkur fyrir næstu uppfærslu. Verslunin þar sem þú keyptir græjuna er mjög lík- lega horfin þegar þú þarft á viðgerðarþjónustunni að halda. Eða þá að græjan úreldist í höndunum á þér í miðjum klíðum. Það er komin ný útgáfa með öðruvísi uppsetningu, breyttu tengi, öðru forriti... Muna að kaupa nýja í Fríhöfninni. Leifsstöð! Hún er náttúrlega erkimynd þessa ástands. Bákn sem er stöðugt í smíðum til að anna sífellt stærri holskeflum af hálf-sofandi og illa vöknuðum íslendingum sem draga á eftir sér hjólatöskur og er vísað á alltaf nýjar hjáleiðir til að komast leiðar sinnar. „Hjáleið", nýtt einkennisorð fyrir líf okkar? Hjá hverju? Vonandi ekki hjá því sem skiptir máli. 902 LÆKNAblaðið 2007/93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.