Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 3
Heiðursfélagar Læknafélags íslands Á aðalfundi Læknafélags íslands voru Jón Snædal og Stefán B. Matthíasson kjörnir heiðursfélagar samkvæmt tillögu stjórnar. Jón Snædal hefur starfað ötullega að gerð siðareglna lækna bæði hér heima og á alþjóðlegum vettvangi. Hann er formaður siðfræðiráðs LÍ. Jón hefur undanfarið ár gegnt embætti forseta WMA, alþjóðasamtaka lækna. Stefán hefur um árabil unnið að símennt- unarmálum lækna, var formaður námskeiðs- og fræðslunefndar LÍ og LR frá 1987 og formaður Fræðslustofnunar lækna frá 1998-2001. Hér eru heiðursfélagamir tveir ásamt Birnu Jónsdóttur for- manni LI. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Að hausti er haldinn árlegur listviðburður í Lundúnum, kaup- stefnan Frieze, þar sem alþjóðleg gallerí kynna og selja verk sinna listamanna. Hluti messunnar, Frieze Projects, felst í að bjóða listamönnum að taka þátt í sýningu sem myndar mótvægi við sölubásana. Þar fá umfangsmeiri verk að njóta sín óháð því hversu söluvænleg þau eru, gjarnan tilraunaverk- efni sem hugsuð eru sérstaklega fyrir þessar aðstæður. í október sem leið var hinu íslenska gall- eríi Kling og Bang boðið að taka þátt í Frieze Projects og var brugðið á það ráð að flytja barinn Sirkús sem áður stóð við Klapparstíg þvl sem næst í heilu lagi til Bretlands. Gallerlið var stofnað af tíu myndlist- armönnum árið 2003 og hefur æ síðan staðið fyrir fjölbreyttri og kraftmikilli starfsemi heima og erlendis með þátttöku alþjóðlegra listamanna. Lengst af var galleríið staðsett á besta stað á Laugavegi en fór ekki varhluta af mistæku skipulagsstarfi miðborgarinnar þar sem fjölda eldri húsa er fórnað og er starfsemin nú til húsa við Hverfisgötu. Þegar einhverri skemmtilegustu knæpu bæjarins, Sirkús, var lokað því húsnæðið skyldi rifið kann aðstandendum Kling pg Bang að hafa runnið blóðið til skyldunnar. Skipti engum togum að innréttingum barsins og framhlið var bjargað og öllu komið saman aftur í smæstu smáatriðum á listsýningunni í Lundúnum. Þá daga sem hún varði skipulagði galleríið röð uppákoma á barnum, tónleika og gjörninga, og til að kóróna stemninguna stóð eigandi barsins vaktina, Sigga Boston, og dældi bjór i gesti og gangandi. Röð myndaðist fyrir utan dyrnar og hleypt var inn í hollum, rétt eins og á síðkvöldum í Reykjavík þegar fjörið stóð sem hæst. Til þess að meta listrænt gildi þessa óvenjulega verks þarf að huga að því samhengi sem það varð til í. Annars vegar sem innlegg í listkaupstefnu - aðstandendur hafa haft á orði að þau séu farandsirkús innan hins stóra sirkúss og láta þannig gagnrýni á sýningarvettvanginn i veðri vaka. Hins vegar í Ijósi ríkjandi gildismats í skipulagi miðborgar Reykjavíkur - með þvi að snúa (listaverk því sem þar hefur verið dæmt á haugana. Sirkús kallast á við hugmyndafræðilega umræðu sem lengi hefur verið í gangi á myndlist- arvettvanginum og snýr að umgjörð listaverka og viðmóti þeirra gagn- vart áhorfendum. Verkið sækir einnig í gamalgrón- Liósmvnd: Bjarni Massi .... ar klisjur sem gjarnan dúkka upp þegar islensk menning er kynnt erlendis, um skemmtanagleði íslendinga og um ungæðislega orku þar sem framtaksemin er öllu yfirsterkari. Þá ber verkið með sér for- tíðarþrá og keim af naflaskoðun en í því felst líka örlæti enda kom á daginn á sýningunni að gestir kunnu þar vel við sig. Nú er forvitnilegt hvert framhaldið verður, mun Sirkús eiga sér framhaldslíf á einhverjum öðrum vettvangi? Líkast til myndu margir óska þess að barinn opnaði aftur í sinni gömlu mynd á Klapparstig, enda varla farið að byggja þar i bráð. Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL jOURNAL www. laeknabladid. is HKðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Margrét Árnadóttir Tómas Guðbjartsson Þóra Steingrímsdóttir Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 6.840,- m. vsk. Lausasala 700,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prentsmiðjan Oddi Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinaheiti og úrdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch) og Journal Citation Reports/Science Edition. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch) and Journal Citation Reports/Science Edition. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2008/94 715
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.