Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 59
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR SPÆNSKA VEIKIN Ráðherra skipaði svo Lárus formann, borgarstjóra Knud Zimsen og þriðja mann í nefndina 8. 11. 1918 og tók hún til starfa daginn eftir (1, 13). Skipunarbréfið hefur varðveist. Það er víðtækt og hefur nýlega verið birt, svo og áskorun frá nefndinni þar sem óskað er eftir sjálfboðaliðum til starfa. Þótt starf nefndarinnar hafi mjög byggst á sjálfboðaliðastarfi, ber áskorunin samt með sér, að nefndin hefur haft allnokkur fjárráð (14). Starfi nefndarinnar eru gerð allgóð skil í Sögu- ritgerðinni (1). Skal því stiklað á stóru. Nefndin skipti bænum í 13 hverfi og setti eftirlitsmann yfir hvert þeirra. Gengu eftirlitsmennirnir í hús til þess að kanna, hvar mest væri þörf á hjálp. Sums staðar komu eftirlitsmennimir í hús þar sem allt heimilisfólkið lá veikt og hafði ekki fengið neina næringu eða hjálp jafnvel svo sólarhringum skipti. Um þetta leyti var enn fremur orðinn verulegur skortur á ýmsum nauðsynjavörum vegna stríðsins, m.a. á kolum til húshitunar. Þá var frost mikið í Reykjavík þegar inflúensufaraldurinn var í hámarki. Fólki hafði og fjölgað mjög í bænum frá aldamótum og víða voru ófullnægjandi íbúðir og þröngt búið. Stuðlaði þetta allt án efa að meiri dreifingu og heift veikinnar en ella hefði verið. Árið 1918 voru tveir spítalar í Reykjavík, franski spítalinn á Lindargötu og St. Jósepsspítali í Landakoti, og önnuðu ekki sjúklingafjöldanum. Tók nefndin því það ráð að koma upp farsótt- arspítala í Miðbæjarskólanum og má svo skilja, að þar hefðu fyrst verið 50 rúm, en síðan 70. Indriði Einarsson segir í endurminningum sínum, að Garðar Gíslason (væntanlega stórkaupmaður), Fenger stórkaupmaður (væntanlega Nathan & Olsen) og kaupmennimir Haraldur Ámason (Haraldarbúð) og Jensen-Bjerg (Vöruhúsið) hefðu gerst nefndinni stórtækar hjálparhellur („þeir komu upp rúmunum á liðugum sólarhring"). Yfirlæknir farsóttarspítalans var Þórður Sveinsson (1874-1946), læknir á Kleppsspítala. Yfirhjúkrunarfræðingur var C.M. Bjamhéðinsson (1868-1943), yfirhjúkrunar- fræðingur Holdsveikraspítalans í Laugamesi (kona Sæmundar Bjamhéðinssonar, yfirlæknis) (13). Meginviðfangsefni hjúkrunarnefndarinnar voru þrenns konar: heimsóknir á heimili nauðstaddra, stofnun farsóttarspítala, svo og stofnun bama- heimilis í húsnæði barnaskólans. Nefndin kom einnig við sögu með ýmsum öðmm hætti á inflúensutímanum. Meðal slíkra starfa var að hafa bíla til taks til þess að flytja lækna í vitjanir og sjá um næturvörslu læknis í bænum. Næturlæknirinn var Maggi Júl. Magnús (1886-1941). Bílstjóri hans á nóttunni var Meyvant Sigurðsson á Eiði, vel þekkt persóna í Reykjavík og Seltjarnarnesi á sinni tíð. Um starfið farast honum m.a. svo orð: „Magnús hafði þann sið að laga heitt og sterkt koníakstoddí Thor Jensen (1863-1947) var danskur að ætt og kom ungur að árum til íslands að starfa við Borðeyrarverslun. Með ótrúlegum dugnaði og óbilandi stuðningi konu sinnar Margrétar Þorbjargar Kristjánsdóttur sem er með honum á myndinni, tókst Thor að brjótast áfram til mikilla efna. Hann var meðal fremstu brautryðjenda í togaraútgerð í byrjun 20. aldar og hann varð síðar ótvíræður forgöngumaður stórbúskapar á íslandi. Valtýr Stefánsson hefur fært sögu Thors Jensens í letur eftir viðtölum við hann sjálfan. Thor var hins vegar ófáanlegur til þess að ræða framlag sitt í spánsku veikinni og sneri þá jafnan talinu annað. Eftirfarandi frásögn byggir því einfarið á viðtali Valtýs við forstöðumann hjálparstarfsins (16). (Myndin var tekin 1911; úr bók Valtýs Stefánssonar.) MYND 4. á hverju kvöldi og láta á hitabrúsa. Þetta höfðum við með okkur á næturvaktinni og dreyptum á því annað slagið" (15). Maggi Júl. var einn af fáum læknum í Reykjavík sem ekki veiktist af spánsku veikinni. Er látið að því liggja að koníak hafi varið þá Meyvant fyrir veikinni. Endurspeglar þessi frásögn því þá trú, sem skotið hefur oft upp kollinum bæði fyrr og síðar, að sterkt áfengi, einkum koníak, varni því að menn sýkist af inflúensu. LÆKNAblaðið 2008/94 771
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.