Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 49
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR
HEILBRIGÐISSVIÐ HÍ
„Þaðfelast tækifæri í peirri stöðu sem við erum í núna," segir Sigurður Guðmundsson sem senn lætur afembætti landlæknis og tekur við stöðu sviðsstjóra heil-
brigðissviðs Háskóla Islands.
lagi eftirlitshlutverk sem snýr fyrst og fremst
að gæðaþróun og eftirliti með því að þjónustan
standist kröfur um gæði. í þriðja lagi er
skráningarhlutverk embættisins en það er algert
grundvallaratriði til að hægt sé að sinna
fyrmefndu hlutverkunum tveimur að hafa góðar
og aðgengilegar upplýsingar um allt er lýtur að
heilbrigðisþjónustu og heilbrigði landsmanna
og ekki síður til að skapa forsendur fyrir öflugri
rannsóknastarfsemi. Ég held að okkur hafi
tekist að ná utan um þetta þríþætta hlutverk og
endurspeglast í lögunum um embættið sem sett
voru á síðasta ári. Vonandi kemur svo sá sem tekur
við af mér með nýjar hugmyndir því hér er ekkert
þúsund ára ríki frekar en annars staðar."
Samlegð í kennsiu og skipulagi
Eins og marga rekur eflaust minni til voru gerðar
gagngerar breytingar á skipulagi Háskóla Islands
í sumar. Honum var skipt í fimm svið í stað
hinna hefðbundnu deilda sem áður voru; deild-
irnar halda sér en tilheyra nú hver sínu sviði sem
lýtur stjóm sviðsstjóra. „Ég tel að þetta sé mjög
jákvæð breyting sem beinir háskólanum í átt að
því setta háleita markmiði að hann verði einn af
100 bestu háskólum í heiminum innan ákveðins
tíma. Miðað við það sem hefur verið að gerast hér
í rannsóknum, lífvísindum, svo sem læknisfræði,
líffræði og erfðafræði, einnig jarðvísindum, er
ég sannfærður um að þetta er raunhæft mark-
mið. Samlegðaráhrifin sem nást með hinni nýju
sviðsskipan ættu að ýta enn frekar imdir þetta.
Það hlýtur að vera markmiðið að draga úr deild-
armúrunum og vinna frekar að því sem sameinar
þær en aðskilur. Innan heilbrigðissviðs sameinast
sex deildir, læknadeild, tannlæknadeild, hjúkr-
unardeild, lyfjafræðideild, sálfræðideild og mat-
væla- og næringarfræði. Innan læknadeildar eru
svo geisla- og lífeindafræði. Síðast en ekki síst má
nefna hina nýju deild lýðheilsuvísinda en þar eru
mörg tækifæri til rannsókna sem ekki hafa átt sér-
staklega upp á pallborðið hérlendis hingað til."
Hvernig sérðu þessa samlegð deildanna fyrir þér?
„Það þarf auðvitað að ganga varlega að þessu.
Ekki dugir að vaða inn eins og fíll í postulínsbúð.
LÆKNAblaðið 2008/94 761