Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 11
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKNIR
Maurar í húsryki
á íslenskum bóndabæjum
Gunnar
Guðmundsson1
sérfræðingur í lyf-, lungna-
og gjörgæslulækningum
Sigurður Þór
Sigurðarson2
sérfræðingur í lyflækningum
og lungnasjúkdómum
Kristinn
Tómasson3
sérfræðingur í embættis- og
geðlækningum
Davíð Gísiason1
sérfræðingur í lyflækningum
og ofnæmissjúkdómum
Thorkill Hallas4
líffræðingur
Lykilorð: búskapur, húsryk,
útsetning, ofnæmi, maurar, ísland.
’Lungna-, ofnæmis- og
svefndeild Landspítala
2heilbrigðisstofnun
Suðurnesja,
3rannsóknastofa í vinnu-
vernd, Vinnueftirlitið, HÍ,
“ofnæmisdeild
Kaupmannahafnarháskóla.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Gunnar Guðmundsson,
lungnadeild Landspítala,
E-7 Fossvogi, 108
Reykjavík.
ggudmund@landspitali. is
Ágrip
Bakgrunnur: Næming fyrir Dermatophagoides
pteronyssinus (D. pteronyssinus) finnst hjá 9%
Reykvíkinga þrátt fyrir að engir Der p 1 mót-
efnavakar hafi fundist á Reykjavíkursvæðinu.
Nýleg rannsókn sýndi að næmir einstaklingar
höfðu unnið eða dvalið í sveit á barnsaldri oftar
en samanburðarhópur. Til að fylgja þessu eftir
könnuðum við líkur á útsetningu fyrir maurum á
bóndabæjum.
Efniviður og aðferðir: Sem hluti af rannsókn á
heilsufari bænda var safnað 80 sýnum af ryki á 42
bóndabýlum á Suður- og Vesturlandi. Sýnum var
safnað af dýnum í svefnherbergjum og af stofu-
gólfi og leitað að maurum. Sýni voru meðhöndluð
með sambærilegum aðferðum og notaðar voru í
rannsókninni Lungu og heilsa sem framkvæmd
var í Reykjavík.
Niðurstöður: Öfugt við niðurstöður frá Reykjavík
fundust í ryki af bóndabæjum 17 tegundir af
maurum. Þar af fannst Acarus siro á 13 bæjum og
D. pteronyssinus á átta bæjum. Það sáust þó ekki
merki um að nein tegund hefði átt bólfestu eða
fjölgað sér þar sem sýnunum var safnað.
Ályktanir: Fundur D. pteronyssinus á bóndabæjum
er hugsanleg skýring á því hvers vegna margir
íbúar Reykjavíkur hafa þróað ofnæmi gegn
þessum maur. Krossnæmi við aðrar maurategundir
getur einnig verið orsökin í sumum tilfellum.
Rannsóknir okkar styðja ekki þá hugmynd að
maurarnir eigi sér bólfestu á bóndabæjum heldur
hlýtur skýringa á fundi þeirra að vera að leita í
umhverfi bóndabæjanna.
Inngangur
Rykmaurar lifa um heim allan í heimkynnum
manna og nærast meðal annars á úrgangi frá
mönnum eins og húðflögum. Þeir eru mikilvæg
orsök astma og ofnæmis víða um heim. Talið er að
rykmaurar innandyra séu orsök fyrir rykmaura-
ofnæmi í kaldtempruðu loftslagi (1). Rannsóknir á
maurum í íbúðum í Nuuk á Grænlandi og Umeá
í Svíþjóð sem eru á svipaðri breiddargráðu og
Reykjavík, sýndu að rykmaurar og heymaurar
höfðu bólfestu í rúmdýnum þar (2,3). Rannsóknir
frá Noregi hafa sýnt að mikið finnst af rykmaurn-
um D. pteronyssinus á strandlengju Atlantshafsins
á enn norðlægari breiddargráðum en í Reykjavík
(4). Samkvæmt þessu mætti búast við því að
finna rykmaura í svipuðu magni í Reykjavík; sér-
staklega þar sem 9% ungra Reykvíkinga voru með
sértæk IgE mótefni í blóði og 6,1% jákvæð húðpróf
fyrir D. pteronyssinus í könnim sem gerð var árin
1990-1991 (5). Þetta voru svipaðar niðurstöður og
fengust í sömu rannsókn í Uppsölum í Svíþjóð þar
sem notaðar voru sömu rannsóknaraðferðir (5).
Þess vegna kom á óvart að hverfandi magn af ryk-
maurum fannst í íbúðum í Reykjavík. Það fundust
aðeins tveir maurar í 207 ryksýnum, báðir D. ptero-
nyssinus (6) og mótefnavakinn Der fl var grein-
anlegur í einu af 182 ryksýnum en Der p 1 farmst
ekki í neinu ryksýni (7). Nýleg rannsókn sýndi að
þeir sem höfðu sértæk IgE mótefni í blóði fyrir D.
pteronyssinus í Reykjavík voru oftar karlmenn og
höfðu oftar verið í sveit í barnæsku en samanburð-
arhópur þar sem IgE mótefni fyrir D. pteronyssinus
fundust ekki í blóði (8). Þegar rannsóknin var gerð
höfðu þeir háa tíðni af IgE mótefnum í blóði fyrir
ofnæmisvökum með krossvirkni við D. pteronyssi-
nus. Rannsóknir á heyi á íslenskum bóndabæjum
sýndu mikla bólfestu heymaura sem sumir eru
þekktir af því að hafa krossvirkni við D. ptero-
nyssinus (9). Um ofnæmi (allergy) er talið að ræða
ef einstaklingur er með klínísk einkenni til viðbót-
ar við jákvæð húðpróf og/eða jákvæð sértæk IgE
mótefni í blóði. Ef eingöngu er um að ræða jákvæð
húðpróf og/eða jákvæð sértæk IgE mótefni í blóði
er talað um næmingu (sensitization).
Til að athuga frekar algengi rykmaura á fslandi
rannsökuðum við bóndabæi. Rannsóknarspum-
ingin var sú hvort rykmaurar fyndust á bónda-
bæjum. Ef þeir fyndust gæti það skýrt næmi fyrir
D. pteronyssinus í Reykjavík, að minnsta kosti að
hluta til.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknarhópur
Sýnum var safnað á bóndabæjum að vetri til frá
8. til 19. mars 2005. Staðsetning bændabýlanna
LÆKNAblaðið 2008/94 723