Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 11
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Maurar í húsryki á íslenskum bóndabæjum Gunnar Guðmundsson1 sérfræðingur í lyf-, lungna- og gjörgæslulækningum Sigurður Þór Sigurðarson2 sérfræðingur í lyflækningum og lungnasjúkdómum Kristinn Tómasson3 sérfræðingur í embættis- og geðlækningum Davíð Gísiason1 sérfræðingur í lyflækningum og ofnæmissjúkdómum Thorkill Hallas4 líffræðingur Lykilorð: búskapur, húsryk, útsetning, ofnæmi, maurar, ísland. ’Lungna-, ofnæmis- og svefndeild Landspítala 2heilbrigðisstofnun Suðurnesja, 3rannsóknastofa í vinnu- vernd, Vinnueftirlitið, HÍ, “ofnæmisdeild Kaupmannahafnarháskóla. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Gunnar Guðmundsson, lungnadeild Landspítala, E-7 Fossvogi, 108 Reykjavík. ggudmund@landspitali. is Ágrip Bakgrunnur: Næming fyrir Dermatophagoides pteronyssinus (D. pteronyssinus) finnst hjá 9% Reykvíkinga þrátt fyrir að engir Der p 1 mót- efnavakar hafi fundist á Reykjavíkursvæðinu. Nýleg rannsókn sýndi að næmir einstaklingar höfðu unnið eða dvalið í sveit á barnsaldri oftar en samanburðarhópur. Til að fylgja þessu eftir könnuðum við líkur á útsetningu fyrir maurum á bóndabæjum. Efniviður og aðferðir: Sem hluti af rannsókn á heilsufari bænda var safnað 80 sýnum af ryki á 42 bóndabýlum á Suður- og Vesturlandi. Sýnum var safnað af dýnum í svefnherbergjum og af stofu- gólfi og leitað að maurum. Sýni voru meðhöndluð með sambærilegum aðferðum og notaðar voru í rannsókninni Lungu og heilsa sem framkvæmd var í Reykjavík. Niðurstöður: Öfugt við niðurstöður frá Reykjavík fundust í ryki af bóndabæjum 17 tegundir af maurum. Þar af fannst Acarus siro á 13 bæjum og D. pteronyssinus á átta bæjum. Það sáust þó ekki merki um að nein tegund hefði átt bólfestu eða fjölgað sér þar sem sýnunum var safnað. Ályktanir: Fundur D. pteronyssinus á bóndabæjum er hugsanleg skýring á því hvers vegna margir íbúar Reykjavíkur hafa þróað ofnæmi gegn þessum maur. Krossnæmi við aðrar maurategundir getur einnig verið orsökin í sumum tilfellum. Rannsóknir okkar styðja ekki þá hugmynd að maurarnir eigi sér bólfestu á bóndabæjum heldur hlýtur skýringa á fundi þeirra að vera að leita í umhverfi bóndabæjanna. Inngangur Rykmaurar lifa um heim allan í heimkynnum manna og nærast meðal annars á úrgangi frá mönnum eins og húðflögum. Þeir eru mikilvæg orsök astma og ofnæmis víða um heim. Talið er að rykmaurar innandyra séu orsök fyrir rykmaura- ofnæmi í kaldtempruðu loftslagi (1). Rannsóknir á maurum í íbúðum í Nuuk á Grænlandi og Umeá í Svíþjóð sem eru á svipaðri breiddargráðu og Reykjavík, sýndu að rykmaurar og heymaurar höfðu bólfestu í rúmdýnum þar (2,3). Rannsóknir frá Noregi hafa sýnt að mikið finnst af rykmaurn- um D. pteronyssinus á strandlengju Atlantshafsins á enn norðlægari breiddargráðum en í Reykjavík (4). Samkvæmt þessu mætti búast við því að finna rykmaura í svipuðu magni í Reykjavík; sér- staklega þar sem 9% ungra Reykvíkinga voru með sértæk IgE mótefni í blóði og 6,1% jákvæð húðpróf fyrir D. pteronyssinus í könnim sem gerð var árin 1990-1991 (5). Þetta voru svipaðar niðurstöður og fengust í sömu rannsókn í Uppsölum í Svíþjóð þar sem notaðar voru sömu rannsóknaraðferðir (5). Þess vegna kom á óvart að hverfandi magn af ryk- maurum fannst í íbúðum í Reykjavík. Það fundust aðeins tveir maurar í 207 ryksýnum, báðir D. ptero- nyssinus (6) og mótefnavakinn Der fl var grein- anlegur í einu af 182 ryksýnum en Der p 1 farmst ekki í neinu ryksýni (7). Nýleg rannsókn sýndi að þeir sem höfðu sértæk IgE mótefni í blóði fyrir D. pteronyssinus í Reykjavík voru oftar karlmenn og höfðu oftar verið í sveit í barnæsku en samanburð- arhópur þar sem IgE mótefni fyrir D. pteronyssinus fundust ekki í blóði (8). Þegar rannsóknin var gerð höfðu þeir háa tíðni af IgE mótefnum í blóði fyrir ofnæmisvökum með krossvirkni við D. pteronyssi- nus. Rannsóknir á heyi á íslenskum bóndabæjum sýndu mikla bólfestu heymaura sem sumir eru þekktir af því að hafa krossvirkni við D. ptero- nyssinus (9). Um ofnæmi (allergy) er talið að ræða ef einstaklingur er með klínísk einkenni til viðbót- ar við jákvæð húðpróf og/eða jákvæð sértæk IgE mótefni í blóði. Ef eingöngu er um að ræða jákvæð húðpróf og/eða jákvæð sértæk IgE mótefni í blóði er talað um næmingu (sensitization). Til að athuga frekar algengi rykmaura á fslandi rannsökuðum við bóndabæi. Rannsóknarspum- ingin var sú hvort rykmaurar fyndust á bónda- bæjum. Ef þeir fyndust gæti það skýrt næmi fyrir D. pteronyssinus í Reykjavík, að minnsta kosti að hluta til. Efniviður og aðferðir Rannsóknarhópur Sýnum var safnað á bóndabæjum að vetri til frá 8. til 19. mars 2005. Staðsetning bændabýlanna LÆKNAblaðið 2008/94 723
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.