Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 32
F R Æ Ð I G R Y F I R L I T E I N A R landlæknis í Morgunblaðinu má sjá að hann gerði sér ekki grein fyrir þeim eðlismun sem var á fyrstu og annarri bylgju spænsku veikinnar, enda var ekki gripið til samkomubanns fyrr en um seinan. Landlækni til málsbóta má benda á að erfitt hefði verið að einangra landið á fullnægjandi hátt, til dæmis ef flytja hefði þurft veika skipverja í land. Þá einnig ljóst að aðstöðuleysi á sjúkrahúsum og þröngbýli í heimahúsum átti sinn þátt í því að veikin barst eins og eldur um sinu á þéttbýlis- stöðum. Það er því áhugavert að heimamenn, bæði norðanlands og austan, áttu frumkvæði að einangrun sinna landshluta og skiluðu þær ráð- stafanir góðum árangri. Þegar aldur fórnarlamba spænsku veikinnar er skoðaður kemur í ljós að ungt og hraust fólk á aldrinum 20-40 ára varð verst úti, ásamt smábörn- um og eldri borgurum. Þessi aldursdreifing hefur oft verið talin sérkennandi fyrir spænsku veikina, en henni hefur jafnframt verið lýst, þó í minna mæli sé, fyrir heimsfaraldrana 1957 og 1968 (38). Ástæður hins háa dánarhlutfalls meðal ungs og hrausts fólks eru óljósar. Líklegt má telja að skort- ur á verndandi mótefnum innan þessa aldurshóps geti skýrt dánartíðnina að hluta til, en einnig er talið sennilegt að viðbrögð ónæmiskerfisins gegni hér veigamiklu hlutverki. Fram til ársins 2005 voru engir stofnar til af inflúensuveirunni sem orsakaði heimsfaraldurinn 1918. Þá endurgerðu Taubenberger og samstarfsmenn HlNl veiruna með því að nota gömul lífsýni (4, 5). Stofninn reyndist vera óvenju meinvirkur í dýratilraunum (39). Talið er að geta veirunnar til að fjölga sér hratt í bæði efri og neðri hluta öndunarfæra valdi samtímis því að stjórnun frumónæmisviðbragða fer úr skorðum með skaðlegum afleiðingum (39). Nýlegar rannsóknir benda einnig til að hin mikla meinvirkni veirunnar frá 1918 og fuglaflensuveir- unnar H5N1 eigi sér sömu orsakir, það er rösk- un ónæmisviðbragða (cytokine storm) (40, 41). Hugsanlegt er að ónæmissvörun á aldursbilinu 20-40 sé viðkvæmari fyrir veirunni að þessu leyti og því séu þeir í aukinni hættu á að fá alvarlegri sjúkdóm. í fjórða lagi er hin háa dánartíðni bamshaf- andi kvenna afar áhugaverð. Samkvæmt lýsingu Þórðar Thoroddsens var hún nálægt 37% (15). Svipaða sögu er að segja af áhrifum spænsku veikinnar í Bandaríkjunum. Bamshafandi konur í Fíladelfíu haustið 1918 urðu einnig illa úti, þar sem 46% létust (42). í annarri rannsókn er greint frá því að helmingur allra kvenna á meðgöngu hafi fengið lungnabólgu og 27% látist (43). Síðar hefur verið sýnt fram á að vanfærar konur séu í sérstakri hættu á að fá alvarlega sýkingu af árlegri inflúenzu (44). Nákvæmar skýringar á þessu liggja ekki fyrir enn sem komið er, en settar hafa verið fram kenningar um að röskun á Thl/Th2 við- brögðum sé líklegasta skýringin (45). Eins og rætt hefur verið í þessari grein eru aðstæður á íslandi um margt góðar til að svara grundvallarspurningum um eðli spænsku veik- innar sem hér geisaði í upphafi 20. aldar. Nýlega var unnt að endurgera lista yfir langflesta þeirra sem létust úr veikinni og bera saman áhættu eftir fjölskyldum (12). Einnig var smitstuðull veir- unnar (R0) í Reykjavík fundinn út frá dánartölum og gögnum Þórðar Thoroddsen. Niðurstöðurnar sýna að R0 var 1.9-2.4 (12), sem er svipað og í fjölmörgum borgum í Bandaríkjunum um svipað leyti (8). Jafnframt benda niðurstöðurnar ekki til að erfðaþættir sjúklinga hafi skipt sköpum hvað dánartíðni varðar, en aðrar rannsóknir höfðu gefið gagnstæðar niðurstöður (46,47). Mikilvægt er að geta þess að „sóttin mikla" hafði mikil áhrif á viðbrögð landsmanna gegn farsóttum næstu áratugi, enda eimdi lengi eftir af hryllingnum sem fylgdi „spönsku pestinni". Sett voru ný sóttvarnarlög árið 1923 en þá höfðu menn áttað sig á mikilvægi og gagnsemi sóttvarna (48). Áratug síðar voru samþykkt ítarlegri lög um sótt- varnir sem voru í gildi næstu 45 ár. Að síðustu er ljóst að þótt þjóðfélagsgerð hafi víðast hvar gerbreyst á 21. öld er spánska veik- inn enn sá faraldur sem þjóðir heims geta lært hvað mest af þegar viðbragðsáætlanir fyrir næstu heimsfarsótt inflúensu eru undirbúnar. Þar hefur mikið starf verið unnið hér á landi sem lýtur meðal annars að birgðahaldi, samgöngum, miðlun upplýsinga og þjónustu við sjúka. Af reynslunni má hins vegar draga þann lærdóm að þegar að kreppir á mörgum stöðum samtímis getur verið varasamt að reiða sig um of á utanaðkomandi hjálp. Lokaorð Þórðar Thoroddsen eiga því jafnvel við í dag og fyrir 90 árum: „Það kostar mikið, en mannslífin kosta líka mikið fyrir þetta land (15). Þakkir Nafnlausum ritrýnum eru þakkaðar gagnlegar athugasemdir. Pétur Gunnarsson rithöfundur fær þakkir fyrir góða ábendingu um dagbókarfærslu Þórbergs Þórðarsonar. Heimildir 1. Potter CW. í: Textbook of Influenza. Ritstjórar: Nicholson KG, Webster RG, Hay AJ. Blackwell Scientific, Oxford. 1998: 3-18. 2. Johnson NP, Mueller J. Updating the accounts: global mortality of the 1918-1920 „Spanish,, influenza pandemic. Bull Hist Med 2002; 76:105-15. 3. Barry JM. The great influenza. The story of the deadliest pandemic in history. Penguin Books, London 2005. 4. Taubenberger JK, Reid AH, Lourens RM, Wang R, Jin G, Fanning TG. Characterization of the 1918 influenza virus polymerase genes. Nature 2005; 437: 889-93. 744 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.