Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 56
■ UMRÆÐUR O G FRÉTTIR SPÆNSKA VEIKIN Þankabrot um spánsku veikina 1918-1919 Þorkell Jóhannesson dr. thorkell@simnet.is Höfundur er prófessor úr embætti endemic = farsótt, faraldur pandemic = heimsfarsótt, heimsfaraldur Inngangur I tímaritinu Sögu á þessu ári er grein um spánsku veikina á íslandi sem er að stofni til BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla íslands (1). Ritgerðin er vel unnin og hefur meðal annars sér til ágætis, að vitnað er í samtöl við fólk sem mundi veik- ina, - ekki síst í Reykjavík þar sem hún var verst - en er nú gengið til feðra sinna. Höfundur getur þess að spánska veikin hafi lítið verið rannsökuð sagnfræðilega hér á landi. Við lestur þessara orða vaknaði sú spurning, hvort nokkru betur hefði verið staðið að læknisfræðilegum rannsóknum á spánsku veikinni. Eftir að hafa skoðað hvað hefði verið unnið í þessu efni fannst mér, að svarið væri fremur neikvætt en jákvætt. Mér rann á endanum blóðið til skyldunnar og ég ákvað að setja saman þennan pistil sem er vissulega engin heildarúttekt, heldur þankabrot um áhugavert efni. Ég fjalla um störf þeirra tveggja lækna og tengdafeðga, Þórðar J. Thoroddsen og Steingríms Matthíassonar, sem öðrum læknum fremur hafa skrifað um spánsku veikina 1918-1919. Þá þykir mér hlýða að halda á loft framlagi tveggja ólæknislærðra manna, þeirra Lárusar H. Bjarnasonar, prófessors, og Thors Jensens, útgerðarmanns, til annars vegar hjúkrunar og skipulags lækninga og hins vegar matargjafa í spánsku veikinni. Ég hef velt nokkuð fyrir mér gagnsemi eða gagnsleysi lyfja, sem notuð voru gegn spánsku veikinni og er því kafli um þetta efni, þótt aðgengilegar heimildir séu allnokkuð í molum. Að síðustu er stutt umræða og ályktanir. Þórður J. Thoroddsen og inflúensuskrif hans Inflúensufaraldurinn 1918-1919 var snemma nefndur spánska veikin: „ ... vegna þess, að hún var fyrst opinberlega tilkynnt frá Spáni" (2). Miklar líkur eru á því að spánska veikin hafi átt upphaf sitt í fuglum, en hafi síðar aðlagast svo mönnum, að inflúensuveiran (af gerð A) gat einnig sýkt menn (3, 4). Með því að saman fór mikið sýkingarafl veirunnar í mönnum og lítið ónæmi vegna nýnæmis hennar, varð af sá heimsfaraldur inflúensu, sem verstur var á 20. öld. A síðustu árum hafa menn í vaxandi mæli óttast nýjan heimsfaraldur inflúensu, sem líkt og spánska veikin gæti átt upphaf sitt í fuglum (5-7). I ljósi þessa er ekki síst ástæða til þess að rifja upp sögu spánsku veikinnar. Árið 1918 voru um 20 læknar búsettir í Reykjavík. Einn þeirra var landlæknir (Guð- mundur Bjömsson), annar ritari landlæknis (Bjarni Jensson) og hinn þriðji háskólaritari (Jón Rósenkranz). Óvíst er hvort þeir stunduðu klín- ískar lækningar, en hinir hafa væntanlega gert það langflestir. Þórður Thoroddsen var næstelstur þessara manna og var 62 ára, þegar spánska veikin reið húsum í Reykjavík. í minningargrein um Þórð er sagt að hann hefði eiginlega einn Reykjavíkurlækna haft orku og framkvæmd til þess að skrifa um læknisstörf í spánsku veikinni (9). Þessu til skýringar er, að Þórður einn fárra lækna í Reykjavík, veiktist ekki af spánsku veikinni og var þekktur að því að stýra penna skýrt og skipulega. Þar að auki bendir vinnulag Þórðar í spánsku veikinni eindregið til þess, að hann hafi verið vel á sig kominn. Spánska veikin var ekki fyrsta inflúensufarsóttin, sem Þórður fékkst við, heldur sú fjórða. Þótt Þórður Thoroddsen kunni efalítið að hafa haft óljósar hugmyndir um orsakir inflúensu, gerði hann sér glögga grein fyrir farsóttareðli inflúensu og mun á henni og kvefsóttum. Hann segir, að kvefsóttir séu innlendar að uppruna og séu lengi að fara um landið og fari oft ekki um nema nokkurn hluta þess. Um inflúensu gegni öðm máli sem fari eins og logi yfir akur, séu engar hömlur lagðar á hana. Inflúensufaraldrar gangi gjarnan yfir á 1-2 mánuðum. Hann bendir einnig á, að inflúensu- farsóttir séu útlendar að uppruna og koma þeirra hingað tengist samgöngum við útlönd. Þórður vísar í doktorsritgerð Schleisners (1818-1890) frá árinu 1849 um sjúkdóma á íslandi. Schleisner taldi, að fram til 1845 hefðu inflúensu- farsóttir gengið sex sinnum yfir landið allt og sjö sinnum yfir hluta þess og í fyrsta sinn árið 1706. Með stoð í öðrum heimildum kemst Þórður samt að þeirri niðurstöðu, að inflúensufaraldrar hafi gengið yfir hér á landi þegar snemma á öldum. Fyrsta inflúensufarsóttin, sem Þórður fjallar sérstaklega um, var sumarið 1855. Þessi farsótt byrjaði norðanlands, væntanlega á Akureyri. Farsóttin var alls staðar um garð gengin á rúmum tveimur mánuðum. Sóttin var talin væg og dó einkum gamalt fólk. Læknirinn í Norðlendingafjórðungi, Eggert Johnsen (1798- 1855), dó í þessum faraldri. Annar faraldur gekk sumarið 1862. Hann 768 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.