Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 55
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR FORSETI WMA Fátækt helsti vandinn Jón segir að þrátt fyrir að samstarf við WHO á þessu sviði hafi gengið mjög vel fyrir séu sam- skiptin ekki alveg jafn greið á öðrum sviðum. „Á vegum WHO voru fyrir fáeinum árum stofn- uð regnhlífasamtök heilbrigðisstétta en fyrir eru rótgróin samtök heilbrigðisstétta sem ekki koma nærri þeim á vegum WHO. Þarna þykir okkur sem verið sé að deila og drottna án nokk- urs skynsamlegs samráðs. Eg hef sótt tvo fundi þessara WHO samtaka og á seinni fundinum var greinilega markvisst verið að forðast umræður, kannski vegna þess að á fyrri fundinum misstu þeir tökin að nokkru leyti vegna mikilla umræðna sem heilbrigðisráðherrar Afríkuríkja stóðu fyrir en þeim þótti WHO vera að leggja til einhvers konar annars flokks heilbrigðisþjónustu í löndum Afríku. Fyrir vikið varð þetta dálítið streitufullur fundur." Af öðrum málefnum sem WMA vinnur að nefn- ir Jón tóbaksvarnir en það segir hann að læknar séu almennt sammála um að sé einn helsti heil- brigðisvandi heimsbyggðarinnar. „Á aðalfund- inum í Seúl verður málþing um tóbaksvarnir í löndum þriðja heimsins en til skamms tíma hefur tóbaksframleiðendum leyfst að valsa þar um að vild til að auka sölu á tóbaki. Samtökin hafa beitt sér á þann hátt að búa til álit sem byggir á bestri læknisfræðilegri þekkingu sem stjórnvöld geta nýtt sér í baráttu gegn ýmsum heilbrigðisvanda." Aðspurður um hver sé helsti heilbrigðisvandi heimsbyggðarirtnar segir Jón hann ekki einhlítan. „í fátækari löndum heims er vandinn fyrst og fremst fátæktin. Henni fylgir slæmur aðbúnaður fólks og í kjölfarið alls kyns heilsufarsleg vanda- mál sem stafa af lélegri næringu, skorti á hreinlæti, og takmarkaðri heilbrigðisþjónustu. Annað sem teljast verður heilbrigðisvandi heimsbyggðarinn- ar er hversu miklir flutningar eru á fólki á milli heimshluta. Faraldrar geta breiðst mjög hratt út yfir stór svæði og því hefur aldrei verið jafn mik- ilvægt að alþjóðlegt samstarf og flæði upplýsinga á þessu sviði sé sem virkast. Þetta er auðvitað fyrst og fremst verkefni WHO sem er gríðarlega öflug alþjóðastofnun með mörg þúsund starfsmenn á sínum vegum. Okkar framlag hefur verið fólgið í sérfræðilegu áliti eins og ég nefndi." Jón nefnir að lokum vinnu á vegum WMA er snýr að samskiptum lyfjafyrirtækja og lækna. „Þetta er mál sem snýst um gott siðferði og hvað mega teljast eðlileg samskipti á milli þessara aðila. Það er mjög auðvelt að rökstyðja að þarna á milli þurfi að vera gott samstarf og báðir aðilar stefni að sameiginlegu markmiði. Spurningin snýst um að lyfjafyrirtækin beiti réttu meðölunum og að allir geti verið sáttir við þau. Fyrirtækin styrkja ýmis góð mál á vegum læknasamtaka víða um heim og slíkur stuðningur þarf að vera í réttum skorðum. Ég get nefnt að eitt lyfjafyrirtæki styrkir sérstakt kennsluprógramm WMA um berkla fyrir lækna og annað styrkir alþjóðleg námskeið í stjórnun fyrir lækna. Samstarf við lækna er lyfjafyrirtækj- unum mjög mikilvægt og læknum er mikilvægt að halda faglegu sjálfstæði sínu þrátt fyrir slíkt samstarf." SÉRHÆFÐ ENDURLÍFGUN II (ALS) 17.-18. janúar 2009 Skráningarfrestur til 1. desember 2008 í tengslum við Læknadaga stendur Endurlífgunarráð íslands fyrir námskeiði í sérhæfðri endurlífgun II. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem geta þurft að stjórna endurlífgun á vettvangi. Markmiðið er að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í aðgerðum til að koma í veg fyrir hjartastopp og að þeir séu færir um að veita sérhæfða endurlífgun og stjórna aðgerðum á vettvangi. Markmiðið er jafnframt að undirbúa reynda meðlimi endurlífgunarteyma að meðhöndla sjúklinginn þar til flutningur á sérhæfða deild er möguleg. Námskeiðið fer fram tvo daga í röð (20 klst) og felur í sér fyrirlestra, sýnikennslu, verklegar stöðvar og umræðutíma. Kennslubókin er send þátttak- endum fjórum vikum fyrir námskeiðið ásamt forprófi og mikilvægt er að kennslubókin sé lesin vel og forprófi skilað í upphafi námskeiðs. Nemandi verður að hafa fullnægjandi þekkingu / hæfni í grunnendurlífgun. Námskeiðinu lýkur með prófi. Til að skrá sig skal senda tölvupóst á Hildigunni Svavarsdóttur, skólastjóra Sjúkraflutningaskólans - hildig@fsa.is Kostnaður 65.000 krónur og innifalið er kennslubók, evrópskt skírteini og hádegisverður. Endurlífgunarráð inclttlitn Cencil lceRC LÆKNAblaðið 2008/94 767
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.