Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 14
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR rykmaurum í íbúðarhúsum á íslandi. Rannsóknin í samanburði við fyrri rannsókn sýnir að D. pteronyssinus rykmaurinn er frekar að finna á bóndabýlum í dreifbýli en þéttbýli í Reykjavík (6, 7). Okkar rannsókn er gerð á sama hátt og fyrri rannsóknir og með sama búnaði. Ekki er talið líklegt að villur í aðferðafræði valdi þeim mun sem sést á niðurstöðum. Fjöldinn af D. pteronyssinus eða öðrum maurum náði ekki þeim 100 maurum á gramm af ryki sem taldir eru nauðsynlegir til að ofnæmi fyrir D. pteronyssinus maurum myndist (1). Þá fannst ekki merki um líf með maurunum, svo sem egg, lirfur eða saur. Því er ekki líklegt að maurar sem finnast inni í íbúðum á bóndabæjum séu orsök rykmauraofnæmis. Hugsanlegt er að maurar í umhverfi bóndabæja geti valdið rykmauraofnæmi. Þannig er mögulegt að tenging sé á milli þess sem fannst í húsrykinu og næmi fyrir maumum, en að orsök næmisins séu ekki maurarnir í húsnæðinu (12). Þetta gengur þvert á þá almennu skoðun að næming eigi sér stað vegna maura í ryki í íbúðarhúsum (1). Það er mikið af maurum í umhverfinu á fslandi en ítarlegar rarmsóknir á maurafánu landsins hafa ekki sýnt fram á rykmaura. Þetta á bæði við um hey í hlöðum (16) og lifandi maura á túnum (17). Okkur grunar að rykmaurar og heymaurar geti komið frá fuglum eða hreiðrum þeirra (11) og að menn komist í snertingu við þá þegar maurarnir dreifast þaðan út. Þetta er mikilvægt að rannsaka nánar. Það er greinilegt að í íbúðarhúsum á Reykja- víkursvæðinu er lítið af rykmaurum, mótefnum þeirra eða öðrum maurum (6, 7) en á bóndabýlum er mikið af maurum (sbr. töflu I). Þetta styður þá skoðun að næmir Reykvíkingar hafi verið útsettir fyrir rykmaurum þegar þeir dvöldu á sveitabæjum á barnsaldri. Þetta er vinnutilgáta vegna þess að við þekkjum hvorki tímasetningu né staðsetningu næmingar né heldur hvort maurafána í sveitum hefur breyst frá því um miðja síðustu öld. Annar möguleiki er sá að börn hafi orðið næm fyrir heymaurum sem þekktir eru að krossvirkni við D. pteromjssinus (8,13,14), en það gæti leitt til falskt jákvæðra svara þegar prófað er með húð- prófum eða sértækum IgE mælingum fyrir D. pteronyssinus. í ljósi okkar niðurstaðna þar sem rykmaurar finnast í íbúðarhúsnæði á bóndabæj- um er möguleiki á að niðurstaða sumra en ekki endilega allra húðprófa sé rétt. Hættan á rangri greiningu vegna krossvirkni verður ljós við skoð- un á fyrri rannsókn á bóndabæjum (15) (tafla II) þar sem 18/103 mönnum voru með jákvæða svörun við maurnum Tyrophagus putrescentiae. Islenskir bændur eru sennilega ekki útsettir fyrir T. putrescentiae. Þessi maur er viðkvæmur fyrir lágu hitastigi og hefur ekki fundist á íslandi enn (16). Næmi fyrir þessari maurategund er senni- lega frekar vegna krosssvörunar við Tyrophagus longior sem er þekktur úr mygluðu heyi (9) eða við Tyrophagus similis sem er algengur á túnum (17). Báðar þessar tegundir fundust í okkar rannsókn. Rannsóknin sýndi í samanburði við fyrri rann- sóknir að húðpróf eru oftast jákvæð í dreifbýli fyrir L. destructor, en í Reykjavík eru húðpróf oftar jákvæð fyrir D. pteronyssinus. Rannsókn sem gerð var í dreifbýli á fólki með einkenni um ofnæmi árið 1983 sýndi hærri tíðni jákvæðra húðprófa en í okkar rannsókn. Þetta getur verið vegna þess að rannsakað var fólk með einkenni en gæti líka endurspeglað breytta verkunarhætti á heyi sem gætu hafa fækkað maurum í heyi sem notað er til fóðrunar. A. siro fannst helst á bóndabæjum sem eru nálægt sjó. Þessi maur er mjög algengur í illa verk- uðu þurrheyi (9) og er því líklegur til að finnast alls staðar þar sem skepnur eru fóðraðar. Tengingin við sjávarsíðuna bendir til annars orsakasamheng- is en heys í hlöðu til að skýra nærveru hans í íbúð- arhúsum bænda. Hugsanlegar skýringar á meiri fjölda mauranna við sjávarsíðuna gæti verið meiri raki eða selta í andrúmslofti eða hærri lofthiti við sjávarmál á veturna. Þá ætti þessi maur einnig að hafa fundist í Reykjavík. I þessari rannsókn margar fundust tegundir af maurum í ryki af bóndabæjum. Þetta er öfugt við fyrri rannsókn úr Reykjavík þar sem nánast engir maurar fundust (það fundust 13 rnaurar, en aðeins tveir rykmaurar) þrátt fyrir að næming hafi átt sér stað. Þetta gæti skýrt næmi fyrir D. pleronyssinus í Reykjavík, að minnsta kosti að hluta til. Þess sáust ekki merki að maurarnir lifðu og tímguðust í íbúðarhúsum bænda. Líklega koma maurarnir úr umhverfi bóndabæja en sú tilgáta þarfnast frekari rannsóknar. Þakkir Rannsóknin var styrkt af Framleiðnisjóði bænda, Rannsóknamiðstöð íslands (040465031), Sjóði Odds Ólafssonar (2004), Vísindasjóði Landspítala (2006), University of Iowa Environmental Health Sciences Research Center (NIH ES05605). Þakkir fær Kristín Bára Jörundsdóttir sem undirbjó ryksýni fyrir skoðun og Keldur rann- sóknastöð sem lagði til tæki og aðstöðu fyrir mauraskoðun. Heimildir 1. Korsgaard J. House-dust mites and asthma: a review on house dust mites as a domestic risk factor for mite asthma. Allergy 1998; 53(Suppl. 48): 77-83. 726 LÆKNAblaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.