Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T Mynd 3. Útbreiðsla spænsku veikinnar á íslandi. íbúar Suðurlands, Vesturlands og Vestfjarða voru 64% lands- manna árið 1918. Veikin komfram víðast hvar innan línustrikaða svæðisins, en inn á milli eru byggðarlög sem sluppu nánast aiveg, svo sem Snæfellsnes. Fjöldi látinna á hverjum stað er merktur inn á kortið. Neðan viðfjöldann og innan sviga er hlutfall tbúa sem létust. Byggðarlögum meðfærri en 5 dauðsföllum er sleppt. Norður- og Austurland voru sett í sóttkví með eftirliti á Holtavörðuheiði (A) og við Jökulsá á Sólheimasandi (B). Myndin byggir á gögnum í heimild (16). vinnubrögðum, en þeir eiginleikar komu sér vel þegar holskeflan reið yfir: „Eg gerði mér þó far um að rita hjá mér svo marga sjúklinga sem hægt var. Sérstaklega voru það þeir sem þyngst voru haldn- ir." (15). Þórður sinnti 1232 sjúklingum í Reykjavík, mörgum oftar en einu sinni. Stigmögnun farald- ursins sést glögglega á mynd 4 sem sýnir fjölda nýgreindra sjúklinga hjá Þórði, tímabilið 28. októ- ber - 6. desember 1918. Eins og sjá má á myndinni náði faraldurinn hámarki þremur vikum eftir að Botnía kom til Reykjavíkur og fjaraði síðan út á næstu tveimur til þremur vikum. Einkenni veikinnar Aldursbundið dánarhlutfall (age-specific morta- lity) þeirra sem létust úr spænsku veikinni á Islandi er sýnd á mynd 6 sem sýnir „w-laga" dreif- ingu, það er háa dánartíðni meðal ungra barna, einstaklinga á aldursbilinu 20-40 ára og elsta aldurshópsins (12). Aldurssamsetning sjúklinga Þórðar var svipuð, en hann greindi ívið fleiri konur en karla (1,2:1). Af hans sjúklingum létust 77 (6,3%) og voru flestir á besta aldri, 20-40 ára. Að lokinni lýsingu á sjúklingaþýðinu gerir Þórður ýmis sérkenni veikinnar að umtalsefni og verður tíðrætt um blæðingar: „Að því er sjálfa veikina snertir, var hún mjög einkennileg og að mörgu leyti alt öðru vísi en þær inflúenzu-sóttir, sem áður hafa gengið og eg hefi séð. [...] Og þessar blæðingar. Blóðið streymdi ekki að eins úr nösum, stundum óstöðvandi, heldur og upp úr lungum, niður úr þörmum, upp úr maga og gegnum þvagrásina" (15). Þórði varð einnig tíðrætt um hina illskeyttu lungnabólgu sem hann greindi hjá tæplega fjórðungi sjúklinga. „En svo þungt lungnakvef, svo tíðar lungnabólgur sem í þess- ari sótt hefi eg aldrei séð. [...] Lungnabólgan kom þótt menn lægju kyrrir í rúmunum og gættu allrar varúðar. Og þótt lungnabólgan rénaði, fór hjartað að ólmast, hræðsla greip menn og kvíði, þyngsli komu og andarteppa, menn bólgnuðu í andliti, á höndum og fótum og köfnuðu að lokum" (15). Mynd 6 sýnir aldur og kyn sjúklinga Þórðar sem hann greindi með lungabólgu. Enn á ný kemur hér fram ótrúlega há tíðni innan aldurshópsins 20-40 ára og fengu marktækt fleiri á því aldurs- bili lungnabólgu en þeir sem yngri voru eða eldri (165/603=26,4% borið saman við 127/629=20,2%, fyrir alla aðra aldurshópa, OR=l,49; 95% CI:1,14- 1,94; p=0,0032). Þessu til viðbótar vekur athygli að lungnabólgan virtist oftar vera banvæn hjá körlum en konum (23/151 karla borið saman við 10/141 kvenna, OR=2,35; 95% CI:1,08-5,14; p=0,0407). Á móti kemur að sú birtingarmynd sem hann nefndi septísk infektíon eða septísk eitrun virtist vera algengari meðal kvenna og kom helst fram meðal þeirra sem voru á barneignaaldri, en munurinn á konum og körlum var þó ekki marktækur (22/36 af öllum dauðsföllum meðal kvenna samanborið við 18/41 dauðsfalla meðal karla) (15). Þórður nefnir einnig önnur sérkenni sótt- 400 350 300 250 200 150 100 50 0 [h Siúklinaar \ — — — — m 1 ■ - 28.- 1.- 6.- 11.- 16.- 21,- 26.- 1.- 31.10 5.11 10.11 15.11 20.11 25.11 30.11 6.12 Dagar Mynd 4. Stígandi spænsku veikinnar í Reykjavík skv. gögnum Þórðar Thoroddsen (15). Veikin barst til bæjar- ins þann 19. október. Þórður sá sinn fyrsta sjúkling þann 28. október og síðan varð hröð aukning áfjölda ný- greindra sjúklinga fram í miðjan nóvember ogfjaraði síðan jafnhratt út. Þessar niðurslöður Þórðar má nota til að reikna smitstuðul veir- unnar (RJ (12). LÆKNAblaðið 2008/94 741
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.