Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 51
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR HEILBRIGÐISSVIÐ HÍ dósentar í 37% starfi heldur hafi eina stöðu sem tekur til beggja stofnana og felur hvorttveggja í sér, klíník og kennslu. Þessu til viðbótar má spyrja hvernig við búum til tíma fyrir sérfræðingana til að sinna meira kennslu og rannsóknum. Það held ég að felist í betra skipulagi innan spítalans, menn skipti meira með sér verkum, stjórnunarleg ábyrgð sé færð meira á hendur þeirra sem stjórna einstökum einingum innan spítalans og sú krafa gerð til þeirra að menn geti losað sig úr klínískum störfum til að sinna rannsóknum eða kennslu. Þetta er gert annars staðar og hví skyldi það ekki vera gert hér líka. Ég er sannfærður um að þetta er hægt með betra skipulagi en nú er. Þá loks má spyrja um allar stofumar og göngudeildirnar sem læknar eru að sinna ofan á allt annað og þetta hafa menn stundum nefnt sem eina ástæðu þess að treglega hefur gengið að gera Landspítala að því háskólasjúkrahúsi sem hann sannarlega á að vera. Ég veit ekki hvort það er rétt en hitt veit ég að það er alveg nauðsynlegt að læknar sinni ekki bara rúmliggjandi sjúklingum. Ég vil hins vegar sjá sem mest af þessari þjónustu undir hatti spít- alans og þannig náum við að skapa það fjölþætta spítalaumhverfi sem hæfir háskólasjúkrahúsi." Sóknarfæri í núverandi stöðu Það er kannski ekki hluti af þínu starfi að hugsa um kaup og kjör heilbrigðisstarfsfólks en mig langar samt að heyra hvort þér þyki ekki mótsagnakennt að leggja ofuráherslu á góða menntun og ítarlega þjálfun, tala jafnvel um besta heilbrigðisstarfsfólk í heimi, og launa það svo ekki að verðleikum þegar út í starf er komið. „Þetta er auðvitað mótsagnakennt en um leið algjörlega pólitísk spurning og því ekki á mínu valdi að svara. Stjórnvöld verða auðvitað að svara þessu ef ætlunin er að halda úti þjónustu af þeim gæðum sem talað er um. Það er einnig ljóst að ein af leiðunum til að tryggja sér öflugasta fólkið er að launa því vel. Það er ekki eina leiðin en klárlega ein af þeim. Þetta hefur líka áhrif á námsval ungs fólks og þótt heilbrigðisgreinar höfði til hugsjóna og samkenndar með manneskjunni verðum við að gera okkur grein fyrir því að til að halda góðu fólki í akademíunni skipta kaup og kjör miklu máli. Það er alveg ljóst að við uppskerum einsog við sáum í þessu efni. Gott dæmi er reynsla Finna sem gengu í gegnum efnahagsþrengingar fyrir 20 árum og þurftu að skera niður víða í samfélaginu nema í rannsóknum og menntun. Þar héldu þeir sínu striki og bættu frekar í. Það er alveg á hreinu að þeir uppskera nú margfalt af þeirri sáningu. Ég ætla að vona að við berum gæfu til hins sama einmitt núna. Ef það fyrsta sem okkur dettur í hug er að skera niður menntun og rannsóknir förum við áratugi aftur í tímann. Ég vona svo innilega að sú leið verði ekki fyrir valinu. Það felast tækifæri í okkar stöðu. Galdurinn er að sjá þau og nýta þau." Velkomin til Danmerkur ( samvinnu við danskar heilbrigðisstofnanir hefur Daniajob verið falið að kanna hvort einhverjir íslenskir læknar gætu hugsað sér að sækja um þau margvíslegu störf sem í boði eru í Danmörku. Áhugasamir þurfa aðeins að senda tölvupóst með nafni og menntun á info@daniajob.dk titlað starf. í framhaldi af þeim upplýsingum verður haft samband við viðkomandi og farið verður yfir þær stöður sem í boði eru. [ byrjun 2009 mun Daniajob skipuleggja ferðir umsækjanda til Danmerkur þar sem haldnir verða fundir með umsækjandum og yfirmönnum þeirra stofnana sem teljast áhugaverðar. Ferðin til Danmerkur er viðkomandi að kostnaðarlausu. Farið er með allar upplýsingar og samskipti sem trúnaðarmál. info@daniajob.dk J LÆKNAblaðið 2008/94 763
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.