Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 50
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR HEILBRIGÐISSVIÐ HÍ Þetta mun taka tíma. En nokkrar leiðir má nefna sem strax eru færar. Það er ljóst að heilbrigð- issvið nær ekki flugi nema þetta takist. í fyrsta lagi að setja upp sameiginlega sviðsskrifstofu þar sem allar helstu ákvarðanir og skipulagsmál eru ákveðin. Það er einnig tiltölulega auðvelt að ná samlegð í kennslu þar sem mörg fög eru sam- eiginleg mörgum greinum, sérstaklega í grunn- greinunum, þetta hefur verið gert og var reyndar meira um þetta hér í eina tíð en undanfarin ár en þetta er klárlega eitt af því sem ganga má í að skipuleggja betur. Þetta er ekkert nýtt í sjálfu sér, Helgi Valdimarsson prófessor talaði mikið fyrir þessu fyrir um aldarfjórðungi og talaði þá um heilbrigðisvísindaskóla. Annar mikilvægasti póst- urinn í starfi lifandi háskóla eru rannsóknir. Og þar getum við aukið þjónustu sviðsins til muna, sett upp eins konar rannsóknaþjónustustöð, fyrir kennara, doktorsnema og aðra nemendur sem vinna að rannsóknum á vegum deildanna. Þarna væri nemendum veitt aðstoð við að ganga frá texta greina, þjónusta við úrvinnslu tölfræðilegra upp- lýsinga. Með þessu er ég ekki að tala um að fella allar rannsóknarhugmyndir í sama farið, heldur hvetja markvisst til rannsókna og veita faglega og tæknilega aðstoð við vinnslu þeirra. Þjónustan felst líka í því að veita kennurum aðstoð við prakt- ísk atriði eins og samsetningu prófataflna, raða niður tímum, skipuleggja námskeið, undirbúa fyr- irlestra. Allt í rauninni til þess að fagfólkið nýtist best í það sem það kann best, að kenna sérgreinar sínar. Um þetta allt saman tel ég að auðvelt sé að ná samstöðu. Þá sé ég líka möguleika í því að ráða kennara til kennslu í fleiri en einni grein. Það er ekkert sem mælir gegn því að sami kennari kenni hjúkrun og sálfræði, eða læknisfræði og lyfjafræði svo eitthvað sé nefnt. Við eigum einnig að nýta í fleiri greinum möguleikana sem felast í því að kennarar séu starfandi fagmenn utan háskól- ans. Það er algengt að læknar séu bæði starfandi á Landspítala og kenni við læknadeild en þetta getum líka gert í hjúkrun, tannlækningum, sál- fræði og matvælafræði. Jafnframt að tengja há- skólastöðurnar við fleiri stofnanir en Landspítala. í heilsugæslunni eru um 80-90% af öllum sam- skiptum i heilbrigðisþjónustunni og þar eru mikil sóknarfæri. Ekki má heldur gleyma kragastofn- unum og sjúkrahúsinu á Akureyri. Á öllum þess- um stofnunum getum við nýtt okkur þekkingu og kennslugetu mun meira en nú er." Þríþætt hlutverk heilbrigðisstarfsfólks Sigurður færist allur í aukana og engin leið að efast um að þar fari ekki réttur maður í hið nýja starf. „Við megum auðvitað ekki gleyma aðalmark- miðinu sem er að mennta áfram gott heilbrigð- isstarfsfólk. Það þarf að geta sinnt jafn vel hinu þríþætta hlutverki sínu. Að sinna veiku fólki, að búa til nýja þekkingu með rannsóknum og miðla þekkingunni til nýrra kynslóða. Fjórði þátturinn er einnig til og það er hið samfélagslega hlutverk heilbrigðisstarfsfólks. Þar gegnir háskólinn mik- ilvægu hlutverki í miðlun upplýsinga til almenn- ings svo fólk geti sinnt heilsu sinni og farið eins vel með hana og kostur er hverju sinni. Þetta er auðvitað í samræmi við það sem háskólinn hefur gert markvisst undanfarin ár með tengslum sínum við atvinnulífið og samfélagið í heild sinni." Sérðu fyrir þér breytingu á inntaki námsins í ein- stökum greinum? „Læknanámið hefur verið í þróun og tekið breytingum á undanfömum tveimur áratugum. Þar hefur kannski athyglin að undanförnu beinst að tímasetningu ákveðinna greina innan náms- ins. Hvenær sé heppilegast að kenna stóru fögin svokölluðu, lyflækningar og skurðlækningar. Meginmarkmiðið hvað læknisfræðina varðar er að auka valfrjálsa tímann og minnka kjarnann. Við erum núna með of mikið njörvað niður í kjarnann og eigum að losa um það. Tilgangurinn er tvíþætt- ur, að geta bætt við nýjum áherslum í kjarnann og um leið boðið upp á meira val. Ég þekki því miður ekki jafn vel til í hinum deildunum en þetta er eitt af því sem ég mun skoða mjög vandlega hvort ekki eigi við að meira eða minna leyti í öllum greinum innan sviðsins." Samstarfið við Landspítala sem kennslusjúkra- hús hlýtur að gegna lykilhlutverki í framtíð- aráformum um heilbrigðissvið Háskóla íslands. „Það er eitt af stóru verkefnunum að efla Landspítala sem háskólasjúkrahús. Ég hef verið viðloðandi Landspítalann alveg frá því ég kom heim frá Bandaríkjunum 1985 og ætla að leyfa mér að segja að okkur hafi ekki enn tekist að búa til alvöru háskólasjúkrahús. Eflaust eru einhverjir á annarri skoðun. Við erum enn ekki komin með stofnun þar sem kennslan er hluti vinnunnar og vinnan hluti kennslunnar. Fyrir þessu eru margar ástæður þó sannarlega hafi Landspítali eflst á mörgum sviðum en í mínum huga er alveg Ijóst að tengsl háskólans og spítalans þarf að efla til muna frá því sem nú er. Þetta þarf að gerast á öllum stigum, ekki síst yfirstjórn beggja stofnana og ég held að styrkur háskólans hafi vaxið með hinu nýja heilbrigðissviði. Þetta þarf líka að gerast á gólfinu og þar eru tvær leiðir færar. í fyrsta lagi að fjölga kennslustöðum meðal klínískra sérfræð- inga á spítalanum; þeir fái háskólatitil sem eykur kröfur til þeirra um hlutverk sem kennarar og vísindamenn. Samhliða þessu vil ég fella niður prósentuhlut hinna ýmsu starfa, að menn séu ekki 762 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.