Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 18
■ FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR (1). Aðildarríki Evrópusambandsins, auk íslands, Noregs og Liechtenstein, hafa gert samkomulag um rafræna heilbrigðisþjónustu með aðgangi að sjúkraskrám og sendingu lyfseðla án landamæra hvar sem er í Evrópu (14). Fjarþjónustan breiðist ört út, skilar hvað mestu í dreifbýlið og þjónustu sem annars hefði ekki verið sinnt (15). Rafræn heilbrigðisþjónusta á íslandi er lakari en hjá mörgum þjóðum þrátt fyrir vaxandi tölvu- og netnotkun með tölvur á 92% heimila landsins og net hjá 88% árið 2008 (N=1630, 79% svörun) og almennri notkun aðgangslykla að heimabanka (16) . Alþjóðlegar mælingar 2006-2007 á almennri nýtingu upplýsingatækni sýndu Dani, Svía og Finna í forystu en ísland einu Norðurlandaþjóðina sem dróst aftur úr miðað við fyrri mælingar (17) . Gagnvirk heilsufarskerfi geta bætt lífsgæði almennings, lágmarkað byrði sjúkdóma og styrkt sjálfshjálp öryrkja og langveikra (10,18). Notendur telja þau auka öryggi sitt og skilning á eigin heilsufari (8, 9, 10, 18), þeir eflist, verði betur upplýstir og áhrifameiri (8). Engar rannsóknir eru til um afstöðu almenn- ings á íslandi til aðgangs að eigin heilbrigðis- upplýsingum og þjónustu á netinu. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna skilning, viðhorf og óskir Islendinga um aðgang að eigin heilbrigð- isupplýsingum og þjónustu TR á netinu. Tilgátur voru settar fram um marktækan mun á sjónarmið- um öryrkja með >75% örorkumat og annarra ís- lenskra þegna með rétt til almannatrygginga. Aðferð Gerð var könnun með lýsandi sniði og póstsendum spurningalista, þar sem bornir voru saman tveir hópar: 1) öryrkjar sem voru örorkulífeyrisþegar Tafla 1. Fjöldi og hlutfall þátttakenda - hópar, aldur, kyn. Hópar Aldur Karlar Konur Fjöldi Hlutfall® <= 30 ára 6 12 18 8,6% H1 31-40 ára 8 19 27 12,9% Öryrkjar 41-50 ára 17 36 53 25,4% 48,7% 51-60 ára 26 32 58 27,7% 61-67 ára 20 33 53 25,4% H1 - Samtals 77 132 209 100,0% <= 30 ára 16 30 46 20,9% H2 31-40 ára 20 32 52 23,7% Aðrir 41-50 ára 25 38 63 28,6% þegnar 51-60 ára 22 17 39 17,7% 61-67 ára 9 11 20 9,1% H2 - Samtals 92 128 220 100,0% Allir samtals 169 260 429 Hlutfall kynja 39,4% 60,6% 100,0% a) Hlutfall aldurshópa. með >75% örorkumat og fengu örorkulífeyri samkvæmt almannatryggingalögum á íslandi, samtals 11.272 (Hl) og 2) aðrir með rétt til almannatrygginga sem hér nefnast aðrir þegnar, samtals 172.468 (H2). Heildarþýðið var allir íslendingar, 16 til 67 ára, búsettir á íslandi, alls 183.740 einstaklingar. Úrtakið var 1400 manns sem skiptist í tvo 700 manna hópa (H1 og H2). Starfsmaður TR framkvæmdi slembival í hópana samkvæmt verklagsreglum. Spurningalistar til hópanna voru aðgreindir með mismunandi litum til að fyrirbyggja rangflokkun og sá fyrirtækið Umslag ehf. um aðskildar póstsendingar til hópa samkvæmt skráðum fyrirmælum. ítrekunarbréf voru send öllum þátttakendum tveimur vikum síðar. Mælitækið var, að fengnu leyfi höfunda, byggt að hluta til á rannsókn (8) um viðhorf, skilning og óskir notenda heilbrigðisþjónustu við hörtnun og innleiðingu rafræns aðgangs notenda hjá heilsu- gæslu í Oxford. Spurningar voru samtals 56, nafn- breytur og raðbreytur, sem voru fullyrðingar með fimm svarmöguleikum, frá sammála til ósammála. Spurt var um aldur, kyn, fjölda heimilismanna og búsetu, aðgengi og notkun tölvu og nets, sam- skipti við TR og reynslu af aðgangi að eigin heil- brigðisupplýsingum. Raðbreytuspumingar tóku til aðgangsréttinda að eigin heilbrigðisupplýs- ingum, aðgangs að eigin heilbrigðisupplýsingum og þjónustu TR á netinu. Einnig var spurt um þjónustuþætti TR og æskilega staðsetningu al- menningsaðstöðu netaðgangs. Mælitækið ásamt fylgibréfi var forprófað á blönduðum hópi 11 þátttakenda á aldrinum 25-60 ára. Starfmenn TR veittu einnig aðstoð við mælitækið með yfirlestri og ráðgjöf. Gagnasöfnun var framkvæmd frá miðjum nóvember 2004 fram í janúar 2005 að fengnu leyfi Vísindasiðanefndar (VSNb2004100005/03- 1) og tilkynningu til Persónuverndar. Svörum þátttakenda með 50% auð gildi eða meira var eytt, eftir það höfðu allir yfir 85% gildar breytur. Tölfræðileg úrvinnsla var unnin í SPSS forriti útgáfu 13,0. Lýsandi tölfræði var notuð á allar breytur og kí-kvaðratpróf með Pearson's prófi fyrir marktækni á hlutfallslegan mun raðbreyta miðað við H1 og H2, lýðfræðibreytur og netnotkun. Raðbreytuspumingar voru flokkaðar efnislega í sex flokka með þremur til sjö spurningum og gert Wilcoxonpróf með forritinu R, útgáfu 2.6.0, til að greina mun spumingaflokka gagnvart H1 og H2, búsetu og netnotkun. Öryggismörk fyrir marktækni vom 95%. Svarhlutfall innan hópa var vegið miðað við fjölda í þýði og vegið svarhlutfall notað fyrir útkomu á heild, þar sem hópar öryrkja og annarra þegna voru misstórir. Þáttagreining 730 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.