Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 62
■ UMRÆÐUR O G FRÉTTIR SPÆNSKA VEIKIN voru barbitúrsýrusambönd orðin ríkjandi róandi lyf og svefnlyf. Fyrsta lyfið í þessum flokki, sem lengi var mikið notað, var díemal (Veronal®). Það kom fyrst á markað árið 1903 og með vissu var farið að nota það hér 1915 (25). Umræða *Þessar aðgerðir gætu að miklu skýrt að færri dóu 1918-1919 en í skæðum inflúensufarsóttum á fyrri tíð. Skrif Þórðar Thoroddsens um spánsku veikina og fyrri inflúensufaraldra eru merkilegt framlag til læknisfræðilegrar sögu á fslandi. Hann var þar að auki óvanalega fjölvirkur eða breiðvirkur maður. Af skrifum Steingríms Matthíassonar má ráða, að vel hafi tekist til að verja Norðurland og Austurland og einnig Skaftafellssýslur fyrir spánsku veikinni. Bæði á Akureyri og í Vík sátu atkvæðamiklir sýslumenn. Sennilega hefur sóttvömin haldist vegna festu þeirra og framkvæmdavilja, þótt læknar legðu vissulega á ráðin um varnaraðgerðir.* í Reykjavík, þar sem spánska veikin var ótvírætt verst, má undrast hve yfirvöld vom sofandi og sein með aðgerðir gegn veikinni. Hverjar sem hvatir Lámsar H. Bjamasonar kunna að hafa verið til þess að ganga fram fyrir skjöldu, er ljóst að það var hans einkaframtak, eins og nú kallast af bestu gerð. Ég skynja Lárus ákveðinn, stjórnsaman og þolgóðan embættismann, sem með hjálp einstaklinga og styrk stjómvalda lyfti grettistaki á ögurstund. Frumkvæði Lámsar að stofnun og starfi hjúkr- unamefndarinnar 1918 virðist vera einstætt. Á íslandi er mikil ævisagnagerð og ævisögumar renna á markað nær sem af færibandi. Engu að síður hefur enginn skrifað um ævistarf Lárusar H. Bjarnasonar og er það sannarlega miður. Það hefur að mínu viti alltaf verið hljótt um óeigingjamt starf Thors Jensens í spánsku veikinni 1918. Thor var athafnamaður af þeirri stærð, að hann hlaut að vera umdeildur og ýmsum því án efa lítt gefið um að halda góðverkum hans á loft. Sjálfur var hann sama sinnis eins og áður er að vikið. Engu að síður hefur verið hljóðara um þessar miklu matargjafir en sanngjarnt er. Því er málinu hreyft hér. Ekki verður skilist við þetta efni án þess, að minnst sé á áfengislækningar, sem Kristensen gerir svo lifandi að umtalsefni í minningum sínum frá spánsku veikinni í Reykjavíkurapóteki (19, 20). Áfengi má vissulega nota til Iækninga, en það er þá notað nær undantekningarlaust í litlu magni. Það sýnist vera alveg út í hött að ávísa Ví> 1 af koníaki eða 250 ml af sterkum spíritus mikið veiku fólki. Sem betur fer em áfengislækningar eins og tíðkaðar vom í spánsku veikinni nú löngu liðin tíð. Um persónuupplýsingar er einkum stuðst við Lækna á íslandi (3.útg. 1984), Lögfræðingatal 1736-1950 og Alþingismannatal 1845-1975. Þakkarorð Samverkamanni mínum, dr. Kristínu Björgu Guðmundsdóttur, er þökkuð aðstoð við vinnslu textans. Cand. pharm. Erling Edwald og cand. pharm. Jóhannesi F. Skaftasyni er þökkuð útvegun lyfjasýnishorna í Lyfjafræðisafninu í Nesi. Óttari Kjartanssyni, kerfisfræðingi, er þökkuð end- urtaka myndar 4 og taka myndar 6, og Kristínu Hauksdóttur, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, er þakkað fyrir útvegun tveggja mynda (myndir 3 og 5). Þá er Védísi Skarphéðinsdóttur, ritstjórnarfull- trúa, þakkað fyrir aðstoð við endanlegan frágang texta og útvegun tveggja mynda (myndir 1 og 2). Heimildir 1. Ásgeirsson V. „Engill dauðans". Spænska veikin á íslandi 1918-1919. Saga 2008; XLVI: 1: 76-114. 2. Einarsson G. Spanska veikin. Læknablaðið 1918; 4: 166-71. (Ritgerðin er dagsett í Osló 11.11.1918). 3. Taubenberger JK, Reid AH, Lourens RM, Wang R, Jin G, Fanning TG. Characterization of the 1918 influenza virus polymerase genes. Nature 2005; 437: 889-93. 4. Information frán Lákemedelsverket 2007; 5:12-30 (Behandling och profylax av influensa med antivirala medel- Uppdaterad behandlingsrekommendation). 5. Briem H. Hættan á heimsfaraldri af völdum inlúensu A og viðbúnaður við honum. Læknablaðið 2006; 92: 93. 6. Brytting M. Behandling och profylax av influensa med antivirala medel - Bakgrunns-dokumentation. Fágel- influensa (H5N1) - epidemiologi, klinik och antiviral behandling. Information frán Lákemedelsverket 2007; 5: 31- 8. 7. Guðmundsson S. Inflúensa, quo vadis? Læknablaðið 2008; 94:9-11. 8. Thoroddsen ÞJ. Inflúensan fyrr og nú. Læknablaðið 1919; 5: 17-23, 33-36 og 74-79. (í síðasta hluta greinarinnar er haft „z" í „inflúensa"). 9. JJ, GH. Þórður Jónas Thoroddsen. Læknablaðið 1940; 26: 28-30 (G. H. er án efa Guðmundur Hannesson, en um J. J. er verra að geta sér til). 10. Waage E. Lifað og leikið. Minningar. Bókfellsútgáfan hf., Reykjavík 1949: 52,160-1, 228-9. 11. Matthíasson S. Den spanske syge paa Island. Epidemiens begrænsing, dens forspil samt dens efterdonninger. Hospitalstidende 1920; 63: 65-71. 12. Þórðarson Þ. Æfisaga Árna prófasts Þórarinssonar IV. Á Snæfellsnesi. Helgafell, Reykjavík 1948: 222-53. 13. Einarsson I. Sjeð og lifað. Endurminningar. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavík 1936: 426-49. 14. Ólafsson BÞ. Neyðarhjálp í spænsku veikinni 1918. Saga 2008; XLVI: I: 209-15. 15. Pétursson JB. Bóndinn og bílstjórinn Meyvant á Eiði. Bókaútgáfan Öm og Örlygur hf., Reykjavík 1975: 39-44. 16. Stefánsson V. Thor Jensen. Framkvæmdaár. Minningar II. Bókfellsútgáfan hf., Reykjavík 1955:196-8. 17. Stefánsson V. Menn og minningar. Fimmtíu þættir. Bókfellsútgáfan hf., Reykjavík 1959. (Ur sögu Reykjavíkur apóteks: 16-26). 18. Friðriksson G. Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar 1870-1940. Síðari hluti. Iðunn, Reykjavík 1994: 41-2. 19. Kristensen A. Nogle erindringer fra Reykjavíkur apótek under "den spanske syge" i november '18. Tímarit um lyfjafræði 1968; 3: 3-4. 20. Kristensen A. Þá kostuðu 10 ml af Hoffmannsdropum 25 aura. Tímarit um lyfjafræði 1972; 7: 36-9. 21. Roberts II LJ, Morrow JD. Para-aminophenol derivatives: Acetaminophen. í: Goodman & Gilman's The Pharmacological Basis of TTrerapeutics (Eds. Hardman JG, Limbird L og Gilman AF). McGraw-Hill. New York 2001: 703-5. 22. Jóhannesson Þ. Aspirín. Acetýlsalicýlsýra og önnur salílyf. Læknablaðið 2000; 86: 755-68. 23. Moller KO. Farmakologi. Det teoretiske grundlag for rationel farmakologi. Nyt nordisk forlag Arnold Busch. Kobenhavn 1958: 342-3. 24. S. Bj. Eitruneftirstórarkamfóruinnspýtingarviðlungnabólgu. Læknablaðið 1920; 6: 186. (Höfundur er án efa Sæmundur Bjamhéðinsson, sem var yfirlæknir Holdsveikraspítalans í Laugamesi). 25. Jóhannesson Þ, Stefánsson H, Bjamason Ó. Dauðsföll af völdum barbitúrsýrusambanda. Læknablaðið 1973; 59: 133- 43. 774 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.