Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2008, Qupperneq 26

Læknablaðið - 15.11.2008, Qupperneq 26
F R Æ Ð I G R E I Y F I R L I T N A R Nýlega hefur verið birtur bókarkafli á ensku um faraldurinn á íslandi (11) og vísindagrein sem fjallar um ættlægni dauðsfalla af völdum veikinn- ar (12). Tvær sagnfræðilegar greinar hafa einnig birst nýlega, annars vegar allítarleg yfirlitsgrein (13) og hins vegar styttri grein um neyðarhjálp í Reykjavík (14). Nú eru 90 ár liðin frá því að önnur bylgja spænsku veikinnar barst til íslands. Hér er þessum faraldri lýst með vísan til íslenskra samtímaheim- ilda (15, 16) og gerð tilraun til að draga af þeim nokkum lærdóm. í greininni er skömn við efni sem birst hefur áður á ensku (11, 12). Ljóst er að spænska veikin er áhugaverð frá fjölmörgum sam- félagslegum og líffræðilegum, sjónarhornum, og mætti hafa langt mál um hvert fyrir sig. Eðli máls samkvæmt eru áherslur hér fyrst og fremst lækn- isfræðilegar. Efniviður og aðferðir Greinargóðar lýsingar lækna á spænsku veikinni á íslandi vom yfirfarnar (15,16), auk frétta og greina sem birtust í Morgunblaðinu (17-23), (tölublöð frá 1918, sjá http://timarit.is/mbl/). Hluti af niðurstöðum Þórðar Thoroddsen sem birtust í Læknablaðinu (15) er hér sýndur í töflum og gröfum. Upplýsingar um mannfjölda, fæðingar og dán- artíðni voru skoðaðar fyrir tímabilið 1915-1923, úr gögnum Hagstofu íslands, sjá www.statice.is Fishers exact próf og útreikningur á 95% örygg- ismörkum var notaður til samanburðar á hópum í grein Þórðar Thoroddsen (15). Niðurstöður Árið 1918 var ísland bændasamfélag en nálægt 60% af 91.633 íbúum landsins bjuggu í dreifbýli og hin 40% í þéttbýliskjörnum. Fyrsta bylgja inflúens- unnar barst í júlí 1918, en einkenni veikinnar vom yfirleitt væg. Önnur bylgja inflúensu barst til landsins dagana 19. og 20. október með skipveij- um á Botníu og Willemoes. Lýsing á spænsku veikinni í Morgunblaðinu Að morgni 21. október 1918 gat að líta svohljóð- andi frétt í Morgublaðinu: „Farþegar, sem hingað komu með „Botníu" í fyrradag segja frá því, að spanska veikin hafi mjög verið að magnast í Kaupmannahöfn dagana áður en „Botnía" fór þaðan. Legst veikin nú þyngra á menn en áður og fjöldi manna hefir dáið úr henni eða afleið- ingum hennar. Frá Svíþjóð kemur sú fregn, að þar hefðu 35 þús. hermanna tekið veikina" (17). Á öðrum stað í blaðinu er stöðu mála á meginland- inu lýst: „í síðustu viku dóu 700 menn úr henni [spænsku veikinni] í París og vikuna þar á undan 400." (18). Þann 25. október lesa borgarbúar um að Kaupmannahafnarháskóla hafi verið lokað og far- aldurinn sé sennilega sá versti í Danmörku síðan 1863 (19). íbúar Reykjavíkur tóku að viðra áhyggj- ur sínar opinberlega tveimur dögum síðar: „Það em ófagrar fréttir, sem koma af „spönsku veik- inni" erlendis. - Hún geisar um alla Norðurálfuna eins og logi yfir akur og er nú orðin svo skæð, að hún leggur þúsundir manna í gröfina. [...] í sumar var veikin miklu vægari, og þá barst hún hingað. Voru engar ráðstafanir gerðar til þess að verjast henni, enda var hún þá ekki talin hættuleg. Nú er öðru máli að gegna. En hvað er gert hér? Ekkert. Hingað koma menn með veikina, bæði frá Kaupmannahöfn og New York, og þeim er hleypt hér í land, eins og ekkert væri um að vera." (20). Sama dag má lesa fréttir af því að helmingur allra nemenda í Vélstjóraskólanum sé veikur og skóla- stjórinn líka (21). Af þessum sökum fóru ritstjórar blaðsins þess á leit við Guðmund Björnsson land- lækni að hann upplýsti almenning um veikina. Viðbrögð landlæknis Landlæknir brást vel við beiðni Morgunblaðsins og skrifaði fimm stuttar greinar um efnið sem birt- ust á síðum blaðsins (22-26). Fyrsta greinin birtist þann 29. október, en þar segir hann: „„Spanska pestin" er ekki ný bóla, hún er gamalkunnur sjúkdómur, sem um langan aldur hefir gengið undir nafninu influenza" (22). Landlæknir bætti því síðan við að ekkert væri hægt að gera til að stöðva útbreiðslu veikinnar og byggði það á reynslu grannþjóðanna. „Og það er fljótsagt, að engin af öllum þjóðum Norðurálfunnar hefir séð sér fært að verja henni land eða stöðva útbreiðslu hennar innanlands" (24). Glögglega má sjá að andstaða landlæknis við hugmyndir um sóttkví eða einangrun landsins byggðist á reynslunni af fyrstu bylgju veikinnar sem kom til landsins í júlí: „Því er áður lýst að influenzan barst hingað til landsins í júlímánuði, frá Englandi, og hefir síðan hvað eftir annað komið á skipum bæði frá Englandi, Danmörku og Vesturheimi. En hún hefir alt til þessa farið sér hægt og verið væg" (25). Daginn eftir ítrekar landlæknir þetta mat sitt og vísar til héraðslæknisins í Reykjavík: „Og í dag, 31. október, hefir héraðslæknir tjáð mér, að um 80 manns liggi nú, sem læknar bæjarins vita af. Og þar með fylgir sú frásögn læknanna, að veikin sé yfirleitt væg, hagi sér alveg eins og influenza er vön að gera ..." (26). Greininni lýkur á eftirfar- andi orðum: „Eg býst ekki við því að hún Katla gamla tæki miklum stakkaskiftum þó farið væri að kalla hana þýsku Boggu eða dönsku Siggu, - víst er um það, að Influenzan er sjálfri sér lík, er 738 LÆKNAblaðið 2008/94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.