Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 22
■ FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR gæta. Reynsla öryrkja af heilbrigðisþjónustu var mun meiri en annarra þegna og þeir höfðu minni reynslu af notkun tölva. Þessir þættir gætu hafa valdið röskun (confounding) niðurstaðna og upp- lýsingaskekkju (23). Óvissa var um viðbrögð við lítt þekktu viðfangsefni enda skilningur á aðgang- sréttindum mun minni en erlendar rannsóknir sýna (8, 9). Það að fleiri öryrkjar en aðrir þegnar og fleiri konur en karlar höfðu beðið um aðgang er vísbending um mikilvæga markhópa. Hlutfall kvenna (60%) sem tóku þátt í þessari rannsókn miðað við karla (40%) var svipað og komið hefur fram í öðrum rannsóknum (8, 9,11). ísland hefur dregist aftur úr í hagnýtingu upplýsingatækni þrátt fyrir markvissa vinnu undanfarin ár (17). Úttekt Capacent ráðgjafar á framkvæmd íslensku upplýsingastefnunnar segir heilbrigðismál eins og heilbrigðisnet, rafræna sjúkraskrá og markmið TR gagnvart almenningi hægfara (22). Alvarlegast er að rafræn sjúkraskrá skuli þróast aðskilin milli stofnana þrátt fyrir að ljóst sé að skortur á yfirsýn vegna margskiptra heilbrigðisupplýsinga skapi hættu. Læknar fá fyrir vikið ádeilur um samskiptaleysi sem tengist fremur skorti á aðgangi að upplýsingum og upp- lýsingaflæði. Ein samfelld sjúkraskrá fyrir hvern einstakling er brýnt viðfangsefni í íslenskri upp- lýsingatækni, ekki síst til að tryggja öryggi not- enda og auðvelda gæðaþjónustu. Evrópusambandið ráðgerir að árið 2010 verði 5% af fjármunum til heilbrigðismála varið í rafræna heilbrigðisþjónustu (24). Niðurstöðurnar þarf að nýta við innleiðingu rafrænnar þjónustu með áherslu á úrræði fyrir langveika. Mikilvægt er að erlendar fyrirmyndir verði nýttar og fjarþjónustu komið upp fyrir landið (1, 15). Stefnubreytinga er þörf til að ná fram sem mestu öryggi, gæðum og virkni starfseminnar (3). Vekja þarf áhuga almenn- ings og skilning, greina frekari áhrifaþætti og kanna viðhorf heilbrigðisstarfsmanna. Markmið um að efla sjálfshjálp og forvarnir eru hér verðugt og löngu tímabært verkefni, þar sem ánægja og virkni notenda eru meginforsenda árangurs heil- brigðisþjónustu. Lokaorð Rafræna byltingin er af ýmsum talin ein mikilvæg- asta bylting heilbrigðismála og þjónar tugmillj- ónum notenda um allan heim. Skýr framtíðarsýn og stefnumarkandi ákvarðanir um sameiginlegan tilgang á landsvísu eru þar megin forsendur framfara (3). Rannsóknar- og þróunarmiðstöð þar sem hið opinbera og einkaaðilar sameinast um þróun rafrænnar heilbrigðisþjónustu á lands- vísu og eina samfellda sjúkraskrá fyrir hvem einstakling væri þar mikilvægt skref til farsælla lausna. Gera þarf átak til að einfalda þjónustu- form, bæta lífsgæði og tryggja öryggi íslenskra þegna með fjarskiptalausnum. Efla þarf sjálfshjálp almennings og ábyrgð á eigin heilsu með fræðslu- átaki, til að auka skilning á mikilvægi rafrænnar heilbrigðisþjónustu. Af mörgu er að taka varðandi rannsóknar- og þróunarverkefni. Þróun gagn- virks heilsufarskerfis er æskileg fyrir langveika með sjúkdóma eins og sykursýki, krabbamein og hjartasjúkdóma, til að styrkja sjálfshjálp, lágmarka byrði og bæta lífsgæði. Notendur virðast tilbúnir í rafræna þjónustu og trúa á mikilvæg áhrif þátttöku í eigin meðferð. Islendingar eiga að nýta það forskot að búa við bestu aðstæður tölvu- og netaðgangs sem gerast í heiminum í dag. Markmið stjómvalda um að auðga líf fatlaðra með nýjum fjarskiptalausnum er stórbrotið og ögrandi verkefni, þar er þörfin brýnust og ávinningurinn mestur. Rafrænni heilbrigðisþjónustu fylgja ótal möguleikar sem tryggja öryggi, gæði og skilvirkni árangursríkrar heilbrigðisþjónustu. Þakkir Aðilum sem styrktu verkefnið eru færðar þakkir: TR styrkti með beinum og óbeinum hætti og Fyrirtækjasjóður RANNÍS og B-hluti Vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga veittu styrki til rannsóknarinnar. / Skýringar á hugtökum Gagnvirk heilbrigðisþjónusta = Interactive Health Communication Heilsufarskerfi notenda = Consumer Health Informatics System (CHIS) Hugtakaréttmæti = Construct Validity Notandi heilbrigðisþjónustu = Health Care Consumer Rafræn heilbrigðisþjónusta = „e-Health" Rafræn heilsufarsskrá = Personal Health Record Upplýsingatækni á heilbrigðissviði = Health Informatics (HI) Upplýsingatækni notenda heilbrigðisþjónustu = Consumer Health Informatics (CHI) Heimildaskrá 1. Iakovidis I, Wilson P, Healy JC. Introduction: How we got here. In: Iakovidis I, Wilson P, Healy JC, ed. E-Health. Current Situation and Examples of Implemented and Beneficial E- Health Applications. IOS Press, Amsterdam 2004: vi-xiii. 2. Demiris G, Afrin LB, Speedie S, et al. Patient-centred applications: Use of information technology to promote disease management and wellness. A white paper by the AMIA knowledge in motion working group. J Am Med Inform Assoc 2008; 15: 8-13. 3. Beckjord EB, Finney Rutten LJ, Squiers L, et al. Use of the Intemet to communicate with health care providers in the United States: Estimates from the 2003 and 2005 Health Information National Surveys (HINTS). J Med Intemet Res 2007; 9: e20. www.jmir.org/2007/3/e20/ 4. Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997. 734 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.