Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 20
■ FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Tafla IV. Notkun, viðhorfog óskir miðað við hópa, búsetu og netnotkun Wilcoxonpróffyrir samanburð tveggja fiokka spurninga. 1) Hópar: Öryrkjar (n=213); Aórir þegnar (n= 2) Búseta: Stór-Reykjavíkursvæöi (n=220); 1 3) Notkun nets: Oft í viku eóa oftar (n=264); =221) .andsbyggð (n=212) Vikulega eöa sjaldnar (n =166) Flokkun spurninga: Hópar11 p-gildi Búseta21 p-gildi Notkun nets3’ p-gildi Notkun tölvu, nets og tölvupósts <0,000 <0,000 Eiga og vilja hafa aögang að eigin heilbrigðisupplýsingum e.m.a) <0,05 <0,01 Notagildi aðgangs að eigin heilbrigðisupplýsingum <0,000 e.m."> e.m."1 Notkun heilbrigðisupplýsinga <0,000 e.m.a) <0,05 Notkun aðgangs á netinu <0,05 <0,000 <0,000 Öryggi upplýsinga e.m.a) e.m."> <0,000 Rafræn sjúkraskrá e.m.a) e.m.a) <0,001 a) e.m.=ekki marktækt. að upplýsingum um börn sín. Vegið hlutfall þeirra sem töldu sig eiga að hafa aðgang á netinu og sýndu skilning á réttindum til aðgangs að eigin heilbrigðisupplýsingum var undir 50%, með marktækt hærra hlutfall öryrkja (59%, n=121) en annarra þegna (44,5%, n=97) með skilning (N=423, X~=12,49, p<0,05). Tafla III sýnir fullyrðingar um aðgang og notkun tölvu og nets með marktækt hærra hlutfall öryrkja en annarra þegna sammála eða mjög sammála. Við röðun raðbreytuspurnirtga í sjö efnisflokka (tafla IV) kom fram marktækur munur með Wilcoxon prófi á nokkrum flokkum um notkun, viðhorf og óskir eftir hópum, búsetu og netnotkun. Prófið sýnir ekki hvar munurinn liggur, en tafla II um tölvur og net sýnir mun á notkun öryrkja og annarra þegna. Kí-kvaðratpróf á stökum spurningum innan efnisflokka sýndi líka marktækt hærra hlutfall öryrkja í öllum sex spurningum flokks um notagildi aðgangs og fjórum af fimm um notkun heilbrigðisupplýsinga. Eins sýndu virkir notendur netsins marktækt hærra hlutfall í öllum fjórum spumingum um notkun aðgangs á netinu og íbúar Stór-Reykjavíkursvæðis marktækt hærra hlutfall en landsbyggðar í þremur. Frekari hneigð niðurstaðna var ekki sýnileg. Vegið hlutfall notenda með reynslu af að biðja um aðgang að eigin heilbrigðisupplýsingum var 11,5%, marktækt hærra hlutfall öryrkja en annarra þegna (N=431, XZ=25,72, p=0,000). Tæp 36% (n=23) þeirra sem svöruðu fengu aðganginn samdægurs, 17,2% (n=ll) innan viku, 18,8% (n=12) innan mánaðar, 12,5% (n=8) síðar og 15,6% (n=10) höfðu ekki fengið aðgang. í töflu V um viðhorf og óskir um rafrænan aðgang að þjónustu og upplýsingum hjá TR má sjá marktækan mun á öryrkjum og öðrum þegnum í fimm tilvikum af sjö. Nær allir þátttakendur vildu einn eða fleiri rafræna þjónustuþætti TR og yfirlit yfir greiðslur og réttindi hjá TR á netinu þegar þeir voru beðnir að velja. Marktækt hærra hlutfall öryrkja en annarra þegna óskuðu eftir tilteknum þáttum í þjónustu TR, þar með talið virkum rétti til bóta (tafla VI). Hærra hlutfall kvenna en karla óskaði eftir að sjá umsóknir um þjónustu og hærra hlutfall fólks á Stór-Reykjavíkursvæði en landsbyggð vildi sjá yfirlit yfir fengnar greiðslur (X"=4,98, p=0,026) og afgreidd mál hjá TR (X~=14,00, p=0,000). Vegið hlutfall þeirra sem höfðu samskipti við TR árlega eða oftar var 26%, marktækt hærra hlutfall öryrkja (62,8%, n=130) en annarra þegna (23,7%, n=52) (N=426, X2= 83,47, p=0,000). Marktækt hærra hlutfall íbúa á Stór-Reykjavíkursvæði en íbúa á landsbyggðinni (N=395, X2=5,36, p=0,021) vildi skoða eigin upplýsingar í heimilistölvunni, þegar valið var milli heilsugæslustöðvar, afgreiðslustaða TR, vinnustaðar eða bókasafns. Umræða Rannsóknin, sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Islandi, gaf í heild skýra lýsingu á sjónarmiðum þátttakenda og mun hjá öryrkjum og öðrum þegnum. Áberandi var hve tölvu- og netaðstaða öryrkja var mun lakari en hjá öðrum, munurinn var marktækur og líka ef miðað var við búsetu þátttakenda. Munur á öryrkjum og öðrum reyndist einnig marktækur á skilningi á aðgangsréttindum og mörgu um viðhorf og óskir um aðgang að eigin heilbrigðisupplýsingum og þjónustu TR á netinu. Munurinn var áberandi í þáttum um kosti og vilja til aðgangs. í heildina töldu um og yfir 90% að þeir ættu að hafa aðgang að eigin heilbrigðisupplýsingum og forráðamenn að upplýsingum um börn sín. Öryrkjar hafa meiri skilning, jákvæðari viðhorf og ákveðnari óskir um rafræna þjónustu en aðrir. Þeir þekkja kostina og virðast tilbúnir í slíka þjónustu. Niðurstöður öryrkja og fjárhags- og félagslega bágstaddra notenda í Colorado um aukinn skilning á eigin heilsufari voru áþekkar. Þó virðist sem öryrkja hér á landi skorti frekar skoðanir og þekkingu á möguleikum til að nota netið heima og í almenningsaðstöðu ef miðað er við sambærilegt þýði í Colorado. Hærri meðalaldur íslenskra öryrkja (50 ár miðað við 42 ár í Colorado) gæti samt haft áhrif og skýrt muninn (9)' Styrkur Islendinga felst fyrst og fremst í almennri tölvu- og netnotkxm. Sambærilegar niðurstöður frá Hagstofu fslands um tölvur og net á heimilum landsmanna styrkja rannsóknina (16) og niðurstöður um mun á öryrkjum og öðrum þegnum eru þar mikilvæg viðbót. Munur 732 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.