Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 58
U M R Æ Ð U R O G FRÉTTIR
S PÆ N S K A V E 1 K 1 N
Steingrímur Matthíasson (1876-1948)
var sonur Matthíasar Jochumssonar, prests og skálds, og
tengdasonur Þórðar Thoroddsen. Hann lauk læknaprófi við
Hafnarháskóla 1902. Var héraðslæknir í Akureyrarhéraði
1907-1936. Annaðist einnig kennslu við gagnfræðaskólann
á Akureyri. Sinnti talsvert skrifum i þágu skólafræðslu og
almenningsfræðslu. Gaf út: Heilsufræði. Alþýðubók og skólabók
(Akureyri, 1914). Skrifaði um spánsku veikina á dönsku 1920
(11).
’Rannsóknir í öpum með
1918-veiruna endurgerða
styðja þetta eindregiö
(sbr. Kobasa D, el al. Nature
2007:445: 319-23).
og gegnum þvagrásina ... Þetta er það, sem gerði
þessa inflúenzu-sótt svo einkennilega og ægilegri
en aðrar inflúenzu-sóttir, sem ég hefi séð". Þegar
þessi orð voru skrifuð hafði Þórður verið starfandi
læknir í þremur inflúensufaröldrum (1890, 1894
og 1900) áður en inflúensufaraldurinn 1918
kom til. í þessum fjórum faröldrum hafði hann
stundað samtals 2880 sjúklinga þannig að reynsla
hans af inflúensu var mikil. Það er því ótvírætt,
að inflúensan 1918-1919 hefur verið afar slæm’1’.
Auk inflúensueinkenna frá efri öndunarvegi,
beinverkja, sótthita o. 1. skar inflúensan 1918 sig
úr að því leyti, að lungnabólga og önnur einkenni
frá neðri öndunarvegi voru mun algengari.
Einkenni frá öðrum líffærum, sem alþekkt voru
í spánsku veikinni, benda einnig til sýklasóttar
(sepsis). Sýnir þetta að spánska veikin gat orðið
fjölkerfa sjúkdómur líkt og þekkst hefur síðar um
fuglainflúensutilfelli í mönnum (6).
Skrif Steingríms Matthíassonar
um inflúensuna 1918-1919
Steingrímur og aðrir læknar á Norðurlandi
urðu að því best verður séð brautryðjendur í
marktækum sóttvörnum hér á landi. Að undirlagi
þessara lækna og með atbeina Páls Einarssonar,
sýslumanns á Akureyri (og fleiri sýslumanna), og
fulltingi stjórnvalda tókst að varna annarri bylgju
inflúensunnar 1918 að berast um Norðurland og
MYND 3.
Lárus H. Bjarnason (1866-1934)
lauk lögfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1891. Varskipaður
sýslumaður Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 1894 og
prófessor 1911 (var í hópi fyrstu prófessora við H.Í.).
Varð hæstaréttardómari 1919 (sömuleiðis I fyrstu röð
dómara við réttinn). Lárus var einnig alþingismaður í
allmörg ár. Embættisferill lárusar var samkvæmt þessu
óvenjulega glæsilegur. Lárus hafði forgöngu um stofnun
hjúkrunarnefndarinnar í spánsku veikinni og var formaður
hennar. Séra Árni Þórarinsson hefur í ævisögu sinni langan
kafla um Lárus I starfi sýslumanns á Snæfellsnesi. Hann lofar
röggsemi Lárusar og nefndi, að honum léti vel að stjórna
fundum og það væri tekið til greina, sem hann segði (12).
(Mynd úr Ljósmyndasafni Reykjavlkur, tekin árió 1900, Ijósmyndari óþekktur.)
Austurland. Var þetta gert með því að banna allar
ferðir á landi og setja skip, er komu að landi, í átta
daga sóttkví. Þessum sóttvörnum var við haldið
í fjóra mánuði eða vel fram á árið 1919. í Vestur-
Skaftafellssýslu var annar dugandi sýslumaður,
Gísli Sveinsson, er varði sitt svæði með líkum
hætti.
Talið er að þriðja bylgja spánsku veikinnar
hafi hafist í mars 1919. Var hún í fyrstu talin vera
kvefsótt, en fékk fljótt á sig farsóttarbrag: „Auk
þess skellur hún á samtímis því að þriðja bylgjan
gekk yfir heiminn og lagðist harðast á þau héruð
sem áður höfðu sloppið við spænsku veikina" (1).
Um 20. mars, að sóttvarnartímabilinu loknu,
var fyrsta farþegaskipinu leyft að koma til hafnar
á Akureyri. Steingrímur fór um borð í skipið. Þar
voru allir við góða heilsu nema tveggja ára gamalt
barn, sem að dómi skipslæknis hafði verið kvefað
með hósta og hita, en var að batna. Steingrím
grunaði, að um inflúensu væri að ræða og
íhugaði að setja farþegana í einangrun. Af ýmsum
ástæðum (meðal annars vegna fjölda farþega
og fullyrðingar skipstjórans þess efnis, að tafir
á ferðum skipsins myndu kosta mikil fjárútlát)
varð hann að hleypa farþegunum í land. Tveimur
til þremur vikum síðar var inflúensufaraldur
kominn á flug á Akureyri og veiktust nær öll
börn þar af inflúensunni. Börnin náðu sér yfirleitt
fljótt og einungis eitt bam dó. Ýmsir fullorðnir
fengu einnig væg inflúensueinkenni. í sveitum í
Akureyrarhéraði veiktust allmargir fullorðnir og
áberandi mismunandi illa eftir bæjum. f heild var
bylgjan þó mun mildari en sú á undan hafði verið
haustið 1918.
Sagan sem Steingrímur Matthíasson segir er vel
kunn úr læknisstarfi: Læknir er gegn betri vitund
knúinn til undanláts af því, að hann skortir beinar
sannanir máli sínu til stuðnings.
Lárus H. Bjarnason og hjúkrunarnefndin 1918
Ekki er vitað hvað leiddi til þess að Lárus gekk
á fund Jóns Magnússonar, forsætisráðherra, og
stakk upp á stofnun hjúkrunarnefndarinnar.
Má vera, að jafnröggsömum embættismanni
og Lárus var, hafi runnið til rifja aðgerðarleysi
stjómvalda í þeirri miklu vá, sem spánska
veikin var í Reykjavík, og það hafi rekið hann
á fund ráðherrans. Hinu má þó ekki gleyma,
að unnusta sonar hans tók spánsku veikina
og var ein af þeim fyrstu, sem létust af hennar
völdum (12). Annað er og, að kollegi Lárusar,
Jón Kristjánsson lagaprófessor, lést úr spánsku
veikinni 9. nóvember, aðeins 33 ára gamall. Lárusi
kann því að hafa verið tilfinningamál að leggja
sitt af mörkum í baráttunni við þennan vágest.
770 LÆKNAblaðiö 2008/94
i