Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 28
F R Æ Ð I G R E I Y F I R L I T N A R Mynd 2. Dánartilkynningar í Morgunblaðinu 17. nóvember 1918, bls 3. Tilkynningin hefst með eft- irfarandi orðum: „Engill dauðans hefir fylgt sóttinni miklu og varpað skugga dýpstu sorgar yfir fjölda heimila. Hrifnir eru á burt menn og konur á ýmsum aldri og af ýmsum stéttum. Dauðinn fer eigi í mann- greinarálit og oft finst rnanni, að hann komi þar við, sem síst skyldi. [...] Og ef að sorgaraldan mikla gæti orðið til þess, að menn færu betur en áður, að keppast við að bera góðan hug til allra manna og sýna kærleik og ástúð meiri en fyr, þá hefir hún eigi til einskis skollið á." Birt með leyfi Morgunblaðsins. að veikindahlutfall á bilinu 80-90% var einnig nefnt (16). Erfiðara er að gera sér grein fyrir veik- indahlutfalli utan Reykjavíkur. Þó má lesa það í heilbrigðisskýrslu landlæknis að veikin kom að jafnaði harðast niður í þéttbýli, fleiri smituðust og veikin virtist vera alvarlegri. I dreifbýli „gekk hún hægar yfir, sýkti færri og léttar" (16). Þetta kemur fram á mynd 4 sem sýnir fjölda dauðsfalla eftir landshlutum. Hlutfall íbúa er lést af völdum veikinnar er sýnt innan sviga. Landlæknir telur í skýrslu sinni að 490 manns hafi látið lífið í far- aldrinum, þar af 54% í Reykjavík, eða 1,7% borg- arbúa. Dánarhlutfall sýktra (case fataliy ratio, case fatality proportion) var þó hærra eða nálægt 2,6% (264 af þeim 10.000 sem veiktust). í nálægum þétt- býliskjörnum létust 1,3-1,7% íbúa og því má gera ráð fyrir að dánarhlutfall sýktra á þeim svæðum hafi verið svipað og í Reykjavík, ef gert er ráð fyrir áþekku veikindahlutfalli (60-70%). Sóttvarnarviðbrögð og einangrun landshluta Fréttir af háu dánarhlutfalli í Reykjavík bárust fljótt til nærliggjandi byggðarlaga, en um seinan. Inflúensan kom fram af fullum þunga bæði á Akranesi og Keflavík. íbúar fjarlægari staða höfðu hins vegar lengri tíma til að bregðast við yfirvof- andi vá. Fyrir tilstuðlan heimamanna var komið á samgöngubanni yfir Holtavörðuheiði til norðurs og ferðalög austur yfir Jökulsá á Sólheimasandi voru bönnuð, en áin var enn óbrúuð. Þessar ráð- stafanir urðu til þess að veikin barst hvorki til Norður- né Austurlands (mynd 3), en auk þess slapp hluti Vesturlands við veikina. Skip sem sigldu til Norður- og Austurlands voru sett í sóttkví í nokkra daga vikum saman eftir hild- arleikinn í Reykjavík. Þegar faraldurinn var um garð genginn ritaði landlæknir eftirfarandi um yfirferð veikinnar: „Skýrslugerð í Rvík fór öll út um þúfur í veik- indum lækna og annríki, en góða hugmynd um yfirferðina í bænum má fá af yfirliti Þórðar Thoroddsens" (16). Hér vísar landlæknir til grein- ar sem Þórður ritaði í Læknablaðið og birtist árið 1919 (15). Lýsingar hans á veikinni eru um margt afar áhugaverðar, en Þórður náði að sinna að minnsta kosti 1232 sjúklingum á þessum hörm- ungartímum en á sama tíma náði hann að halda ótrúlega nákvæma skrá yfir sjúklinga sína. Grein Þórðar Thoroddsen í Læknablaðinu Bylgjnn rís og hnígur á 40 dögum Grein Þórðar er tvískipt. í fyrri hluta hennar ræðir hann um fyrri inflúensufaraldra hérlendis, einkum á 19. öld, en í seinni hlutanum fjallar hann um spænsku veikina: „Eg sá fyrsta sjúklinginn 28. október [....] Eftir þetta fer sóttin að breiðast óðfluga út um bæinn og eftir viku má fullyrða, að hún sé komin út um allan bæ. Ástæðan til þess hve fljótt sóttin breiddist út, er að mínu áliti sú, að vanrækt var að taka þá sjálfsögðu varúðarreglu þegar í byrjun sóttarinnar, að loka öllum almennum samkomustöðvum. Margir, sem ég spurði um það, hvar þeir mundu hafa smitast, svöruðu mér á þá leið, að þeir gætu ekki hafa fengið veikina annarsstaðar en í „Bio". - Hæst stóð veikin dagana 10.-16. nóvember. Eftir það fer hún smárénandi og um lok mánaðarins má segja, að hún sé um garð gengin, enda þótt maður og maður á stangli veiktist fyrstu dagana í desember" (15). Þórður lýsir síðan álaginu meðan veikin stóð sem hæst: „Það hefði nú verið skemmtilegt og fróðlegt, að geta athugað sótt þessa nákvæmlega og rita hjá sér hvernig hún hagaði sér bæði alment og á hverjum einstökum. En það var engin leið. Sérstaklega meðan sóttin stóð sem hæst, var enginn tími til nákvæmra athugana eða nokkurrar bókfærslu svo í lagi væri. Þegar maður er önnum kafinn frá því kl. 6-7 á morgnana og fram til 2-3 á nóttunni, dag eftir dag, í sjúkravitjunum og allir kalla úr öllum áttum, gefst enginn tími til slíks, engin leið að fylgja nema örfáum sjúklingum alla leið á sjúkdómsbrautinni..." (15). Þórður hafði áður komið víða við, hann var þingmaður um sjö ára skeið, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Suðurnesja í þrjú ár og gjaldkeri við íslandsbanka frá 1904-1909 (31). Þessi ferill bendir til að Þórður hafi verið skipulagður og agaður í 740 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.