Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 35
S J
FRÆÐIGREINAR
ÚKRATILFELLI
Broddþensluheilkenni
- sjúkratilfelli og yfirlit
Guðný Stella
Guðnadóttir1
deildarlæknir
Hannes
Sigurjónsson1
deildarlæknir
Þorbjörn1’4
Guðjónsson
hjartalæknir
Helga Ágústa
Sigurjónsdóttir2
innkirtla- og efnaskiptalæknir
Maríanna
Garðarsdóttir3
röntgenlæknir
Ragnar
Daníelsen1
hjartalæknir
Ágrip
Broddþensluheilkenni einkennist af bráðri skerð-
ingu á samdrætti vinstri slegils þar sem brodd-
ur og miðhluti hans þenjast út, en kröftugur
samdráttur er í grunnhluta. Heilkennið er mun
algengara hjá konum. Líkamlegt eða andlegt
álag getur verið orsakavaldur. Einkenni og teikn
sjúklings líkjast bráðu kransæðaheilkenni með
brjóstverk, breytingum á hjartalínuriti og hækkun
á hjartaensímum. Ekki finnast marktækar þreng-
ingar í kransæðum. Heilkennið er afturkræft.
Lýst er þremur tilfellum af broddþenslu sem voru
greind á hjartadeild Landspítala á 10 dögum í des-
ember 2007.
Inngangur
Apical Ballooning Syndrome, sem við höfum kosið
að nefna broddþensluheilkenni (BÞH) á íslensku,
er hjartasjúkdómur sem nýlega hefur verið lýst í
alþjóðlegum fræðum. I þessari grein er lýst fyrstu
þremur tilfellum broddþensluheilkennis á íslandi.
Heilkennið einkennist af bráðri afturkræfri truflun
á samdrætti í miðhluta og broddi vinstri slegils og
Tafla I. Hin ýmsu nöfn broddþensluheilkennis.
Neurogenic Myocardial Stunning
Apical Ballooning Syndrome
Takotsubo Cardiomyopathy
Stress induced Cardiomyopathy
Ampulla Cardiomyopathy
Broken Heart Syndrome
Transient Left Ventricular Ballooning Syndrome
öflugum samdrætti í grunnhluta hans sem leiðir
til útþenslu brodds í slagbili. Hreyfitruflunin nær
oft yfir meira svæði en næringarsvæði einnar
kransæðar. Samdráttartruflunin gengur til baka á
fáeinum dögum til vikum (1, 2). Einkenni og teikn
sjúklingaima benda til bráðs kransæðasjúkdóms
en ekki finnast marktækar þrengingar við krans-
æðamyndatöku sem útskýra einkenni þeirra (3,4).
BÞH hefur gengið undir ýmsum nöfnum, svo sem
álagshjartavöðvakvilli eða Takotsubo hjartavöðva-
kvilli (tafla I). Því var fyrst lýst árin 1990 og 1991
og var nefnt eftir hinni japönsku kolkrabbagildru
Takotsubo, en útlit slegilsins í slagbili þykir minna
á hana (mynd 1, mynd 2) (4).
Karl Andersen14
hjartalæknir
Lykilorð: broddþensluheilkenni,
Takotsubo hjartavöðvakvilli,
álagshjartavöðvakvilli.
■ mm
’Hjartadeild,
2innkirtladeild,
3myndgreiningadeild
Landspítala,
“læknadeild HÍ.
Fyrirspurnir
og bréfaskipti:
Karl Andersen,
hjartadeild Landspítala
Hringbraut,
101 Reykjavík
andersen@landspitali. is
Mynd 1. Myndir teknar með segulómun ígegnum lengdarás vinstri slegils og vinstri gáttar. Mynd la og íb eru frá tilfelli 2 og
sýna eðlilega pykknun á vegg vinstri slegilsins í grunnhluta hjartans (basis) (hægra megin við örvar) en nánast engan samdrátt
í broddi hjartans (apex) (vinstra megin við örvar). Mynd la sýnir hjartað í lok hlébils og lb í lok slagbils.
LÆKNAblaðið 2008/94 747