Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 49
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR HEILBRIGÐISSVIÐ HÍ „Þaðfelast tækifæri í peirri stöðu sem við erum í núna," segir Sigurður Guðmundsson sem senn lætur afembætti landlæknis og tekur við stöðu sviðsstjóra heil- brigðissviðs Háskóla Islands. lagi eftirlitshlutverk sem snýr fyrst og fremst að gæðaþróun og eftirliti með því að þjónustan standist kröfur um gæði. í þriðja lagi er skráningarhlutverk embættisins en það er algert grundvallaratriði til að hægt sé að sinna fyrmefndu hlutverkunum tveimur að hafa góðar og aðgengilegar upplýsingar um allt er lýtur að heilbrigðisþjónustu og heilbrigði landsmanna og ekki síður til að skapa forsendur fyrir öflugri rannsóknastarfsemi. Ég held að okkur hafi tekist að ná utan um þetta þríþætta hlutverk og endurspeglast í lögunum um embættið sem sett voru á síðasta ári. Vonandi kemur svo sá sem tekur við af mér með nýjar hugmyndir því hér er ekkert þúsund ára ríki frekar en annars staðar." Samlegð í kennsiu og skipulagi Eins og marga rekur eflaust minni til voru gerðar gagngerar breytingar á skipulagi Háskóla Islands í sumar. Honum var skipt í fimm svið í stað hinna hefðbundnu deilda sem áður voru; deild- irnar halda sér en tilheyra nú hver sínu sviði sem lýtur stjóm sviðsstjóra. „Ég tel að þetta sé mjög jákvæð breyting sem beinir háskólanum í átt að því setta háleita markmiði að hann verði einn af 100 bestu háskólum í heiminum innan ákveðins tíma. Miðað við það sem hefur verið að gerast hér í rannsóknum, lífvísindum, svo sem læknisfræði, líffræði og erfðafræði, einnig jarðvísindum, er ég sannfærður um að þetta er raunhæft mark- mið. Samlegðaráhrifin sem nást með hinni nýju sviðsskipan ættu að ýta enn frekar imdir þetta. Það hlýtur að vera markmiðið að draga úr deild- armúrunum og vinna frekar að því sem sameinar þær en aðskilur. Innan heilbrigðissviðs sameinast sex deildir, læknadeild, tannlæknadeild, hjúkr- unardeild, lyfjafræðideild, sálfræðideild og mat- væla- og næringarfræði. Innan læknadeildar eru svo geisla- og lífeindafræði. Síðast en ekki síst má nefna hina nýju deild lýðheilsuvísinda en þar eru mörg tækifæri til rannsókna sem ekki hafa átt sér- staklega upp á pallborðið hérlendis hingað til." Hvernig sérðu þessa samlegð deildanna fyrir þér? „Það þarf auðvitað að ganga varlega að þessu. Ekki dugir að vaða inn eins og fíll í postulínsbúð. LÆKNAblaðið 2008/94 761
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.