Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2009, Page 3

Læknablaðið - 15.11.2009, Page 3
Maður er manns gaman Hér sést yfir stóra salinn hjá læknafélögunum í Hlíðasmára föstudaginn 16. október síðastliðinn, en þá var settur á laggirnar „læknaklúbbur" í tilefni 100 ára afmælis Læknafélags Reykjavíkur. Óttar Guðmundsson rakti þátttöku og ímynd lækna í samfélagi og menningu - og sýndi bæði kost og löst á stéttinni í máli og myndum. Tryggvi Helgason brá upp ýmsum dæmum um hvað framtíðin getur borið í skauti nú þegar tíminn líður æ hraðar. Eftir hlé stýrði Magni Jónsson hópnum niður í nokkrar einingar og lét hverja um sig svara álitaefnum um læknisstarfið. í lokin voru þær niðurstöður lagðar á borðið fyrir allan hópinn. - Einsog vera ber í afmæli voru viðstaddir í hátíðaskapi og almenn ánægja ríkjandi. Mynd & texti: VS LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Lágmyndir og skúlptúrar Huldu Hákon (f. 1956) eru samofin tíðarandanum. Þar má finna jafnt skemmtilegar hversdagssögur, hreinar og beinar lýsingar, furðuleg atvik sem og hárbeitta ádeilu. í heild endurspegla verkin hugarheim og persónulegt sjónarhorn listakonunnar en þau bera jafnframt með sér athyglisverða heimild um samtímann. Þar má greina einhvers konar þjóðarkarakter. Verkin eru flest fíguratíf, þ.e. þar má sjá myndir af fólki og dýrum, landslagi og húsum, en mörgum fylgir einnig texti sem er ritaður beint á verkið. Þar er vísað í sögu sem tengist þeirri mynd sem við sjáum, eitthvað sem var, er eða mun gerast. Yfir verkunum er allegórískur blær, þar sem einföld táknmynd virðist notuð til þess að tjá flóknari hugmynd en um leið má lesa þau blátt áfram án slíkra tenginga. Ekki er að finna nokkurn mun í meðhöndlun Huldu á raunsæjum atvikum eða ævintýralegum, allt er á sama hversdagslega planinu, látlaust en íhugult. Ef til vill mætti fá að láni hugtakið töfraraunsæi til þess að lýsa aðferðafræði hennar, nokkuð sem er gjarnan notað í tengslum við bókmenntir Suður-Ameríku. Þar slær raunsæi saman við dulúð og yfirnáttúrulega hluti í algjöru jafnvægi og samræmi innan frásagnarinnar, án þess að það þyki nokkurt tiltökumál. I verkum Huldu er þess vegna alveg jafn sjálfsagt að rekast á mynd af sæskrímsli eins og portrett af knattspyrnumanni. Undanfarið hefur hún unnið að verkum sem hún kallar einu nafni Þjóðin. Á forsíðu Læknablaðsins er dæmi um þetta frá þessu ár sem ber titilinn 294.989, (efni akríllitir á hydrocal og krossvið) og eins og sjá má er um að ræða lágmynd sem sýnir fjöldann allan af örsmáum andlitum. Hulda hefur þegar gert nokkur slík verk og þegar yfir lýkur verður hún búin að gera hálfgerða portrettmynd af allri íslensku þjóðinni, um þrjúhundruðþúsund manns að tölu! Hún hefur áður gert myndir jafnt af nafntoguðum einstaklingum sem ónefndum hversdagshetjum en nú gengur hún skrefinu lengra og tekst á við þjóðina í heild. Verk Huldu má iðulega sjá á kaffihúsinu Gráa kettinum við Hverfisgötu, en hún hefur rekið þann vinsæla staö í fjölda ára samhliða listsköpun sinni. Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag (slands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Bryndís Benedíktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Þóra Steingrímsdóttir Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1800 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prentsmiðjan Oddi Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né i heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Ubrary of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Ubrary of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2009/95 739

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.