Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2009, Qupperneq 15

Læknablaðið - 15.11.2009, Qupperneq 15
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN við erlendar rannsóknir.3' 19' 20 Samanburður kostnaðarvirknirannsókna getur þó verið erfið- ur þar sem aðferðafræði, greiðslufyrirkomulag og kostnaðargögn eru breytileg milli landa. Fjárhagsleg byrði íslendinga vegna meðferðar við nýrnabilun á lokastigi er minni en flestra annarra vestrænna þjóða sökum lægri tíðni hér á landi auk þess sem hátt hlutfall sjúklinga er með ígrætt nýra. Hið síðarnefnda stafar af sérlega háu hlutfalli lifandi nýrnagjafa. Ljóst er að fjölgun nýrnaígræðslna undanfarin ár sparar íslensku samfélagi töluverða fjármuni. Líklega má rekja fjölgun nýrnaígræðslna til þess að byrjað var að framkvæma þær hér á landi en jafnframt má gera ráð fyrir að eftirspurn hafi aukist vegna fjölgunar sjúklinga í meðferð vegna nýrnabilunar á lokastigi. Ekki liggja fyrir viðmiðunarreglur frá stjórn- völdum hérlendis um viðunandi kostnað fyrir hverja einingu aukinnar heilsu eða viðbættra lífára. Því er ekki hægt að segja til um hvort sá kostnaður sem hér er gerð grein fyrir falli að viðmiðum íslenskra stjórnvalda. í Banda- ríkjunum hefur verið miðað við 50.000-100.000 dollara sem viðunandi kostnað á hvert unnið lífsgæðavegið lífár. Grundvöllur fyrir efri mörkum bandarísku upphæðarinnar er ákvörðun opinbera sjúkratryggingakerfisins Medicare frá því í kringum 1970 að greiða fyrir sjúklinga í skilun að þessu marki. í Bretlandi hafa mörkin á bilinu 20.000- 30.000 sterlingspund verið notuð sem viðmið við ákvarðanir um meðferðarúrræði.21' 22 Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin miðar við landsfram- leiðslu á mann. Samkvæmt þeim viðmiðum er íhlutun mjög hagkvæm ef kostnaður fellur innan marka landsframleiðslu á mann en óhagkvæm ef kostnaður fer yfir þrefalda landsframleiðslu á mann. Kostnaðarvirknigreining meðferðar við nýrnabilun á lokastigi krefst umfangsmikilla gagna um aldur, mögulegan sjúkdóms- og meðferðarferil sjúklinga og líkur á dauða í tengslum við skilun og ígræðslu nýra auk ýmissa annarra atriða. Aðferðirnar eru ekki óyggjandi og oft verður að byggja á forsendum sem höfundar gefa sér. Ef forsendur eru trúverðugar og næmi niðurstaðna eru gerð skil, gefur útkoman góðar vísbendingar um kostnað og ávinning af þeirri meðferð sem um ræðir. Beinn kostnaður vegna meðferðar nýmabilunar á lokastigi felst aðallega í launum starfsfólks, skilunarbúnaði og lyfjum. Niðurstöður kostnað- arvirknigreiningarinnar em því næmar fyrir launabreytingum og gengisbreytingum þar sem þær hafa áhrif á mikilvæga rekstrarliði. Slíkar breytingar hafa þó ekki mikil áhrif á hlutfallslegan Ár .....ígræðsla nýra á íslandi -----ígræösla nýra í Danmðrku -----Skilun mun milli meðferðategunda. Verðmunur á kostnaði við ígræðslu nýra í Danmörku hefur væntanlega aukist vegna lækkaðs gengis íslensku krónunnar því gengi dönsku krónunnar sem var tæplega 12 árið 2006 fór yfir 20 (miðgengi) á fyrri hluta árs 2009. Þess ber þó að geta að kostnaður við nýrnaígræðslu á íslandi er alls ekki óháður falli íslensku krónunnar.23 Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að lifun sjúklinga með ígrætt nýra er áberandi betri en þeirra sem eru í skilun.1'24-26 Sú rannsókn sem var einkum höfð að leiðarljósi við útreikninga okkar sýndi að áætlaðar lífslíkur sjúklinga sem fengu nýra frá lifandi gjafa voru 17,2 ár samanborið við 5,8 ár hjá þeim sem voru í skilun og á bið- lista eftir ígræðslu nýra.1 Þessi rannsókn sem gerð var í Skotlandi hefur það umfram flestar aðrar rannsóknir á lifun sjúklinga í meðferð við nýrna- bilun á lokastigi að sjúklingar með ígrætt nýra eru bornir saman við sjúklinga á biðlista eftir nýra en ekki eru teknir með sjúklingar sem ekki eiga kost á ígræðslu, til dæmis vegna annarra alvarlegra sjúkdóma. Slík nálgun ætti að koma að mestu í veg fyrir bjögun sem orðið getur vegna útvalinna ein- staklinga sem gangast irndir ígræðslu nýra og er því afar mikilvæg þegar þessar tvær íhlutanir eru bornar saman. Við samanburð á ígræðslu nýra hér og erlendis eru ekki forsendur til þess að meta lífs- gæði sjúklinga. Ekki er annað að sjá en ígræðslur á Islandi gefi jafngóða raun og í Danmörku. Auk þess má ætla að nokkur lífsgæðaskerðing felist í því að þurfa að fara í ígræðsluaðgerð á erlendri grund fjarri heimili og ástvinum. Þetta er þó ekki tekið með í reikninginn hér. Helsti veikleiki rannsóknar okkar er að mat á virkni meðferðar byggir alfarið á erlendum rannsóknum og þeirri forsendu að árangur sé hinn sami hérlendis. Þá eru þessar rannsóknir allar áhorfsrannsóknir en ekki klínískar með- ferðarprófanir með slembiröðun. Þessi nálgun er þó talin viðeigandi og hefur verið beitt í sam- bærilegum rannsóknum.19'20 Á hinn bógirtn eru upplýsingar um beinan kostnað vegna meðferðar Mynd 1. Nuvirtur uppsafnaóur kostnaður vegna mismunandi meðferðartegunda við nýrnabilun á lokastigi. LÆKNAblaðið 2009/95 751
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.