Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2009, Qupperneq 47

Læknablaðið - 15.11.2009, Qupperneq 47
UMRÆÐUR O G fréttir LÆKNAFÉLAG í S L A N D S I grein fyrir hvort auglýsendur yrðu tilbúnir að auglýsa í netútgáfunni. „Ef við hugsum okkur að auglýsingatekjurnar dyttu alveg niður en sparnaður með netútgáfunni væri um 50% þá sætum við uppi með meiri kostnað af rekstri blaðsins en nú er." Það gleymist gjarnan í umræðunni um netútgáfuna að hún yrði að vera lokuð öllum nema læknum til að leyfilegt væri að birta þar lyfjaauglýsingar. Netútgáfan kæmi þannig örugglega mun færri fyrir sjónir en prentaða útgáfan sem liggur víða frammi, bæði á bókasöfn- um og annars staðar, og því álitlegri auglýsinga- miðill en lokuð netútgáfa. „Ég held reyndar að læknar noti ekki lyfjaauglýsingar í Læknablaðinu til upplýsingar um hvaða lyfjum þeir eigi að ávísa til handa sjúklingum sínum og því er mér spurn fyrir hvern þessar auglýsingar eru. Persónulega vildi ég helst að bæði Læknablaðið og Læknadagar væru algjörlega laus við lyfjaauglýsingar en það er eins og hver önnur óskhyggja." Bima segir engu að síður augljóst að þróunin sé sú að útgáfa og skrifstofustarfsemi sé sífellt að færast meira yfir á netið. „Mér fyndist í rauninni fullkomlega eðlilegt að skrifstofa LÍ væri rekin að mestu á netinu. Hvað Læknablaðið varðar er ég alveg tilbúin til að vera laus við pappírinn og hafa það á netinu. Blaðið er hins vegar í góðu áliti, það gegnir mjög skýru hlutverki sem vísinda- og félagsrit, rekstur þess er traustur og því þarf að gæta vel að áður en hróflað er við því. Læknar eru einnig almennt stoltir af því að eiga svo gamalt og gott tímarit sem raun ber vitni." Fyrirfram var búist við að nokkur umræða yrði á aðalfundinum um skipulag félagsins. Er rétt að skipta félaginu í stéttarfélag og fagfélag lækna? „Þetta er nauðsynleg umræða en niðurstaða vinnuhópsins á aðalfundinum var að hún þarfnaðist mun ítarlegri umfjöllunar og því var ákveðið að skipa starfshóp sem hafið hefur störf undir stjóm Sigurbjörns Sveinssonar. Þarna er verið að fjalla um grundvallarspumingar sem snerta tilgang félagsins og mjög mikilvægt að þær séu ræddar ítarlega. Sumir telja að það eigi eingöngu að vera stéttarfélag og sjá um kjarasamninga. Aðrir vilja að félagið sé fagfélag þar sem læknar skiptist á skoðunum um fagið fyrst og fremst. Það er auðvitað ljóst að hagsmunir lækna eru margvíslegir og fara ekki alltaf saman. Sumir læknar eru stjómendur og atvinnurekendur á meðan aðrir eru launþegar. Þarna eru augljósar andstæður. Þetta þarf að ræða og velta fyrir sér og hrapa ekki að niðurstöðum." Læknir óskast að ILTER CLINIC í Stokkhólmi, Táby llter Clinic er ört vaxandi læknastofa í höfuðborg Svíþjóðar sem sérhæfir sig í hárflutningsaðgerðum með háþróaðri FUE tækni og minni háttar aðgerðum. Lögð er áhersla á starfsánægju, þekkingu og færni ásamt framúrskarandi umönnun sjúklinga. Viðskiptavinir og sjúklingar llter Clinic eru frá ýmsum löndum, ekki síst íslandi. Er nú óskað eftir lækni til starfa á þessari vinalegu og metnaðarfullu læknastofu í Táby. Á læknastofunni eru tvær deildir, hárflutningsdeildin, llter Clinic og medspa deildin, llter Clinic Medspa. ILTER CLINIC er hárflutningsaðgerðarstofa sem setur markið hátt hvað snertir þekkingu, færni og nákvæmni. Notast er við aðferð sem nefnist FUE IM, smásjáraðgerð sem krefst mikillar einbeitingar og aðgæslu. Dr. Demir llter, hefur þróað og endurbætt aðferðina og tekur hann reglulega þátt í ráðstefnum og starfsstefnum (workshops) þar sem hann kennir þessa aðferð og heldur fyrirlestra.. ILTER CLINIC MEDSPA býður háþróaðar húðmeðferðir án skurðaðgerða og jafnframt inngrip með litlum skurðaðgerðum sem viðurkenndur læknir framkvæmir eða hefur eftirlit með eftir atvikum. í boði er fjölbreytt og ögrandi starf í góðum hópi. Staðan er ótímabundin. Vinnutíminn er frá mánudegi til föstudags en hvorki um nætur né helgar. Við leitum að lækni sem hefur reynslu af skurðlækningum sem er opinn fyrir nýjum áskorunum, hefur áhuga á minni háttar aðgerðum og hefur viðurkennt iæknisleyfi í Svíþjóð. Reynsla af lýtalækningum er góð viðbót. Viðkomandi fær kennslu á sviði FUE IM og smásjárskurðlækninga og tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegum ráðstefnum. Vinsamlegast sendið tölvupóst með ferilsskrá og persónulegt bréf til asdis@ilterclinic.se (Ásdís Arnbjörnsdóttir). Merkið umsóknina „Læknir" eða „Lákare“ og sendið hana í síðasta lagi 20. desember 2009. Nánari upplýsingar veitir Ásdís Arnbjörnsdóttir í síma +46-8-756 00 55. ILTER CLINIC, Djursholmsvágen 14, 183 56 Táby, Sweden Tel +46 8 756 00 55, www.ilterclinic.com,www.ilterclinicmedspa.se LÆKNAblaðið 2009/95 783
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.