Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2009, Qupperneq 50

Læknablaðið - 15.11.2009, Qupperneq 50
IUMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR ENDURHÆFING Sólrún Óskarsdóttir framkvæmdastjóri HL stöðvarinnar. Endurhæfing og þjálfun til betra lífs I Víða í samfélaginu er unnið geysilega mikilvægt starf sem ekki I fer hátt og sjaldan er vakin verðskulduð athygli á. í hverri viku I stunda á fjórða hundrað manns endurhæfingu vegna hjarta- og I lungnasjúkdóma í Hjarta- og lungnastöðinni í Hátúni 14 en HL- I stöðin fagnar 20 ára starfsafmæli sínu á þessu ári og hefur þjálfað og I endurhæft þúsundir íslendinga til nýs og betra lífs. Hávar HL-stöðin er sjálfseignarstofnun sem Lands- Sigurjónsson samtök hjartasjúklinga, Samband íslenskra berkla- sjúklinga og Hjartavernd stofnuðu í Reykjavík 1989. Stjórn stöðvarinnar skipa fulltrúar stofn- félaganna en stöðiner rekin sem sjálfseignarstofnun og fær rekstrarfé frá ríkinu og einnig greiða þátt- takendur æfingagjöld. Sólrún H. Óskarsdóttir sjúkraþjálfari er framkvæmdastjóri HL-stöðvarinnar og hún segir að markmið starfseminnar hafi frá upphafi verið að veita hjarta- og lungnasjúklingum endurhæfingu í beinu framhaldi af sjúkrahúsvist og/eða framhaldsendurhæfingu þar sem þátttakendum gefst kostur á viðhaldsþjálfun í samræmi við getu sína. Við HL-stöðina starfa 16 sjúkraþjálfarar og fimm læknar og eru allir í hlutastarfi enda er stöðin aðeins opin frá kl. 15-19 á virkum dögum. „Auk þjálfunarinnar er veitt umfangsmikil ráðgjafar- og upplýsingaþjónusta um hjarta- og lungnasjúkdóma, svo og lifnaðarhætti, mataræði og réttindi sjúklinga, svo það helsta sé nefnt," segir Sólrún og bætir því við að reglulega sé boðið upp á fræðsluerindi um hið fjölmarga sem hjarta- og lungnasjúklingar verða að hafa í huga til að njóta sem bestra lífsgæða. „Eitt hið mikilvægasta er að sjálfsögðu að hætta að reykja og við bendum á fræðslu og aðstoð við það. Einnig er fjallað reglulega um streitu og mataræði, gildi þjálfunar, hvað má og hvað má ekki enda þurfa flestir að breyta lífsstíl sínum verulega ef árangur á að nást. Það er reyndar merkilegt hvað flestum reynist það auðvelt þegar á reynir, þó í fyrstu vaxi það mörgum í augun." Þeir sem sækja endurhæfingu og þjálfun í HL-stöðina hafa gengist undir hjarta- eða kransæðaaðgerðir, fengið hjartaáfall eða eru með kransæðaþrengsli eða aðra áhættuþætti hjartasjúkdóma. Ertnfremur fólk með langvinna lungnasjúkdóma eða sem er að ná sér eftir lungna- aðgerðir. Sólrún segir þróunina hafa verið jákvæða í þá átt að með árunum fækki þeim sem lent hafi í mjög alvarlegum einkennum hjartasjúkdóma, þar sem í æ fleiri tilfellum takist að grípa inn í áður en sjúkdómurinn hefur gengið mjög langt. „Flestir okkar skjólstæðingar hafa farið í blástur á kransæðum og eiga góða möguleika að ná góðum árangri með endurhæfingu." Sólrún lýsir endurhæfingunni þannig að hún sé „einstaklingsmiðuð hópþjálfun" þar sem líkams- þjálfun, ráðgjöf og fræðsla eru meginþættirnir. „Við byrjum alltaf á því að setja einstaklinginn í þolpróf til að átta okkur á því hvernig ástand hans er og hvernig haga eigi endurhæfingunni. 786 LÆKNAblaðið 2009/95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.