Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2009, Side 53

Læknablaðið - 15.11.2009, Side 53
U M R Æ Ð U R M Y N D O G FRÉTTIR MÁNAÐARINS frá 1946-1953 að handlækningum, meðal annars ýmsum aðgerðum á höfði. Bjarni Jónsson var sérfræðingur í bæklunarsjúkdómum og doktorsritgerð hans fjallaði um hryggspengingar vegna hryggskekkju. Hann var yfirlæknir á Landakotsspítala 1959- 1979. Bjarni sinnti höfuðáverkum hér á landi allt þar til heila- og taugaskurðlækningar hófust á Borgarspítalanum haustið 1971. Þess má geta að Bjarni var árið 1998 gerður að heiðursfélaga Heila- og taugaskurðlæknafélags íslands, ásamt Friðriki Einarssyni, yfirlækni. Kristinn R. Guðmundsson frv. yfirlæknir Myndin er af Bjarna Jónssyni yfirlækni og prófessor E. Busch yfirlækni ásamt aðstoðarfólki, við höfuðaðgerð á taugahand- lækningadeild Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn en þar var Bjami á ársstyrk frá Alþjóðaheil- brigðismálastofnuninni frá október 1956 til ágúst 1957 að kynna sér meðferð höfuðslysa. Uppsetningin í aðgerðinni er klassísk en búið er að opna inn á höfuð sjúklingsins. Smátæki og tól virðast ekki mikið frábrugðin því sem má sjá enn í dag en stærri tæki, svo sem skurðsmásjá og CUSA-sogtæki, eru ekki til staðar. Forsaga þessa máls er að um langan aldur höfðu íslenskir sjúklingar verið sendir á Ríkis- spítalann í rannsóknir og aðgerðir vegna sjúkdóma í höfði og mænu. Ferðir til Hafnar voru þess vegna tíðar, jafnvel vikulegar. Sér íbúð var til reiðu fyrir sjúklinga og aðstandendur. íslenska ríkið veitti prófessor Busch (1899-1982) sérstaka viðurkenningu fyrir fórnfúst starf í þágu íslendinga. Höfuðslysum var hins vegar sinnt hér heima, fyrst og fremst á Landakotsspítala en einnig á hinum spítölunum. Þar komu þeir Bjarni Oddsson (1907-1953) og nafni hans Bjarni Jónsson (1909-2009) mest við sögu. Sá fyrrnefndi hafði unnið á Taugahandlækningadeild Ríkisspítalans í tvígang á árunum 1942- 1944. Doktorsritgerð hans fjallaði um „spinal meningioma" en sérfræðingsviðurkenning hans var þó í handlækningum og kvensjúkdómum og fæðingarhjálp. Á Landakotsspítala starfaði hann Bjarni Jónsson og upphaf heilaskurð- lækninga á íslandi LÆKNAblaðið 2009/95 789

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.