Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2009, Page 60

Læknablaðið - 15.11.2009, Page 60
UMRÆÐUR O G FRÁ SIÐANEFN F R É T T I R D ætlunin. Sérstök könnun máls áður en viðkomandi tilkynnir er ósamrýmanleg barnaverndarlögum. Það er að sjálfsögðu verkefni bamaverndarnefndar í fyrsta lagi að meta hvort ástæða er til að hefja könnun máls, í öðru lagi að standa fyrir könnuninni og í þriðja lagi taka ákvarðanir um nauðsynleg úrræði ef því er að skipta. Mikilvægt er að þeir aðilar sem 1. og 2. mgr. tekur til túlki ekki tilkynningarskylduna svo þröngt að það takmarki möguleika barnavemdarnefnda til að halda uppi virku barnaverndarstarfi. Barnaverndarnefnd tekur ákvörðun um hvort tilkynning gefur tilefni til frekari könnunar á máli eða eftir atvikum ákveður að aðhafast ekki í máli eða fella mál niður á síðari stigum, ef í ljós kemur að ekki er tilefni til aðgerða af hennar hálfu. Þegar litið er til framangreinds ákvæðis og lögskýringargagna sem hér að framan er gerð grein fyrir, verður að líta svo á að læknirinn Gunnar Jónasson hafi með umræddri tilkynningu verið að rækja þær skyldur sem á honum hvíla samkvæmt lögum. Þykir hér ekki skipta máli að orðalag tilkynningarinnar hafi vakið þá hugmynd hjá kærendum að í henni fælist aðdróttun um brot þeirra gagnvart barni sínu. Ljóst má vera að tilkynning samkvæmt barnaverndarlögum kann að valda foreldrum óþægindum að ósekju. Hins vegar telur siðanefnd að almennir hagsmunir sem ætlað er að vemda með lögunum séu svo ríkir að ekki séu nein efni til að slaka á kröfum í garð þeirra sem tilkynningarskylda hvílir á samkvæmt þeim. Samkvæmt þessu verður ekki fallist á það með kærendum að læknirinn Gunnar Jónasson hafi brotið gegn siðareglum lækna með margnefndri tilkynningu. ÚRSKURÐARORÐ Læknirinn Gunnar Jónasson braut ekki gegn siðareglum lækna með því að senda tilkynningu til félagsmálayfirvalda í [...] 22. mars 2005. Allan V. Magnússon Ásgeir B. Ellertsson Stefán B. Matthíasson Páll Gíslason læknir Ævisaga og afmælisrit Þann 3. október fagnaði Páll Gíslason, læknir og fyrrum skátahöfðingi íslands og borgarfulltrúi I Reykjavík, 85 ára afmæli sínu. Af því tilefni var ákveðið að gefa út afmælisrit, sem jafnframt verður ævisaga hans, honum til heiðurs. Það mun koma út um miðjan apríl á næsta ári en þar segir Páll frá löngum og gifturíkum yfirlæknisferli á Sjúkrahúsi Akraness og á Landspítalanum, bæjarpólitík á Akranesi og borgarpólitíkinni í Reykjavík og samfelldu skátastarfi í yfir 70 ár. Saga Páls er rituð af Hávari Sigurjónssyni. Aftast í bókinni verður svokölluð Heillaóskaskrá (Tabula gratulatoria). Þar getur fólk heiðrað Pál með því að skrá nafn sitt og um leið skráð sig fyrir eintaki af bókinni sem mun kosta kr. 5.800 (m/sendingargjaldi). Skráning fer fram á netfanginu holar@simnet.is og í símum 557-9215 og 692-8508. BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Ný stjórn Geðlækna- félags íslands Á aðalfundi Geðlæknafélags íslands sem haldinn var 18. apríl 2009 var Valgerður Baldursdóttir kosin ný í stjóm í stað Bertrand Lauth. Stjóm Geðlæknafélags íslands er þá þannig skipuð starfsárið 2009- 2010: Kristófer Þorleifsson for-maður, Bima G. Þórðardóttir ritari, Þórarinn Hannesson gjaldkeri, Brjánn Á. Bjamason varaformaður og Valgerður Baldursdóttir meðstjómandi. Netföng stjómarmanna em eftirfarandi: Kristófer: kristoth@ landspitali.is Bima: bimagth@landspitali.is - Þórarinn: thorhan@ landspitali.is - Brjánn: bab@hive.is - Valgerður: Valgerdur® REYKJALUNDUR.is Djasshátíð lækna Fimmtudagskvöld 19. nóvember 2009, kl. 20.30 - 23.00 Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu Léttur djass með Hauki Gröndal og hljómsveit. Mætum öll Undirbúningsnefndin 796 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.