Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 11
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Sverrir Gauti Ríkarðsson1’2 læknanemi Yrsa B. Löve2 læknir Guðmundur H. Jörgensen2 læknir Davíð Gíslason3 yfirlæknir Björn Rúnar Lúðvíksson1’2 yfirlæknir Lykilorð: ofnæmi, afnæmismeðferð, astmi, langtímaáhrif. ’Læknadeild HÍ, 2ónæmisfræðideild Landspítala Hringbraut, 3göngudeild astma og ofnæmissjúkdóma, Landspítala Fossvogi. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Björn Rúnar Lúðvíksson bjornlud@landspitali.is Árangur afnæmismeðferðar á Islandi 1977-2006 Ágrip Inngangur: Tíðni ofnæmis hefur farið ört vaxandi á síðastliðnum þremur áratugum og er nú talið að allt að 25-30% íbúa iðnríkjanna sýni einkenni ofnæmis í einhverri mynd. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á árangur afnæmismeðferðar yfir 30 ára tímabil á íslandi. Efniviður og aðferðir: Á rannsóknartímabilinu frá 1977 til 2006 hófu 289 einstaklingar afnæmismeðferð á göngudeild astma- og ofnæmissjúkdóma á Landspítalanum. Haft var samband við 169 manns og samþykktu 128 (76%) þátttöku í rannsókninni. Upplýsinga var aflað með stöðluðum spurningalista og aflestri sjúkraskráa. Sjúklingar voru að auki húðprófaðir. Niðurstöður: Að meðaltali voru 20 ár liðin frá lokum afnæmismeðferðar þegar árangur hennar var metinn í þessari rannsókn. Alls voru 118 (92%) einstaklingar afnæmdir gegn vallarfoxgrasi, 39 (30%) gegn birki, 38 (30%) gegn köttum og 36 (28%) gegn rykmaurum. Við endurmat sjúklinga reynust 86 (67%) vera einkennalausir eða betri. Karlmenn svöruðu að jafnaði meðferð betur en konur (p=0,04). Ættarsaga um ofnæmi eða astma í fyrstu gráðu ættingjum hafði jákvæð áhrif á árangur afnæmismeðferðar (p=0,02). Að auki var sýnt fram á að afnæmismeðferð gegn vallarfoxgrasi og rykmaurum skilaði betri árangri en afnæming gegn birki og köttum (p=0,04). Meðferðin dró úr líkum á astma síðar meir. Ályktanir: Afnæmismeðferð sem stendur yfir í 3-5 ár að meðaltali dregur almennt úr einkennum ofnæmissjúklinga til lengri tíma. Þá má leiða líkur að því að afnæmismeðferð minnki líkur á þróun nýs ofnæmis. Inngangur Algengi ofnæmis hefur farið vaxandi síðastliðna þrjá áratugi og er nú talið að 25-30% íbúa iðnríkjanna hafi ofnæmi í einhverri mynd.1 Ofnæmi og fylgikvillar þess eru talin vera ein algengasta orsök veikinda og fjarvista fólks frá vinnu og skóla í hinum vestræna heimi.1'3 Meðhöndlun ofnæmis byggist fyrst og fremst á þrennu; fyrirbyggjandi meðferð, þar sem brýnt er fyrir ofnæmissjúklingi að forðast ofnæmisvald, einkennamiðaðri meðferð og afnæmingu.4'5 Afnæmismeðferð hefur verið beitt á ofnæmis- sjúklinga í næstum heila öld og er hún talin vera eina meðferðin sem getur læknað ofnæmi varanlega. Meðferðin gagnast eingöngu þeim sem hafa IgE-miðlað ofnæmi. Brey tingar á frumusvörun T- og B-frumna við ofnæmisvaka sjást um mánuði eftir að meðferð er hafin. Meðferðin miðar að tilfærslu í ónæmiskerfinu þar sem meðal annars verður breyting á T-hjálparfrumusvari 2 (TH2) yfir í T-hjálparfrumusvar 1 (THl) sem leiðir til þess að bráða- og seinsvörun kemur síður frarn.6'8 Sjúklingar með ofnæmi hafa aukið magn TH2 (CD4+) frumna í blóði sem rennir stoðum undir ráðandi hlutverk þeirra í meingerð sjúkdómsins. Við afnæmingu myndast T-stýrifrumur (TST) sem bæla losun TH2 bólgumiðla og draga þannig úr ofnæmisviðbrögðum. TST frumur örva meðal annars myndun IL-10 sem hefur bælandi áhrif á virkni basófíla og mastfrumna. Samfara myndun þols gegn ofnæmisvakanum verður aukin framleiðsla sértækra mótefna (IgG4, IgGl og IgA). Framleiðsla sértækra IgE mótefna minnkar og það dregur úr ofnæmissvari.6*7'9 Meðferðinni er skipt í tvö tímabil, upphleðslu- og viðhaldstímabil. Á upphleðslu-tímabilinu er ofnæmisvaka sprautað undir húð í stigvaxandi skömmtum þar til viðhaldsskammti er náð. Viðhaldsskammti er yfirleitt náð með vikulegri meðferð í þrjá til fjóra mánuði. Eftir það er sá skammtur gefinn á 4-6 vikna fresti í þrjú til fimm ár.7'10 Afnæmismeðferð hentar helst þeim sem hafa sannarleg einkenni um ofnæmi fyrir frjókomum (gras og birki), rykmaurum, skordýrabitum (geitunga) og dýrum (köttum).11 Ráðleggingar um beitingu afnæmismeðferðar liggja fyrir á íslandi og eru þær að hluta byggðar á erlendum ráðleggingum frá The American College of Allergy, Asthrrn & Immunology (ACAAI): Alvarleiki einkenna. Ljóst er að lífshættuleg einkenni gefa tilefni til meðferðar frekar en LÆKNAblaðið 2010/96 463
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.