Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 50
U M R Æ Ð U R S A M S K I P T I O G FRÉTTIR V I Ð LYFJAIÐNAÐINN Tveggja þjónn Hávar Sigurjónsson þýddi í New England Joumal of Medicine þann 25. febrúar sl. er reifuð ný stefnumörkun Partner's Health Care, en innan þeirra samsteypu eru nokkur af þekktustu háskólasjúkrahúsum Bandaríkjanna, er tekur til takmarkana á greiðsl- um til fastráðinna starfsmanna stofnananna fyrir setu í stjómum fyrirtækja á sviði lyfja og lífefnafræði og/eða hafa viðskipti við stofnanir irrnan samsteypunnar. í yfirlýsingu Partners segir að greiðsla til viðkomandi verði að vera í samræmi við akademískt hlutverk hans/hennar og megi ekki fara yfir 5000 dollara fyrir hvern fundardag. Það er reyndar dágóð upphæð á núverandi gengi íslensku krónunnar, 645.000 krónur. Fari upphæðin yfir þessi mörk skal viðkomandi beina því til góðgerðastarfsemi sem ekki tengist neinni stofnun innan Partners. í bandarískum fjölmiðlum var nýverið upplýst að greiðslur til einstaklinga er gegndu bæði föstum stöðum innan stofnana Partners og stjórnarformennsku í fyrirtækjum sem selja lyf eða lækningatæki, fóru í mörgum tilfellum yfir 200.000 dollara á ári. Það samsvarar nærri 26 milljónum íslenskra króna. Eflaust kemur það ekki á óvart að í kjölfar þess- ara upplýsinga skuli hafaveriðspurthvort ekki væri um hagsmunaárekstur að ræða þegar viðkomandi fer með ákvörðunarvald um innkaup og/eða viðskipti fyrir hönd sinnar háskólastofnunar samhliða því að gegna stjórnarmennsku í lyfja- eða lækningatækjafyrirtæki. Svarið liggur eiginlega í augum uppi. Greinarhöfundur NEJM sér bæði kost og löst við tengsl af þessu tagi og bendir á hvenær hagsmunir beggja fari stundum ágætlega saman en jafnframt hvar þeir geti rekist á. Skoðum fyrst kostina. „Náin samvirvna vísindasamfélagsins og iðnaðar hefur stuðlað að þróun margra nýrra lyfja. Þarna fara grund- vallarhagsmunir saman. Almenningur sækist eftir áhrifaríkum nýjum meðferðum, vísindasam- félagið vill þróa grunnuppgötvanir yfir í meðferð og iðnaðurinn vill þróa nýjar vörur. Yfirlýsing Partners bendir á að bæði vísindasamfélagið og iðnaðurinn geti hagnast á því að leiðandi vísindamenn sitji í stjórnum fyrirtækjanna. Fyrirtækin njóta þekkingar leiðandi vísindamanna innan læknisfræðinnar og fræðast um hvert grunnrannsóknir í læknisfræðinni stefni. Vísinda- mennirnir læra nýjustu aðferðir við að skipuleggja rannsóknarteymi eða hvernig stjórna á stórum, flóknum stofnunum, og tengslamyndun þeirra við aðra stjórnarmeðlimi getur aflað fjár til rannsókna." A hinn bóginn: „Markmið akademískrar heilbrigðisstofnunar getur beinst í aðra átt en markmið hagnaðarsækins heilbrigðisfyrirtækis. Þar sem stefna hins fyrrnefnda beinist fyrst og fremst að því að dýpka skilning okkar á heilbrigði og sjúkdómum og veita hágæðaþjónustu þurfa fyrirtækin að þróa nýjar vörur með hagnað í huga; lokamarkmið hins fyrmefnda er að bæta lýðheilsu, en hagnaðarsækin fyrirtæki beina kröftum sínum eingöngu að lýðheilsu ef það eykur hagnað, bætir orðstír eða fellur að góðgerðaáætlunum þeirra. Misvísun þessara markmiða ýtir undir áhyggjur af afleiðingum þess að vísindamenn háskóla- samfélagsins þiggi óeðlilega háar greiðslur - áhyggjur sem hvatti til stefnu Partners - og einnig að beina athyglinni að ábyrgð vísindamannanna og forstjóranna. Forstjóri hagnaðarsækins fyrir- tækis ber fyrst og fremst ábyrgð gagnvart fyrir- tækinu, eigendum þess eða hluthöfum, við að auka hagnað þess. Rektor eða deildarforseti háskólastofnunar ber ábyrgð á því að fylgja eftir markmiðum stofnunarinnar. Við ákveðnar aðstæður getur ábyrgðin verið ósættanleg. Ef fyrirtæki fjármagnar samstarfs- verkefni við háskólastofnun er forstjóranum skylt að halda fram hagsmunum fyrirtækisins með því að stýra vísindaáætluninni og leggja áherslu á vöruþróun. Stjórnanda háskólastofnunarinnar, sem hefur það markmið að efla grunnrannsóknir, ætti að vilja að vísindamennirnir stýrðu áætluninni. Á sama hátt, ef fyrirtæki þróar alþjóðlegt verkefni í hráefnasnauðu landi, ætti forstjórinn að leggja áherslu á opnun nýrra markaða og letja þróun bóluefna og lyfja sem skila ekki hagnaði. Háskólastofnun getur hins vegar haft þá stefnu að draga úr sjúkdómum á heimsvísu og minnka félagslegar orsakir lélegrar lýðheilsu - til dæmis með smálánum. Við slíkar aðstæður getur forstjórinn sem gætir hagsmuna fyrirtækis síns dregið úr mikilvægum markmiðum háskólastofnunarinnar, og öfugt, og heiðarleg manneskja getur hugsanlega ekki þjónað báðum herrum. Slíkur árekstur hagsmuna getur orðið sérlega alvarlegur ef stjómandi 502 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.