Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 18
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI Mynd 2. Tölvusneiðmynd afbrjóstholi (þversnið) sem sýnir 1,5 fýrirferð í framanverðu miðmæti (ör), rétt neðan við ósæðarboga. þannig. Því var gerður efri bringubeinsskurður (partial sternotomy). Fyrirferðin sást þá greinilega í framanverðu miðmæti, vel afmörkuð frá um- lykjandi fituvef (mynd 3). Frystiskurðarsvar í aðgerð gaf til kynna að líklegast væri um góðkynja kalkkirtilsæxli að ræða. Var greiningin síðar staðfest með smásjárskoðun á vefjasýnum (mynd 4). Gang- ur eftir aðgerð var góður og sjúklingurinn útskrif- aðist tveimur dögum eftir aðgerð með eðlileg kalkgildi í blóði. Þremur vikum frá aðgerð voru liðeinkenni horfin og vitsmunageta eðlileg. Sjúk- lingur er við góða líðan rúmu ári frá aðgerð og bæði kalk- og kalkvakagildi í sermi eðlileg. Umræður Einkenni sjúklingsins má rekja til blóðkalks- hækkunar vegna frumkomins kalkvakaóhófs. Er þá um að ræða óeðlilega mikla seytrun á kalkvaka (parathyroid hormone), sem ásamt hormónunum kalsítónín og kalsítriol (l,25-(OH)2- cholecalciferol) stýra magni kalks í blóði.1 Tilfellið sýnir ágætlega hversu fjölbreytileg sjúkdómsmyndin getur verið, sem rekja má til víðtæks hlutverks kalks í líkamanum. Kalk er til dæmis nauðsynlegt fyrir boðskipti frumna, taugaboð, vöðvasamdrátt, storkun blóðs auk þess að vera eitt helsta byggingarefni beina.1,2 Engu að síður er frumkomið kalkvakaóhóf í dag oftar en ekki greint án einkenna, eða í allt að 80% tilfella.3 Er þá hækkun á kalki oftast greind í blóðprófum sem tekin eru við eftirlit vegna óskyldra sjúkdóma.4-5 Einkenni kalkvakaóhófs má rekja til hækkunar á kalki og kalkvaka í blóði. Einkenni nýmasteina eru algengust og sjást hjá um 15-30% sjúklinga.1-4 í þessu tilfelli var þvagskoðun eðlileg og sjúkling- ur ekki með sögu um nýrnasteina. Kraftleysi og þreyta voru hins vegar áberandi, en slík einkenni sjást hjá stórum hluta sjúklinga.3'6-8 Stirðleiki í liðum og jafnvel liðbólgur koma fyrir3 og eru þessir sjúklingar því stundum taldir hafa gigtsjúk- dóma. Beinþynning er þekktur fylgikvilli frum- kominnar kalkvakaofseytingar og beinbrot sem afleiðing hennar.1-3- 6 Geðræn einkenni eru vel þekkt, sérstaklega þunglyndi og kvíði.3,10 Einnig hefur verið lýst geðrofa og ruglástandi, og eins og í þessu tilfelli skertri vitsmunagetu og gleymni.3' 10 Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt fram á hærri dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúk- dóma hjá sjúklingum með alvarlegt frumkomið kalkvakaóhóf.11 Astæðan er ekki að fullu þekkt en frumkomið kalkvakaóhóf hefur verið tengt áhættuþáttum fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Ber þar helst að nefna háþrýsting en einnig hefur í sumum rannsóknum verið sýnt fram á aukna tíðni skerts sykurþols og blóðfituraskana.11 Stækk- un vinstri slegils er einnig algengari hjá þessum sjúklingum.12 Mynd 3. Mynd úr aðgerð. ígegnum efri bringubeinsskurð má greinilega sjá æxlið í miðmætinu (ör). Neðst á myndinni sést í hálsskurðinn. Mynd 4. Frumuríkur kalkkirtilsvefur sem er gerður af höfuðfrumum (chief cells) hægra megin á myndinni og sýrusæknum frumum (oxyphil cells) sem litast rauðar vinstra megin á myndinni. 470 LÆKNAblaðiö 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.