Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 19
F RÆÐIGREINAR RANNSÓKN Kalkvaka er seytt af kalkkirtlum sem yfirleitt eru fjórir talsins og staðsettir þétt upp við skjald- kirtilinn aftanverðan. Magn kalkvaka eykst þegar kalk í blóði lækkar og hormónið hvetur beinátu- frumur (oseteoclasta) til niðurbrots á beini sem losa þannig kalk út í blóðið. Einnig hvetur kalk- vaki til endurupptöku á kalki í nýrum og melt- ingarvegi og hindrar endurupptöku fosfats í nýrum.1 Þegar kalkvakaóhóf er tilkomið vegna sjúk- dóms í kirtlunum sjálfum kallast það frumkomið kalkvakaóhóf (primary hyperparathyroidism). Hækkun á kalkvakagildum getur einnig sést sem afleiðing lækkunar kalks í blóði (secondary hyperparathyroidism), til dæmis við langvarandi nýrnabilun. Meðal annarra algengra orsaka er D- vítamín skortur.1 Arlegt nýgengi frumkomins kalkvakaóhófs er um 20-30/100 000 og sjúkdómurinn allt að fimm sinnum algengari hjá konum.13'14 Góðkynja æxli (adenoma) í einum kalkkirtli af fjórum er algeng- asta orsök frumkomins kalkvakaóhófs, eða hjá 80-88% sjúklinga.15-17 Stundum eru góðkynja æxli í fleiri en einum kirtli, eða í 5-12% tilfella, og í 5-15% tilfella er orsökin ofvöxtur (hyperplasia) í þeim öllum.15-17 Mun sjaldgæfara er að krabba- mein í kirtlunum valdi kalkvakaóhófi, eða í 1-2% tilfella. í okkar tilfelli reyndist einn kirtill stækk- aður en staðsetning hans í miðju brjóstholi er óvenjuleg. Er talið að slík staðsetning sjáist í 5% tilfella af frumkomnu kalkvakaóhófi.18 Annars eru 20% kalkkirtla staðsettir utan skjaldkirtils- svæðis, til dæmis í grófinni milli barka og vélinda, á bak við vélinda eða kok (retropharyngeal) eða í aftan- eða framanverðu miðmæti.19 Skýringuna á breytilegri staðsetningu kalkkirtla má rekja til fósturskeiðs. Líkt og hóstarkirtillinn myndast neðri kalkkirtlamir frá þriðja fósturboga í 5. viku fósturskeiðs20 og ferðast þeir saman umtalsverða vegalengd áður en endanleg staðsetning ræðst. Hækkun kalks í blóði án bælingar kalkvaka- gildis (PTH) er oftast tilkomin vegna frumkomins kalkvakaóhófs. Mismunagreining er Familial Hy- pocalciuric Hypercalcemia (FHH), en með mæl- ingu kalks í sólarhringsþvagi eða útreikningum á svokölluðu kalkcl/kreatinincl hlutfalli (>0,01) má útiloka þann sjúkdóm. Frekari rannsóknir miða að því að staðsetja kalkkirtilsæxlið og er oftast gerð bæði ómskoðun (næmi 42-82% og sértæki 90- 92%)21 og kalkkirtlaskann (allt að 90% næmi þegar um eitt æxli er að ræða).21-22 Ef kalkkirtlaskann sýnir grun um æxli í brjóstholi er ennfremur mælt með tölvusneiðmynd eða segulómskoðun. Þannig fást nákvæmari upplýsingar um staðsetningu23 og var slíkt gert í þessu tilfelli. Tafla I. Ábendingar fyrir skurðaðgerð hjá sjúklingum með kalkvakaóhóf. Byggt er á leiðbeiningum frá National Institutes of Health (1992 og 2002).26 Einkenni frá beinum, nýrum, meltingarfærum, vöðva- og taugakerfi eða lífshættuleg einkenni kalkhækkunar í blóði. Kalkmagn I blóði >0,25 mmól/L ofan við efri viðmiðunarmörk. Kalkmagn í þvagi >100 mmól/L eða nýrnasteinar til staðar Lág beinþéttni (T-gildi <-2,5) Nýrnaskiljupróf (creatine clearance) <30% Aldur <50 ár Sjúklingur óskar sjálfur eftir aðgerð, litlar líkur á að sjúklingur sinni eftirliti. Meðferð kalkvakaóhófs er skurðaðgerð þar sem kirtilæxlið er fjarlægt, oftast í gegnum háls- skurð.25-26 Nær undantekningarlaust er mælt með aðgerð ef sjúklingar hafa einkenni sjúkdómsins, eins og í þessu tilfelli. í mörgum tilvikum er einnig mælt með aðgerð hjá einkennalausum sjúklingum. Á það til dæmis við hjá einstakling- um með beinþynningu, versnandi nýrnastarfsemi eða blóðkalkshækkun >0,25 mmól/1 yfir efri við- miðunarmörkum.11'24 í töflu I eru sýndar helstu ábendingar skurðaðgerðar.6,24 Árangur aðgerðar er mjög góður og tíðni fylgikvilla lág (2-3%),26 sérstaklega ef hún er framkvæmd af reyndum skurðlækni. Má gera ráð fyrir að 98% sjúklinga læknist með skurðaðgerð23 eins og sást í þessu tilfelli. í aðgerðinni er hægt að staðfesta að um kalkkirtil sé að ræða með frystiskurði eða stund- um PTH-mælingu í aðgerð. Helstu fylgikvill- ar eru tímabundin lækkun á kalki í blóði, hæsi vegna áverka á raddbandataugar (n. laryngeus recurrence) og blæðing í kjölfar aðgerðar.26 í um 2% tilfella er þörf á bringubeinsskurði til að fjarlægja þessi æxli.27 Þar sem fylgikvillar og legutími eru hærri eftir bringubeinsskurð, er yfirleitt reynt að ná til æxlisins í gegnum hálsskurð, sé það mögulegt. Er þá stundum miðað við að æxlið liggi ekki dýpra en 6 cm frá bringubeinskant- inum.28 í þessu tilfelli var reynt að ná til æxlisins í gegnum hálsskurð en ekki náðist í æxlið og var því gerður efri bringubeinsskurður. Tilfellið sýnir að einkenni frumkomins kalk- vakaóhófs geta verið margvísleg og sjúkdóms- myndin óljós. Kalkkirtilsæxli geta fundist utan hálssvæðis, meðal annars í brjóstholi eins og hér er lýst. Frumkomið kalkvakaóhóf er hægt að lækna með skurðaðgerð en sjaldgæft er að grípa þurfi til bringubeinsskurðar til að fjarlægja æxlið eins og í þessu tilfelli. Þakkir Þakkir fá læknarnir Vigdís Pétursdóttir meina- fræðingur og Maríanna Garðarsdóttir röntgen- læknir fyrir aðstoð við gerð myndefnis. LÆKNAblaðið 2010/96 471
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.