Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 42
UMRÆÐA O G FRÉTTIR LÍFEYRISGREIÐSLUR „Stjórnin þarf að endurheimta traust," segir Tryggvi Ásmundsson. Lífeyrisgreiðslur stórlega skertar Hávar Læknar sem fá greiddan lífeyri úr Almenna Sigurjónsson lífeyrissjóðnum hafa fundið fyrir umtalsverðri skerðingu á greiðslum á undanförnu ári. Sjóðurinn tapaði verulegu fé í bankahruninu og ákvarðanir stjórnar sjóðsins um ráðstöfun fjármuna eru harðlega gagnrýndar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis (Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir. Rannsóknarnefrid Alþingis 2010; 4:131-4. Tryggvi Ásmundsson læknir hefur gagnrýnt ákvarðanir sjóðsins og kveðst byggja gagnrýni sína á umsögn skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins tók stöðu með krónunni í aðdraganda bankahrunsins og tapaði 5,4 milljörðum króna á þeim gjörningi. Rannsóknarnefndin leitaði álits virts erlends sérfræðings á þessum gjörðum og hann gagnrýnir þær harðlega, notar m.a. orðið brjálæði („the fund is mad") í umsögn sinni. Rökin fyrir þessum gjörningi voru að verja þyrfti erlendar eignir sjóðsins fyrir gengisbreytingum. Höfundar skýrslunnar telja þetta gert í von um skjótfenginn gróða, með öðrum orðum græðgi. Það þarf væntanlega ekki að deila um að slíkt á ekki við þegar menn eru að ávaxta lífeyri. Lífeyrissjóðir eru engir vogunarsjóðir. Stjómendur sjóðsins hafa mótmælt þessari gagnrýni, telja hana ósanngjarna. Ég vildi samt gjaman sjá þá rökstyðja þau mótmæli betur. Vissulega féllu margir aðrir lífeyrissjóðir í sömu gryfju, þetta var hálfgerð hjarðhegðun. En mér finnst það ekki nægileg réttlæting að aðrir hafi verið jafn vitlausir og það má finna lífeyrissjóði sem létu þetta ógert. Þetta tap er ein af fleiri ástæðum þess að skerða þurfti lífeyrisgreiðslur um 10% í fyrra, 12% núna 1. júní og það er spáð 5% lækkun á næsta ári." Tryggvi lagði til á aðalfundi Almenna lífeyris- sjóðsins í vor að laun stjórnarmanna yrðu lækkuð jafnt og lífeyririnn eða um 20%. Sú tillaga var felld, en fékk þó rúm 42% atkvæða. „Ég er eftir á ekkert leiður yfir að þessi tillaga var felld. Ég held þrátt fyrir allt að stjórn sjóðsins og stjómendur séu hæft fólk þótt þeim yrðu á þessi mistök. En þau þurfa að endurheimta traust. Það er ekki sanngjarnt að krefjast af þeim að sigla sjóðnum óskertum í gegnum þennan ólgusjó. Það sem ég nefndi hér áðan er kannski það eina sem mér finnst með fullri sanngirni hægt að gagnrýna þau fyrir, en það eru samt engir smámunir. Sá sem tapar fyrir manni peningum, þótt á því séu að hluta til eðlilegar skýringar, glatar trausti. Það traust þarf þetta fólk að endurvinna. Það að neyða uppá þau launaskerðingu hjálpar ekkert til að endurheimta slíkt traust. Ef þau afsöluðu sér þessum 20% eða létu þau ganga til líknarmála gæti það hins vegar verið einn liður til þeirrar endurheimtu." 494 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.