Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 27
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI hjartahljóðriti. Þetta getur samrýmst ýktum 3. hjartatóni vegna snöggrar hindrunar á fyllingu vinstri slegils. Auðvelt er að mæla þykkt á gollurshúsi aftan og neðan við hjartað. Hreyfing á bak- og hliðarvegg vinstri slegils í miðju hlébili er einnig áberandi lítil. Með sérstöku stafrænu mati (digitized M-mode echocardio- graphy) er skýrar hægt að sýna fram á aukinn þanhraða vinstri slegils (left ventricular peak diastolic dimension lengthening rate) snemma í hlébili.17 Með Doppler hjartaómun er hægt að greina merki um skerta fyllingu vinstri slegils í hlébili og truflun á eðlilegu samspili þrýstings í hjartahólfum og innan brjósthols.13'16 Þykknað gollurshús dempar þau áhrif sem öndunartengdar innanbrjósthols þrýstingsbreytingar hafa á þrýsting í gollurshúsinu við eðlilegar aðstæður. Með Doppler kemur þetta fram sem meira en 25% minnkun á flæðishraða yfir míturloku í hlébili við innöndun. Flæðishraði í lifrarbláæðum og yfir þríblöðkulokuna er hins vegar aukinn. Við útöndun snúast þessar breytingar við. Svipaðar breytingar sjást einnig ef mikill vökvi er í gollurshúsi (tamponade). Lífeðlisfræðin þar að baki er þó nokkuð frábrugðin og aðrar upplýsingar sem einnig sjást á hjartaómun eru gagnlegar til aðgreiningar.13' 16 Flókið getur verið að greina þarna á milli þegar fara saman bólgubreytingar og þykknun á gollurshúsi ásamt vægri vökvasöfnun, lífeðlisfræðin getur þá verið blönduð. Tölvusneiðmyndir og segulómun af hjarta eru mjög gagnlegar til að meta þykkt gollurshús.18' 19 Tölvusneiðmynd ætti í flestum tilfellum að duga. Eðlileg þykkt á gollurshúsi útilokar þó ekki trefjagollurshús. Þannig eru allt að 20% sjúklinga sem fara í aðgerð vegna trefjagollurshús með eðlilega þykkt á gollurshúsi á þessum mynd- rannsóknum. Á hirin bóginn þarf þykknað gollurshús ekki alltaf að þýða að það þrengi að hjartanu. Gollurshúsþykkt sem er yfir 6 mm eykur þó verulega líkur á því að um trefjagollurshús sé að ræða. Vinstri og hægri hjartaþræðing gefur mikil- vægar upplýsingar til greiningar á trefjagollurs- húsi.20 Þrjú atriði eru mikilvægust. í fyrsta lagi hækkun og jöfnun á þrýstingi í hlébili í öllum hjartahólfum. í öðru lagi líkist útlit á þrýst- ingskúrfum frá vinstri og hægri slegli snemma í hlébili kvaðratrótarteikni (einnig kallað "dip- and-plateau") (mynd 1). í þriðja lagi er áberandi y-fallandi í þrýstingskúrfu frá hægri gátt. Meðferð og horfur Helsta meðferð trefjagollurshúss er skurðaðgerð. Oftast er fremri hluti gollurshússins fjarlægður aftur að þindartaugum báðum megin.1'2 Skurð- aðgerð reyndist vel í þessu tilfellli. Þegar fremri hluti gollurshússins hafði verið fjarlægður sást strax í sárinu hvernig fylling hjartans batnaði. Ómskoðun af hjarta fyrir og eftir aðgerðina staðfesti þetta. Auk þess lagaðist mæði verulega og bjúgur á útlimum hvarf á nokkrum vikum. Um leið var hægt að minnka skammta af þvagræsilyfjum verulega. Fjöldi rannsókna hafa staðfest góðan árangur skurðaðgerðar.1'3- 21-23 Engu að síður er um áhættusama aðgerð að ræða og á stærri hjartaskurðdeildum erlendis er dánartíðni á bilinu 6-8%.2'3 Dánarorsök tengist oft hjartabilun en þriðjungur sjúklinga hjartabilast alvarlega á fyrstu dögum eftir aðgerð. Ástæðan er rýrnun á hjartavöðva vegna langvarandi þrengsla £ gollurshúsinu. Samdráttargeta hjartans lagast oftast á nokkrum dögum1'24 en þó ekki alltaf.1' 15 Blæðingar eru annað vandamál við þessar aðgerðir, enda gollurshúsið iðulega fast við yfirborð hjartans.1 Hjá sjúklingum sem ekki er treyst í aðgerð er beitt þvagræsilyfjum.25 Slíkri meðferð er einnig beitt þegar einkenni eru væg og ekki talin ábending fyrir skurðaðgerð. Þvagræsilyf eru oft áhrifarík, að minnsta kosti í upphafi. Þetta sást glöggt í okkar tilfelli en sjúklingurinn léttist um 30 kg á fjórum vikum. Áhrif þvagræsilyfja eru þó ekki viðvarandi og einkenni versna oft með tímanum. I rannsókn Bertog og félaga var sýnt fram á hærri tíðni ótímabærs dauða ef skurðaðgerð var ekki gerð.2 Langtímahorfur eftir skurðaðgerð ráðast aðallega af alvarleika hjartabilunar og undirliggjandi orsök.2 Horfur eru verstar við trefjagollurshús eftir geislameðferð, en þá hefur hjartavöðvinn oft orðið fyrir geislaskemmdum.2 Þetta tilfelli sýnir hversu erfitt getur verið að greina trefjagollurshús. Um leið undirstrikar tilfellið mikilvægi þess að greina orsakir hjarta- bilunar sem mögulega er hægt að lækna, til dæmis með skurðaðgerð eins og í þessu tilfelli. Mynd 6. Bútar af gollurshúsi semfjarlægt var við aðgerðina. Smásjárskoðun sýndi ósértæka bólgu og kalkanir. LÆKNAblaðið 2010/96 479
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.