Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 31
Ú R _____UMRÆÐA O G FRÉTTIR PENNA STJÓRNARMANNA LÍ Blikur á lofti Valgerður Rúnarsdóttir valgerdurr<Ssaa. is Stjórn LÍ Birna Jónsdóttir, formaður Þórarinn Guðnason, varaformaður Sigurveig Pétursdóttir, gjaldkeri Sigríður Ó. Haraldsdóttir, ritari Kristján G. Guðmundsson Ragnar Victor Gunnarsson Sigurður Böðvarsson Valentínus Þór Valdimarsson Valgerður Rúnarsdóttir í pistlunum Úrpenna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Það eru sviptingar í lífi okkar íslendinga. Eitt tekur við af öðru. í á annað ár höfum við fengið nýjar óvæntar stórfréttir með morgunkaffinu, aftur og aftur. Fréttir af atburðum sem varða tilvist okkar, framfærslu, framtíð og öryggi. Efnahagur Islendinga tekur bakföll og náttúruöflin láta til sín taka. Blikur eru á lofti varðandi stjórnun heilbrigðiskerfisins, enn og aftur. Eins og í veðurfræðinni, eru slík ský merki um breytingar, en til góðs eða ills, tja ... Forsvarsmenn landsins reyna að taka í taumana og ekki eru allir á eitt sáttir. Það svíður undan sparnaðaraðgerðum. Menn eru uppgefnir á að tala úr sínum ranni, fyrir góðum málstað og skynsamlegum aðgerðum, sem ekki virðist tekið mark á. A sama tíma og þjóðin logar og berst, með orðum, í reiði, með aðgerðum, virðist mér sem sú sama þjóð sé í einhvers konar átaki. Ataki til að bjarga sér, að sinna sér, að bæta það sem stendur nær hverjum og einum. Götur og stígar eru fullir af hjólandi fólki á leið til vinnu eða annarra erinda, stórir hópar fólks hlaupa um í þéttbýli og óbyggðum, fjöllin eru troðin af kappsömu fólki að njóta sín og reyna sig, prjónað er á íslandi sem aldrei fyrr, og aðrar hannyrðir eru stundaðar hvarvetna, heimaræktun grænmetis blómstrar, fólk vill kaupa beint frá býli og íslenskt. Þetta líkist ekki þjóð sem er að gefast upp. Eru blikur á lofti? Heilbrigðiskerfið okkar hefur verið skorið niður og verður enn. Heilbrigðiskerfi sem við höfum verið ánægð með og gefið mjög góða raun. Sviptingar í stjórnun þess er áhættusamar. Hvað mun tapast sem erfitt verður að bæta upp? Læknafélag íslands hefur ítrekað varað við niðurskurði í heilbrigðiskerfinu. Læknafélagið hefur einnig varað við læknaskorti og sýnt fram á fækkun í stéttinni og bent á líkur á enn frekari fækkun. Undirmönnun í heilsugæslu er mikið áhyggjuefni. Aðlöðun ungra lækna til að starfa hér heima er erfið við þessar aðstæður. Álag á lækna eykst, eins og aðra heilbrigðisstarfsmenn, við fækkun stöðugilda í sparnaðaraðgerðum. Samningar ríkisins um ýmsar heilbrigðis- stofnanir og læknisverk eru óvissir í náinni framtíð. Það er óviðunandi. Sviptingar í þjónustu kunna ekki góðri lukku að stýra. Þróun þessa heilbrigðiskerfis sem nú er við lýði hefur tekið langan tíma. Samvinna er milli stofnana og mismunandi rekstrarform ganga vel. Sviptingar á þessu kerfi geta ekki orðið til góðs. Það tekur langan tíma að vinna upp það sem hægt er að slá út af borðinu í einu vetfangi. Það er líka kostnaðarsamt. Að flýta sér hægt og vanda til verks er nauðsyn. Læknar vilja standa vörð um þjónustu við sjúklinga, öryggi þeirra og heilbrigðiskerfið okkar allt. Læknar hafa margt um stjórnun og skipulag heilbrigðisþjónustu að segja. Málþing lækna, m.a. á Læknadögum, ritröð í Læknablaðið og þjóðfundur lækna á dögunum sýna það glöggt. Læknar eru sammála um mörg góð og merk gildi, eins og lesa má úr niðurstöðum Þjóðfundar lækna í vetur. Fagmennska, ábyrgð, þjónusta, aðgengi, jöfnuður, menntun, rannsóknir, skilvirkni, samvinna, skipulag ... Það getur ekki verið til annars en góðs að treysta læknum meira og betur til stjórnunar og ákvarðana í heilbrigðiskerfinu. Hafa þá með í ráðum. Að hvetja lækna til að bjóða sig meira fram. Margir læknar hafa mikla reynslu og þekkingu á rekstri, hagkvæmni, stjórnun og skipulagi, í viðbót við sína faglegu þekkingu í læknisfræði. Við allar breytingar þarf að huga að langtíma áhrifum og það er ekki gert nema með þekkingu þeirra sem vinna í faginu. Það var afar ánægjulegt að vera í hópi 120 kollega á framhaldsaðalfundi Læknafélags Reykjavíkur í byrjun júní. Fjórir frambjóðendur voru til embættis formanns félagsins. Þetta er góðs viti og vonandi verður framhald á áhuga og þátttöku margra lækna til félagsstarfa, umræðna og samstöðu. Mönnum var þar, eins og víðar í hópi lækna, tíðrætt um að verja góða og faglega heilbrigðisþjónustu við sjúklinga okkar. Samstaða og þátttaka lækna til þess verður öflugt vopn í þeirri baráttu. Jú, ég held það séu enn frekari blikur á lofti. LÆKNAblaðið 2010/96 483
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.