Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI þess. Aðgerðin gekk vel og var blæðing 550 ml. Eftir aðgerðina var hann sólarhring á gjörgæslu og þurfti hvorki öndunarvél né æðahvetjandi lyf. Gefin voru þvagræsilyf eftir aðgerðina, fyrst í æð en síðan í töfluformi. Smásjárskoðun á gollurshúsi sýndi aðeins ósértæka bólgu og kalkanir. Hann útskrifaðist sex dögum eftir aðgerð og vó þá 135 kg eins og við innlögn. Hjartaómun sýndi þokkalegan samdrátt á vinstri slegli (útstreymisbrot 45%) og dopplerhraði yfir míturloku og vefjadoppler bentu til þess að fylliþrýstingur í vinstri slegli væri undir 20 mmHg. Hann var útskrifaður á fúrósemíði, 40 mg tvisvar á dag. Viku eftir útskrift var hýdróklórtíazíði bætt við, 25 mg daglega, þar sem hann hafði þyngst um þrjú kg. Hjartaómun tveimur vikum eftir útskrift sýndi næstum eðlilegt hreyfimynstur á vinstri slegli og vægt skert útstreymisbrot (50%). Á næstu vikum minnkaði bjúgur á ganglimum enn frekar og mæði sömuleiðis. Sex vikum eftir aðgerð var hann 129 kg, og aðeins vottur af bjúg á ganglimum. Mánuði frá aðgerð greindist hann með gáttatif. Var því gerð rafvending tveimur mánuðum síðar sem tókst vel. Rúmu ári frá aðgerð lét hann vel af sér. Hjartsláttur var reglulegur, mæði mun minni og bjúgur á ganglimum horfinn (mynd 4b). Auk þess hafði þvagræsilyfjameðferð verið minnkuð í 25 mg af hýdróklórtíasíði og 40 mg fúrósemíði daglega. Umræða og yfirlit um sjúkdóminn Orsakir Trefjagollurshús er sjaldgæfur sjúkdómur og hefur að því höfundar best vita ekki verið lýst áður í Læknablaðinu. Okkur er þó kunnugt um tilfelli sem greind hafa verið áður á Landspítala. Nýgengi trefjagollurshúss er breytilegt eftir heimsálfum og ræðst af algengi orsakavaldandi sjúkdóma. Faraldsfræðilegar rannsóknir eru af skornum skammti. Ein sú stærsta er frá Indlandi og tekur til 359 sjúklinga.1 í þeirri rannsókn og öðrum sambærilegum er aðeins litið á sjúk- linga sem gengust undir skurðaðgerð.1'3 Orsakir trefjagollurshúss eru fjölmargar og eru þær helstu sýndar í töflu II. í þriðja heiminum eru berklar algengastir, en á Vesturlöndum er orsök oftast óþekkt eða rakin til gollurshússbólgu af völdum vírussýkinga.2- 3 Aðrar vel þekktar orsakir eru samvextir eftir brjóstholsskurðaðgerðir, geisla- meðferð á brjósthol, asbestmengun, illkynja sjúkdómar og bandvefssjúkdómar, svo sem ikt- sýki og rauðir úlfar.% 4 Einkenni og teikn Bæði Fom-Egyptar og Grikkir lýstu einkennum trefjagollurshúss.5 Einnig eru til nákvæmar lýs- ingar á sjúkdómnum frá miðöldum. Þannig lýsti Richard Lower sjúklingi með mæði og slitróttan púls (intermittent) þegar árið 1669.6- 7 Rúmum 200 árum síðar lýsti Adolf Kussmaul fyrstur veikluðum slagæðapúlsi við innöndun. Fyrirbærið kallaði hann pulsus paradoxus.8 Einnig er kennt við hann svokallað Kussmaulsteikn (Kussmaul's sign), en það eru þandar bláæðar á hálsi sem þenjast meira út við innöndun, og geta sést við trefjagollurshús. Löngu síðar, eða 1935, var lýst fyrstu árangursríku skurðaðgerðinni við trefjagollurshúsi.9 Sjúklingar með alvarlegt trefjagollurshús eru flestir með bjúg, oftast á neðri hluta líkamans og þá sérstaklega ganglimum eins og sást í þessu tilfelli.3,10 Einnig getur sést dreifður bjúgur, meðal annars á höndum og í andliti, og kallast holdbjúgur (anasarka). Þreyta og áreynslumæði eru mjög algengar kvartanir, líkt og kvið- og brjóstverkir og gáttatif.3 í okkar tilfelli var 15 ára saga um óútskýrða mæði auk átta ára sögu um bjúg á ganglimum og þreytu við áreynslu. Allt eru þetta einkenni sem hægt er að rekja til trefjagollurshúss. Því er ljóst að veruleg töf varð á greiningu. Við skoðun er dæmigert að sjá þandar bláæðar á hálsi og bjúg á ganglimum. Lifur er oft stækkuð og teikn um vökva í kvið (skiptideyfa) og fleiðru (minnkuð öndunarhljóð, bankdeyfa).3 Þessi teikn geta flest sést við aðra sjúkdóma og Tafla II. Orsakir trefjagollurshúss iþremur stórum erlendum rannsóknum. Gefinn er upp fjöldi sjúklinga og % ísviga. Ling og fél. (3) 135 sjúklingar greindir á Mayo Clinic, 1985-1995 Bertog og fél. (2) 163 sjúklingar greindir á Cleveland Clinic, 1997-2000 Chowdhury og fél. (1) 395 sjúklingar greindir í Nýju- Delí 1984-2004 Óþekkt / vírussýking 45 (33) 75 (46) 31 (8) Samvextir í kjölfar hjartaaðgerðar 24 (18) 60 (37) 9(2) Geislameðferð á brjósthol 17(13) 15(9) - Bandvefssjúkdómar 10(7) 5(3) - Gollurshússbólga 22 (16) 1 (D - Tengt sýkingum (berklar, graftarsýking í gollurshúsi) 4(3) 6(4) 351 (89) Aðrar orsakir 13(9) <1 (<1) 4(1) LÆKNAblaðið 2010/96 477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.