Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 32
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR LÆKNAR FLYTJA ÚR LANDI Hættur og farinn . . . Sigurður Böðvarsson sérfræðingur í krabbameinslækningum er á förum til Bandaríkjanna eftir að hafa starfað á krabbameinsdeild Landspítalans í 9 ár frá því hann lauk sérnámi. Hann lét af formennsku í Læknafélagi Reykjavíkur þann 1. júní og segir sér því ekkert að vanbúnaði lengur að flytja búferlum. Til hafi staðið í nær þrjú ár að flytja vestur um haf en nú sé rétti tíminn. Læknablaðið fékk Sigurð til að líta um öxl og lýsa reynslu sinni nú þegar hann stendur á þessum tímamótum. „Ég tók við starfi formanns Læknafélags Reykja- víkur 2006. Þessi fjögur ár hafa verið skemmtileg og fljót að líða. Ég hef verið svo lánsamur að vinna með góðu og áhugasömu fólki allan tímann. Ég kom mér í stjórn Læknafélags íslands strax haustið 2006 og tel nauðsynlegt að formaður LR sitji í stjórninni enda leiðir hann 75% lækna á íslandi. Ég hef reynt á þessum árum að þróa mál með þeim hætti að LI einbeiti sér að stéttarfélagsmálum en LR að faglegum málum læknastéttarinnar. Auðvitað skarast fagleg og stéttarfélagsleg málefni nokkuð milli LÍ og LR og reyndar hafa samningar sjálfstætt starfandi sérfræðinga verið gerðir í nafni LR samkvæmt 100 ára hefð. Ég hef sem formaður látið samninganefnd félagsins eftir samningagerðina og ekki skipt mér sérstaklega af henni. Ég held að það sé ágætis fyrirkomulag, því formaðurinn þarf að hafa það í huga að í LR eru auk sjálfstætt starfandi lækna, heilsugæslulæknar og sjúkrahúslæknar og formanninum ber að gæta hagsmuna þeirra allra." Samskipti við stjórnmálamenn, ráðherra og embættismenn eru stór hluti af starfi formanns LR og tíð ráðherraskipti í heilbrigðisráðuneytinu hafa sett svip sinn á rekstur þess málaflokks á undanfömum árum. „Ég hef á þessum árum fundað með fjórum heilbrigðisráðherrum og öllum þeirra oftar en einu sinni. Einnig hef ég átt ótal fundi með embættismönnum, þingmönnum og ýmsum nefndum. Ég hef reynt að miðla sjónarmiðum lækna og ítrekað vilja þeirra til samstarfs og Hávar samvinnu um stefnumótun og framkvæmd Sigurjónsson heilbrigðismála hér á landi. Mér hefur komið á óvart hve stjórnsýslan hér er veik og hve upplýsingar eru af skornum skammti. Góð kona sagði einu sinni að upplýsingar væru stjómkerfinu jafn nauðsynlegar og peningar fjármálakerfinu. Án upplýsinga er erfitt að taka vitrænar ákvarðanir. Mér hefur því komið á óvart hve upplýsingar um til að mynda kostnað í heilbrigðiskerfinu eru fátæklegar. Reyndar liggja allar kostnaðartölur fyrir hjá sjálfstætt starfandi læknum við öll þeirra verk en hið opinbera stendur sig ekki að þessu leyti. Þannig vitum við uppá krónu hver er heildarkostnaður ríkisins við heimsókn sjúklings til sjálfstætt starfandi læknis, en enginn hefur getað sagt mér hvað heimsókn sama sjúklings til heilsugæslulæknis eða sjúkrahússlæknis á göngudeild kostar. Þetta verður auðvitað að laga ef ætlunin er að reka hér heilbrigðiskerfi á hagkvæman hátt. Athyglisvert er reyndar að miðað við fyrirliggjandi tölur er meðalkostnaður ríkisins vegna heimsóknar sjúklings til sjálfstætt starfandi sérfræðilæknis um 6500 krónur en meðalkostnaður við heimsókn sjúklings til hjúkrunarfræðings eða læknis innan heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um 3000 krónum hærri eða um 9500 krónur. Þessar tölur koma frá hagfræðingi Læknafélagsins og hún hefur unnið þær út frá opinberum gögnum eins vel og hún getur. Vafalaust eru skýringar á þessum mun margar, menn fara yfirleitt betur með eigið fé en annarra og síðan er gríðarlegur munur á yfirbyggingu sjálfstætt rekinna stöðva og heilsugæslunnar. Kostnaður við stjórnun heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var til dæmis um 600 milljónir á síðasta ári og mér kæmi á óvart ef samanlagður kostnaður við stjórnun sjálfstætt starfandi læknastöðva í Reykjavík færi yfir 5-10% af þeirri upphæð. Þrátt fyrir þetta eru komur til sjálfstætt starfandi lækna um 400.000 á ári en tæplega 300.000 til heilsugæslunnar." Læknafélag Reykjavíkur fagnaði 100 ára afmæli sínu árið 2009. Þess var minnst með veglegri afmælishátíð og sérútgáfu blaðs um sögu félagsins. Var það mál manna að vel hefði tekist til. „Það skemmtilegasta sem ég hef tekið þátt í varðandi LR á undanfömum fjórum árum var auðvitað afmælishátíðin. Þetta var mikil hátíð og læknum til sóma. Ég þreytist seint á því að bera lof 484 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.