Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 35
UMRÆÐUR O G LÆKNAR FLYTJA F R É T T I R Ú R L A N D I launað starf á íslandi ættu sterklega að íhuga krabbameinslækningar." Flutningarnir . . . í umræðunni undanfarið ár hefur oft verið bent á að læknar eiga auðveldara en flestar aðrar stéttir með að taka sig upp og flytjast af landi brott. Skýringin er einföld. Þeir leita iðulega aftur á þartn stað þar sem þeir stunduðu sémám, þar eru þeir öllum hnútum kunnugir, eiga vini og kollega, og sóst er eftir kröftum þeirra. Þessi lýsing á ágætlega við reynslu Sigurðar. „Arið 2007 bámst mér bæði tölvupóstar og símhringingar frá mínu gamla sjúkrahúsi í Madison Wisconsin vegna áhuga þeirra á að fá mig í vinnu og reyndar líka frá tveimur öðrum stöðum, Ames í Iowa og La Crosse í Wisconsin, en á þessum stöðum starfa læknar sem voru með mér í sérnáminu á sínum tíma. Mér þótti vænt um að þeir skyldu hugsa til mín en sagði þeim að ég væri nýtekinn við starfi sem formaður læknafélagsins á staðnum og hygðist gegna því til 2010. Það væri hins vegar sjálfsagt að endurskoða málin þá. Síðan líður tíminn, hér verður hmn og forstjóri Landspítalans boðar uppsagnir 200 starfsmanna á næsta ári. Vinir mínir á Gundersen-Lutheran spítalanum í La Crosse réðu lækni árið 2007 en þurftu nú á nýjum að halda og spurðu hvort ég vildi skoða málið. Ég var til í það og mér til undrunar var ég valinn úr hópi 10 umsækjenda og boðið starf þar frá og með hausti 2010 sem ég þekktist." Gundersen-Lutheran spítalinn er sjálfseignar- stofnun, ívið stærri en Landspítalinn, segir Sigurður. Krabbameinsstofnun spítalans er mjög öflug og þar em nú í boði yfir 160 klínískar lyfjarannsóknir fyrir sjúklinga. Samkeppnisaðilinn er Mayo Clinic í Rochester sem er í einnar klukku- stundar fjarlægð. „Ég hlakka til að hefja störf hjá Gundersen. Reyndar viðurkenni ég að ég er með svolítinn kvíðahnút í maganum því bæði er ég búinn að leigja húsnæði mitt hér heima og húsnæði í La Crosse en grænt ljós á atvinnuleyfi er ókomið. Þetta er eins og menn þekkja, mikið pappírsflóð hjá Ameríkönum en spítalinn er með lögfræðinga í þessu og vonandi gengur þetta upp. Erfiðast þó við allt þetta brölt er að kveðja sjúklingana hér heima. Það hefur oft á tíðum verið hlaðið tilfinningum enda sambandið oft orðið langt og náið. Ég áætla að vera úti í einhver ár en snúa síðan heim aftur ef ég finn áhugavert starf á Islandi því auðvitað er ég íslendingur og þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur. Við fjölskyldan höfum nú rætt þennan flutning í þrjú ár eða síðan 2007 svo hér er ekki um skyndiákvörðun að ræða og hrunið sem orðið hefur á íslandi er útaf fyrir sig ekki ástæða þess að við tökum þetta skref. Þó er því ekki að neita að álit mitt eins og annarra á Islandi hefur beðið mikinn hnekki. Við búum við slaka stjómmálastétt. Góður „Hundrað ára afmælishátíð LR ífyrrahaust var læknum til sóma," segir Sigurður sem gegnt hefurformennsku ífélaginu undanfarin fjögur ár. LÆKNAblaðið 2010/96 487
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.