Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 15
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR að tíðni ofnæmislosts var nokkuð há hjá rannsóknarhópnum eða 8,6%. Tíðni alvarlegra aukaverkana í erlendum rannsóknum er á bilinu 0,05-3,2%.16 Ástæða þessarar háu tíðni í afnæmismeðferðum hér á landi er ekki að fullu ljós. Astmi með ofnæmi gegn vallarfoxgrasi batnaði frekar en hjá einstaklingum með ofnæmi gegn köttum. Kattarofnæmi hafði auk þess sterkari tengsl við þróun astma samanborið við birki og rykmauraofnæmi. Algengast var að sjúklingar með nýtt ofnæmi væru með húðsvörun fyrir köttum. Notkun húðprófa við eftirfylgd sjúklinga í afnæmismeðferð er ekki besta leiðin til að meta árangur þó svo að sýnt hafi verið fram á að í kjölfar afnæmingarmeðferðar minnki húðprófssvörun. Þessi breyting í húðsvari er yfirleitt tímabundin og eftir eitt til þrjú ár frá lokum meðferðar fer húðprófssvörun að koma til baka og um sex árum frá lokum er talið að húðsvörunin hafi náð fullri fyrri virkni.17'18 Af þessum orsökum er niðurstaða húðprófa ekki lýsandi fyrir árangur afnæmismeðferða og getur þannig skýrt mikinn fjölda jákvæðra húðprófa. Burtséð frá þessu er húðpróf gott greiningartæki á ofnæmi hjá sjúklingum sem ekki hafa fengið afnæmingarmeðferð. Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa verið unnar til að leggja mat á árangur afnæmismeðferðar og leiða þær í ljós að afnæming er sérstaklega gagnleg við meðhöndlun á árstíðabundnu of- næmi.14' 19'20 Rannsóknarniðurstöður sýna enn- fremur að meðferðin dregur ekki eingöngu úr ofnæmiseinkennum og notkun ofnæmislyfja, heldur hefur hún einnig víðtæk áhrif á meinmyndunarferla í ofnæmi.13/21 PAT rannsóknin10 var fyrsta rannsókn sirrnar tegundar sem lagði mat á hvort afnæming gæti dregið úr ofnæmiseinkennum til lengri tíma og komið í veg fyrir nýmyndun astma hjá börnum með árstíðabundið ofnæmi gegn grasi og birki. Meðferð stóð að meðaltali yfir í þrjú ár. Þegar ofnæmiseinkenni þátttakenda og ofnæmislyfjaskor var metið 10 árum eftir að meðferð hófst kom í ljós að marktækur munur var á milli samanburðarhóps sem fengið hafði meðferð með lyfleysu og þeirra sem fengið höfðu raunverulega meðferð. Sá bati sem þátttakendur fengu hafði haldist og meðhöndlaðir ofnæmissjúklingar þróuðu jafnframt síður með sér astma. Áhrif afnæmingar á ofnæmissjúklinga með astma hafa verið skoðuð ítarlega. í rannsókn19' 22 var sýnt fram á marktækan mun milli samanburðarhóps og rannsóknarhóps þar sem aðeins 22% þátttakenda sem voru í saman- burðarhópi voru læknaðir af astma samanborið við 72% þeirra sem voru meðhöndlaðir gegn ofnæmi yfir fjögurra ára tímabil. Meðhöndlun á ofnæmiskvefi þar sem ýmist var afnæmt gegn grasi eða rykmaurum19- 23 hefur einnig gefið góða raun þar sem þessir einstaklingar þróa sjaldnar (p<0,05) með sér astma samanborið við ómeðhöndlaða ofnæmissjúklinga. I rannsókn frá árinu 196119/ 24 var því lýst hvernig afnæming dró stórlega úr þróun nýs ofnæmis meðal sjúklinga sem fengu fjögurra ára afnæmismeðferð. Ekkert þeirra barna sem var meðhöndlað fékk ofnæmi ólíkt því sem gerðist í ómeðhöndluðum samanburðarhópi þar sem 25% þróuðu með sér nýtt ofnæmi. Nokkrar rannsóknir hafa lýst svipuðum niðurstöðum. í þeim er almennt talað um að á bilinu 6-27% afnæmdra þrói með sér nýtt ofnæmi samanborið við 38-75% þeirra sem eru með ómeðhöndlað ofnæmi.25-27 Meginveikleikar rannsóknarinnar eru helst tveir. Annars vegar skortir samanburðarhóp og hins vegar er rannsóknin afturskyggn og að einhverjum hluta stuðst við minni þátttakenda. Á hinn bóginn er ljóst að mikilvægustu niðurstöður rannsóknarinnar eru ótvíræð og viðvarandi langvinn áhrif meðferðarinnar miðað við núver- andi einkenni þátttakenda. Þó svo að notkun samanburðarhóps hefði rennt styrkari stoðum undir niðurstöður rannsóknarinnar má benda á að sambærilegar niðurstöður hafa fengist í erlendum rannsóknum sem ná þó í flestum tilfellum yfir styttri rannsóknartímabil en hér um ræðir. í ljósi þess má telja að afnæmismeðferð sé heppi- legt meðferðarúrræði fyrir illa meðhöndlanlegt árstíðabundið ofnæmi. Þó verður að hafa í huga alvarlegar aukaverkanir meðferðarinnar og er sérþekking á ofnæmissjúkdómum því lögð til grundvallar hjá þeim sem beita henni. Þakkir Ástu Karlsdóttur hjúkrunarfræðingi og Höllu Jóhannesdóttur hjúkrunarfræðingi á göngudeild astma og ofnæmis á Landspítala er þakkað fyrir mikilvægar upplýsingar og aðstoð við framkvæmd og nálgun rannsóknargagna. Þá er starfsfólki á ónæmisfræðideild Landspítala þakkað fyrir veitta aðstoð. Síðast en ekki síst ber að nefna þá 128 þátttakendur í rannsókninni sem gerðu hana mögulega og er þeim þakkað sérstaklega fyrir. Heimildir 1. Akdis CA. Allergy and hypersensitivity. Mechanisms of allergic disease. Curr Opin Immunol 2006; 18: 718-26. LÆKNAblaðið 2010/96 467
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.