Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 40
U M R Æ Ð A N 0 R R Æ N N O G FRÉTTIR RITSTJÓRNARF U N D U R Hópurinn á góðri stund í Borgarfirði. Norrænn ritstjórnarfundur Hávar Ritstjórnir norrænu læknablaðanna héldu fund Siquriónsson sinn að HÓtel Hamri 1 Borgarfirði dagana 10. Og 11. júní. Fundurinn er haldinn annað hvert ár og þar bera ritstjórnirnar saman bækur sínar, skiptast á skoðunum og deila með sér reynslu af rekstri undangenginna tveggja ára. Læknafélög allra Norðurlandanna fimm halda úti öflugri útgáfu, sænska, danska og finnska læknablaðið koma út vikulega árið um kring, hið norska kemur út hálfsmánaðarlega og hið íslenska mánaðarlega. Öll birta þau ritrýndar vísindagreinar og leggja mikla áherslu á vönduð og fagleg vinnubrögð samkvæmt alþjóðlegum Vára kiira nordiska vdnner urðu himinlifandi yfir frásögn Kjartans Ragnarssonar af útrásar- og innrásarhvöt Snorra Sturlusonar. Mynd: Sævar Guðbjörnsson. vísindalegum stöðlum, enda hafa þau öll nema finnska blaðið fengið inni á Medline með vísindagreinar sínar. Öll blöðin utan hið norska sinna félagsmálum með greinaskrifum og viðtölum og hafa fastráðna sérhæfða blaðamenn í vinnu á ritstjómum sínum. Til að gefa hugmynd um umfangið þá starfa um 30 manns á ritstjórn sænska læknablaðsins, um 20 manns starfa við danska og finnska blaðið og 15 manns eru ráðnir á ritstjórn norska blaðsins. Á því íslenska eru 4 starfsmenn í tveimur og hálfri stöðu. Á fundinum hélt Michael Bretthauer læknis- fræðilegur ritstjóri norska blaðsins erindi um reynslu sína af því að starfa á ritstjórn hins virta New England Journal of Medicine um 18 mánaða skeið. Bretthauer er menntaður í læknisfræði í heimalandi sínu Þýskalandi en fluttist fyrir nokkrum árum til Noregs. Reynsla hans af NEJM hefur orðið til þess að norska blaðið hefur tekið upp starfsaðferðir þess með góðum árangri, hvað varðar meðhöndlun vísindagreina og samskipti við höfunda og ritrýna. í máli Bretthauers kom fram að allt að 97% greina sem berast NEJM er hafnað, ekki vegna þess að þær séu allar svo slæmar heldur berst slíkur fjöldi til blaðsins að ekki eru tök á að birta nema 3% þeirra. Hann kvaðst hafa nýtt tíma sinn á blaðinu til að kanna afdrif greina sem NEJM hafnaði og komist að því að um 80% þeirra fengju birtingu í öðrum læknaritum innan sex mánaða. Bretthauer lýsti ferlinum sem hver grein gengur í gegnum og sannarlega eru nálaraugun 492 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.