Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 36
UMRÆÐUR O G FRETTIR LÆKNAR FLYTJA ÚR LANDI kollegi minn hefur talað um „Kvosar-syndrómið". Þar á hann við að á Alþingi sitji fólk sem hafi aldrei farið lengra en 600 metra frá Kvosinni, - þekki ekki annað en MR, HÍ og loks Alþingi. Lítil eða engin reynsla af því að búa í útlöndum eða standa á eigin fótum í atvinnulífi. Enda lýsa menn sal Alþingis gjarnan sem framhaldi á málfundafélagi Menntaskólans i Reykjavík. Við sjáum líka að á íslandi ríkir lýðræði í orði en flokksræði á borði. Heilbrigðisráðherrann okkar hlaut 479 atkvæði í prófkjöri Vinstri-grænna fyrir síðustu Alþingiskosningar og lenti í fimmta sæti. Hún hefur því ekki umboð sitt til að vera æðsti yfirmaður heilbrigðismála á íslandi frá þjóðinni, heldur þiggur hún það frá flokkseigendafélagi Vinstri-grænna. Þetta fyrirkomulag við val á handhöfum framkvæmdavalds er fráleitt. Við sjáum í nýlegri skoðanakönnun hve mikilla vinsælda fagráðherrarnir tveir njóta. Mikilvægt er að fara að stjórnarskrá og koma hér á þrískiptingu valdsins, aðskilja löggjafarvald og framkvæmdavald, en nú fara sömu einstaklingar í flestum tilvikum með hvoru tveggja sem hefur ekki orðið okkur til framdráttar. Það þarf auðvitað líka að koma hér á fjármálakerfi sem virkar fyrir fólk. Ég get ekki séð að ungt fólk eigi möguleika á að koma undir sig fótunum hér í dag. í raun skilur líklega á milli feigs og ófeigs í íslensku samfélagi í dag hvort mertn séu að burðast með húsnæðisskuldir á herðunum eða ekki. Persónulega tók ég 24,3 milljónir til húsnæðiskaupa rétt áður en ballið byrjaði sumarið 2004. Þetta er hagstæðasta lán sem hægt er að fá á íslandi, í íslenskum krónum, verðtryggt og „aðeins" 4,15% vextir. Ég ætlaði að vera snjall og greiða lánið eins hratt niður og unnt væri. Á þeim sex árum sem nú eru liðin síðan ég tók lánið hef ég greitt rúmar 10 milljónir inn á höfuðstólinn. Árangurinn af því nú er sá að í stað þess að hann hefði lækkað um einhverjar milljónir eins og maður hefði vænst í siðuðu samfélagi er hann nú kominn í rúmlega 31 milljón króna. Mér þykir ólíklegt að ungt fólk flykkist hingað heim úr námi uppá þessi kjör nema þá að því hafi tæmst einhvers staðar góður arfur." Framtíðin . . . Sigurður kveðst bjartsýnn maður og síst vilji hann vera með eitthvert svartagallsraus. Engu síður sé nauðsynlegt að vera raunsær. „Framtíðin er björt og íslendingar eru að vakna til meðvitundar um hvernig þjóðfélag við viljum. í raun minnir margt af því sem nú er að gerast á það góða íslenska samfélag jöfnuðar sem ég ólst upp í. Það eru mikil umskipti framundan innan stjórnmálastéttarinnar og er það vel. Sú krafa verður gerð að menn valdi þar hlutverki sínu eins og annars staðar. Forvitnilegt verður að sjá hvort kunningjasamfélagið haldi velli, kannski erum við of fá til að það breytist. Fámennið hefur hins vegar reynst okkur dýrkeypt. Eg vona að við berum gæfu til að aðskilja löggjafar- og framkvæmdavald. Stjórnsýsla í dag er flókin og fólk þarf eitthvað meira en bara brjóstvitið til að valda henni. Við erum að læra þetta hægt og rólega, „the hard way"." Læknadagar 2011 Á Nordica Hilton 24.-28. janúar. 488 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.