Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 34
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR
LÆKNAR FLYTJA ÚR LANDI
mitt sem formaður LR og seinna þróuðust mál
með þeim hætti að hún varð meðleiðbeinandi
minn í MSc-rannsóknarverkefni mínu í stjórnun
heilbrigðisþjónustu við Háskólann á Bifröst.
Verkefnið sneri að því að athuga starfsanda
lækna spítalans árið 2009 og bera saman við
andann sem ríkti árið 2003. Sem betur fer
höfðu ýmsar breytur þróast til betri vegar,
spítalinn hafði reyndar ekki átt úr háum söðli
að detta að flestu leyti. Athygli vekur þó og
hlýtur að vera mönnum umhugsunarefni að
árið 2009 mátu 19% lækna heildarframmistöðu
spítalans slaka, 65% í meðallagi og aðeins
2% framúrskarandi. Þá bætir ekki úr skák
þegar haft er í huga að sérfræðilækningar eru
kjarnastarfsemi sjúkrahússins að einn af hverjum
fjórum sérfræðilæknum hafði ákveðið eða var
sterklega að íhuga að yfirgefa spítalann.
Eg sé ýmislegt jákvætt vera að gerast á
spítalanum nú bæði varðandi hagræðingu í
rekstri og rannsóknum og ekki síður kennslu.
Sviðsstjórakerfið hefur verið lagt af, sviðum
fækkað og einn framkvæmdastjóri ráðinn yfir
hvert svið. Auka á áhrif og ábyrgð yfirlækna. Loks
hafa íslenskir læknanemar á undanfömum árum
verið fullkomlega á pari við bandaríska nema í
"ameríska"-prófinu svokallaða og ber að halda
þeirri viðurkenningu á lofti."
Launamál lækna
„Ég hef verið að lesa um það undanfarið í
blöðunum að ég sé ofurlaunamaður. Jafnframt
varð ég kampakátur um daginn þegar ég heyrði
frá heilbrigðisráðherra að laun lækna væru um
2-3 milljónir. Ég þóttist eiga von á umtalsverðri
launahækkun en svo reyndist þó ekki vera."
Sigurður telur að eigið framlag lækna til
menntunar sinnar vanmetið og kostnaðurinn
sem þeir leggja í til að fullmennta sig í ákveðinni
sérgrein algjörlega sniðgenginn þegar laun eru
ákvörðuð.
„Það tók mig 15 ár að öðlast sérfræðiréttindi í
krabbameinslækningum. Sjö ára nám í læknadeild
Háskóla íslands, (þar af eitt ár í BSc-námi í
ónæmisfræði). Síðan kandídatsár til að öðlast
starfsréttindi og svo önnur mögur sjö ár í sérnámi
í almennum lyflækningum og loks lyflækningum
krabbameina í Bandaríkjunum.
Islenskir læknar kosta sérnám sitt erlendis sjálfir
með mikilli vinnu fyrir lág laun (styrk-stipend,
raunar eins og það er kallað í Bandaríkjunum) og
einnig koma til framlög til háskólasjúkrahúsanna
frá skattborgurum viðkomandi ríkja. Islenska
ríkið kostar því ekki krónu til sérnáms íslenskra
lækna. Sérnámið er ekki lánshæft hjá LÍN og
læknar standa sjálfir straum af kostnaði við
ferðir og flutninga búslóðar og fjölskyldu til og
frá landinu. Þegar þeir síðan koma til landsins
eigandi ekkert nema námslánaskuldirnar hefja
þeir feril sinn á byrjunarlaunum sérfræðilæknis
sem eru nú kr. 476.239 á mánuði. Skarfar eins og
ég sem eru komnir með yfir 15 ár í starfsaldur
eru komnir í hæsta launaflokk sérfræðilækna
með kr. 533.157 á mánuði. Menn tala mikið
um að vaktir lækna séu gulls ígildi og í þeim
fólginn mikill fjársjóður. Þá er þar til að taka
að krabbameinslækni á Landspítala standa til
boða 2-3 gæsluvaktir í mánuði. Jafnaðarkaup á
þessum vöktum er nú 1910 krónur, 25 aurar á
klukkustund. Ekki er greitt sérstaklega fyrir útköll
eða veru á spítalanum. Þessar vaktir gefa því um
60.000-90.000 krónur í aðra hönd á mánuði. Um
daginn var ég á helgarvakt og gekk stofugang
laugardag og sunnudag á hóp 19 sjúklinga sem
voru vafalaust í hópi veikustu sjúklinga spítalans.
Ég þurfti á allri minni kunnáttu í lyflækningum
að halda því krabbameinssjúklingar hafa einkenni
frá öllum líffærakerfum. Þessar 5-6 klukkustundir
sem stofugangurinn tók mig laugardag og
sunnudag hafði ég sem fyrr segir um 1910 krónur
á klukkustund fyrir skatt. Dóttir mín vann á
sama tíma við að afgreiða kaffi og kleinur í
Húsdýragarðinum fyrir 1850 krónur á tímann. Ég
útskýrði fyrir henni að þessar 60 krónur sem ég
hefði umfram hana endurspegluðu annaðhvort
hinn annálaða launamun kynjanna eða að þetta
væri einhvers konar umbun eða viðurkertning á
því að það væri erfiðara að annast sjúklinga en
kaffi og kleinur. Ég vil endilega líka greina hér frá
þeirri gullkistu sem stofurekstur minn er. Ég er
í 80% vinnu á spítalanum, mánaðarlaun 426.526
kr. Mér reiknast svo til að þegar ég tek til arð af
stofunni og skattahagræði vegna ehf. gefi stofan
af sér um 60.000 krónum meira brúttó í laun á
mánuði en ég hefði fyrir 100% starf á Landspítala,
eða rúmar 30.000 krónur í vasann. Þetta er ekki
há upphæð og skýrir líklega af hverju aðeins tveir
krabbameinslæknar á íslandi hafa fyrir því að
vera á stofu. Sjúklingarnir kunna þó vel að meta
þetta og þykir gott að vera í eftirliti annars staðar
en á Landspítala þar sem þeir eiga ekki endilega
góðar minningar frá krabbameinslyfjameðferðinni
eða eru minntir á hana innan um veikt fólk á
biðstofunni. Mér þykir sjálfum gott að vinna
einn dag í viku í Læknasetrinu því þar hef ég
góðan aðgang að læknum úr öllum sérgreinum
á kaffistofunni og auðvelt er að leita til þeirra
um ráð og leysa ýmis mál varðandi sjúklinga
á innan við 60 sekúndum. I samantekt myndi
ég því segja að þeir ungu íslendingar sem hafa
hug á komast með mikilli fyrirhöfn í erfitt og illa
486 LÆKNAblaðið 2010/96