Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 46
 UMRÆÐA 0 G F R É T T 1 R HAGRÆÐING: :A F LÆKNADÖGUM hefur orðið til mikil þekking á þörfum og óskum sjúklinga með algengar geðraskanir sem nýta þarf til að styrkja heilsugæsluna þannig að þar verði aukin þjónustugeta með fjölbreyttari meðferðarúrræðum í náinni framtíð. Komin er fimm ára reynsla á það fyrirkomulag að sálfræðingar á geðsviði annist hugræna atferlismeðferð í hópi á þrem heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu og einni til tveimur úti á landi á hverjum tíma samkvæmt samningi við heilbrigðisráðuneytið. Kreppan hefur aukið áhuga lækna á siðfræði, stjómun og fagmennsku. Það sést vel á góðri mætingu lækna á málþing um áhrif kreppunnar á Læknadögum. Eitt af því sem ekki má gleymast þegar horft er til framtíðar er hár meðalaldur starfsfólks flestra heilbrigðisfagstétta hér á landi. Nauðsynlegt er því að tryggja að kreppan skaði ekki heldur efli nám einstakra heilbrigðisstétta. Besta leiðin til að draga úr áhrifum tímabundins skorts á sérfræðingum í einstökum greinum á Landspítala er rairnar að standa vel að framhaldsnámi á háskólasjúkrahúsinu. A geðsviði hefur verið afar gott samstarf við námslækna um leiðir til að efla námið. Kreppan hefur eflt skilning á mikilvægi samráðs og samstarfs hvarvetna í stjómkerfinu. Páll Matthíasson framkvæmdastjóri geðsviðs stóð fyrir stefnumarkandi fundi fyrir geðsvið Landspítala í Iðnó í júní 2009. Rúmur helmingur þeirra 120 sem sóttu fundinn voru hagsmunaaðilar starfandi utan Landspítala. Að lokum minni ég á að stjórnarráðið verður allt að leggja meira af mörkum í hagræðingu og spamaði til að halda trúverðugleika í boðskap sínum um hagræðingu í heilbrigðisþjónustu. Eða treysta stjórnmálamenn eða aðrir sér til að halda því fram að sjúkir, fatlaðir og aldraðir hafi breiðustu bökin hér á landi? 1. Petrea I, Muijen M. Policies and practices for mental health in Europe. WHO Regional Office for Europe, Kaupmannahöfn 2008. Kvöldfundir Árið 1968 tók ég upp þá nýbreytni innan ramma kennslu í lyfjafræði að boða nemendur á kvöldfundi til þess að ræða meðferð tiltekinna sjúkdóma að viðstöddum sérfróðum læknum, en vegna þeirra urðu fundir að vera á kvöldin. Nemendur tóku þessu sæmilega vel, en þó misvel, þar eð sumir þurftu að sinna börnum á kvöldum og svo vegna hins, að þessi fræðsla varð sjaldan beint í prófaskana sett. Megintilgangur fundanna var að kennarar í lyfjafræði og klínískir læknar gætu borið saman bækur sínar og svo ekki síður, að nemendur Þorkell gætu átt þess kost að spyrja gestina frjálst Jóhannesson og beint út í efnið. Mynd 1 er yfirlitsmynd, sem tekin var í stofu 101 í Lögbergi einhvern tíma á níunda áratugnum að ég best man. Á myndinni sjást allmargir læknanemar. Fyrir miðju eru Ásgeir Karlsson og Hannes Pétursson, geðlæknar, en fundurinn var um geðdeyfðarlyf. Með mér á fundinum voru Guðmundur Oddsson, lektor, og Jakob Kristinsson, dósent (síðar prófessor) (mynd 2). Magnús Jóhannesson, prófessor, stóð fyrir kvöldfundum um staðdeyfingarlyf, sem ætlaðir voru læknanemum og tannlæknanemum og síðar hjúkrunarfræðinemum og voru ætíð fjölsóttir. Því miður hefur ekki fundist mynd af slíkum fundi. 498 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.