Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 14
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Tafla III. Niðurstöður húðprófa. Heildarfjöldi afnæmdra Jákvaett8 Neikvætt'1 Ný svörun0 Vallarfoxgras, n: 118 114 4 2 Birki, n: 38 15 23 14 Kettir, n: 39 34 5 36 Reykmaur, n: 36 8 28 5 a: Afnæmdir einstaklingar með jákvætt húðpróf. b: Afnæmdir einstaklingar með neikvætt húðpróf. c: Einstaklingar með jákvætt húðpróf gegn ofnæmisvaka sem ekki var afnæmt gegn. Sjúklingar sem fengu fulla meðferð voru að meðaltali meðhöndlaðir í þrjú til fimm ár. A mynd 3 sést hvernig fjöldi meðhöndlaðra dreifist yfir 5 ára tímabil frá 1977-2006. Á rannsóknartímabilinu var algengast að afnæmt væri gegn vallarfoxgrasi, birki, köttum og rykmaur. í flestum tilfellum var afnæmt gegn vallarfoxgrasi og fengu 92,2% þátttakenda slíka meðferð. 1 heildina voru sjö mismunandi ofnæmisvakar notaðir til afnæmingar. í tilvikum hesta-, hunda- og geitungaofnæmis var hlutfall afnæmdra á bilinu 1-10% og því ekki hægt að leggja tölfræðilegt mat á árangur afnæmingar gegn þessum ofnæmisvökum sérstaklega (mynd 4). Við eftirfylgni var hlutfall þeirra sem voru einkennalausir 65,3%. Jafnframt hafði fækkað í þeim hópi sem taldi ofnæmiseinkenni sín óbreytt við lok meðferðar úr 35,8% í 28,5%, p=0,05, tafla II. Marktækur munur var á fjölda einkennalausra og þeirra sem versnuðu, p=0,01. Áhrifaþættir á árangur meðferðar Karlar voru oftar einkennalausir, samanborið við konur, þegar ofnæmiseinkenni voru metin við eftirfylgd, p=0,03. Ekki var hægt að sýna fram á að fjölþætt heilsufarssaga, önnur en um ofnæmi eða astma, hefði áhrif á árangur afnæmismeðferðar. Ættarsaga um ofnæmi takmarkaðist við fyrstu gráðu ættingja. 60,9% þátttakenda voru með slíka sögu og ekki var munur milli kynja. Þeir sem urðu einkennalausir voru í 70% tilfella með ættarsögu um ofnæmi marktækt oftar en þeir sem ekki höfðu jákvæða ættarsögu, p=0,02. Einstaklingar með ofnæmi fyrir vallarfoxgrasi eða rykmaurum urðu frekar einkennalausir en þeir sem voru með ofnæmi fyrir birki eða köttum, p=0,04. Við eftirfylgd kvörtuðu 27% undan ofnæmis- einkennum frá öðrum ofnæmisvökum en þeim sem afnæmt hafði verið gegn. Einkennalausir reyktu frekar/eða höfðu reykt samanborið við þá sem voru verri af ofnæmis- einkennum sínum (55% vs. 40%), p=0,02. Alls voru 28 (22%) með astma þegar meðferð hófst en við lok meðferðar höfðu níu orðið einkennalausir. Einstaklingar með kattarofnæmi urðu síður einkennalausir (p=0,03) og auk þess fengu einstaklingar með kattarofnæmi, sem ekki var afnæmt fyrir (n=16/36, 44,4%), frekar astma á rannsóknartímabilinu, p=0,03. Þeir sem þróuðu með sér astma voru jafnframt oftar með verri of- næmiseinkenni frá efri loftvegum samanborið við einstaklinga án astma, p=0,01. Allir þátttakendur voru húðprófaðir gegn fjórum ofnæmisvökum; vallarfoxgrasi, birki, köttum og rykmaurum. Alls voru 118 afnæmdir gegn vallarfoxgrasi. Við eftirfylgni voru 114 enn með jákvætt húðpróf en fjórir sýndu enga svörun. Þá voru tveir sem ekki höfðu verið afnæmdir fyrir grasi með jákvætt vallarfoxgras húðpróf við eftirfylgni. í töflu III eru niðurstöður húðprófa teknar saman. Alls luku 102 þátttakendur af 128 í þessari rannsókn (79,7%) að minnsta kosti þriggja ára afnæmis-meðferð. 26 manns hættu og voru ástæður brotthvarfs einkum þrjár; 1) aukaverkanir (11), 2) þungun (6 konur), 3) án ástæðu (9 einstaklingar). Algengustu aukaverkanir (n=128) voru húðbólgur við stungustað (68%), ofnæmislost (8,6%) og ofsakláði (7%). Ekkert dauðsfall var skráð. Umræða Hér hafa verið kynntar niðurstöður rannsóknar sem lagði mat á árangur afnæmismeðferðar á íslandi á 30 ára tímabili, frá 1977 til 2006. Alls tóku 128 einstaklingar sem höfðu fengið meðferð á göngudeild astma og ofnæmis á Landspítalanum þátt í rannsókninni. Rannsóknin leiddi í ljós að árangur afnæmismeðferðar er raunverulegur og viðvarandi allt að 20 árum eftir að meðferð lýkur. Karlar fengu oftar meiri bata en konur og var munur milli kynja marktækur. Greinarhöfundar veltu upp þeirri spurningu hvort ákveðnar lýðbreytur og/eða áhættuþættir gætu haft áhrif á árangur meðferðarinnar. Karlkyn, jákvæð ættarsaga, ofnæmi gegn grasi eða rykmaurum og reykingar höfðu öll jákvæð áhrif á árangur meðferðarinnar. Munur á árangri karla og kvenna er ekki að fullu ljós og þarfnast frekari rannsókna. Tímalengd meðferðar hafði einnig áhrif á árangur og benda niðurstöður til að ákjósanlegast sé að meðferð standi yfir í þrjú til fimm ár svo að fullnægjandi árangur fáist. Meðferð stóð yfir í skemmri tíma í um 20% tilfella og var ástæða brottfalls yfirleitt lélegur skammtímaárangur eða aukaverkanir meðferðar. Athygli vekur að 466 LÆKNAblaSið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.