Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 39
U M R Æ Ð A F Y R I R 0 G FRÉTTIR SYKURSJÚKA "R*u\\w jgh inMUllit lí'ii!1'' Mis' Arna Guðmundsdóttir og Svanhildur Jóhannesdóttir með eitt af umræðukortunum. lyf og líðan. „Andleg og líkamleg líðan er mjög mikilvægur þáttur í umræðunni og við urðum greinilega varar við hversu mikill léttir það var fyrir þátttakendur að geta tjáð sig um líðan sína á fyrsta námskeiðinu sem við héldum," segir Arna. „Að greinast með sykursýki er andlegt áfall og fólk þarf að geta tjáð sig um það. Aðstandendur þurfa líka fræðslu og við leggjum áherslu á að þeir komi með á námskeiðin, því bæði er reynsla þeirra mikilvægt innlegg í umræðuna og þá þyrstir í fræðslu ekki síður en sjúklinginn." Með kortunum er einnig fjallað um alvarlegustu afleiðingar sykursýkinnar, blindu, æðaskemmdir og nýrnabilun sem fólk óttast vissulega en þarf að ræða hreinskilnislega segja þær Arna og Svanhildur. Vel unnið og skipulagt Þriðja kortið fjallar um lífsstíl og nauðsynlegar lífsstílsbreytingar sem fólk þarf að tileinka sér til að lifa með sykursýki án þess að lífsgæðin skerðist verulega. „Þar er farið nákvæmlega í mataræði, fæðuflokkana, lesa úr merkingum á matvælum, mikilvægi hreyfingar, nauðsyn þess að létta sig en margir sykursýkissjúklingar þjást af offitu og allt sem snýr að því að lifa góðu lífi þrátt fyrir sjúkdóminn. Hér er líka rætt um alls kyns freistingar og hvemig eigi að takast á við þær og skipuleggja og stjórna næringunni með góðum árangri. Þá er farið nákvæmlega í líkamlega umhirðu en það er mjög mikilvægt atriði því smávægileg sár geta orðið að alvarlegu vandamáli. Fólk hefur alls kyns hugmyndir og ranghugmyndir um sjúkdóminn sem mikilvægt er að taka fyrir og skiptir máli að árétta og leiðrétta." Fjórða kortið fjallar svo um langt gengna sykursýki og hentar helst þeim sem eru að hefja insúlínmeðferð. Þær leggja áherslu á að þetta efni sé mjög vel unnið og úthugsað. „Það er það besta við þetta efni hvað það er nákvæmt, vel skipulagt og skynsamlega byggt upp." Ama segist sjá þetta sem aukið innlegg í þjónustu og fræðslu við sykursjúka. „Þetta er mikilvæg viðbót við grunnþjónustuna og það er stór hópur sykursjúkra sem ekki þarf áeftirliti sérfræðinga að halda en gæti haldið sjúkdómi sínum niðri með góðum árangri með bættri fræðslu. Þetta efni getur bætt verulega úr því og samhliða minnkað álagið á Göngudeild sykursjúkra og heilsugæslunni." LÆKNAblaðið 2010/96 491
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.