Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 12
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKNIR
þau sem vægari eru. Þannig eiga allir sem hafa
fengið ofnæmislost eftir geitungastungu að fara í
afnæmingu.
Tímalengd einkenna. Sterkari rök eru fyrir
afnæmingu fyrir grasi en birki þar sem frjótími
birkis hér á landi er mjög stuttur.
Hvernig gengnr að forðast ofnæmisvald.
Tafla 1. Lýðfræðilegar upplýsingar um þátttakendur (n= ■128) í rannsókn á árangri
afnæmismeðferðar sem veitt vará Landspitala frá 1977 tii 2006.
Karlar (n=74) Konur (n=54)
Meðalaldur^ár): 21,1 ±8,1 20,7 ± 8,9
Ár frá lokum meðferðar: Fjöldi (%) Fjöldi (%)
-Skemur en 2 ár: 1 0.4) 1 (1.9)
-2-5 ár: 4 (5,4) 6(11,1)
-6-10 ár: 3 (4,1) 6(11,1)
-11-15 ár: 4 (5,4) 5 (9,3)
-16-20 ár: 13(16,2) 5 (9,3)
-Meira en 20 ár: 49 (66,2) 31 (57,4)
Aðrir sjúkdómar6: 34 (45,9) 22 (40,7)
Ættarsaga0: 46 (62,2) 34 (63,0)
Reykingasaga: 23(31,1) 24 (44,4)
a: Við upphaf meðferðar.
b: Aðrir en ofnæmi eða astmi. Metið við eftirfylgd.
c: Ofnæmi og/eða astmi meðal fyrstu gráðu ættingja.
Tafla II. Ofnæmiseinkenni íkjölfar afnæmismeðferðar.
Einkenni Við lok meðferðar Við eftirfylgd3
Fjöldi (%) I M ± SF° Fjöldi (%) I M ± SFb
Augneinkenni (125/128)° (126/128)c
Einkennalausir 14 (11)1 0,4 ±0,5 21 (17)1 0,5 ±0,5
Betri 64 (51) 14,2 ±2,1 67 (54) 13,8 ±1,5
Óbreyttir 42 (34)18,0 ±1,5 32 (26) I 7,8 ± 1,6
Verri 5 (4) I 6 (5) |
Nefslímhúðareinkenni (127/128)= (128/128)c
Einkennalausir 15 (12)1 0,3 ±0,5 18 (14)1 0,4 ±0,5
Betri 63 (50) 1 4,2 ± 2,1 70 (55) 1 3,7 ± 1,7
Óbreyttir 45(35)18,1 ±1,3 35 (28)18,0 ±1,4
Verri 4 (3) | 5 (4) |
Munn- og kokslímhúð (85/128)° (84/128)c
Einkennalausir 13 (15)1 0,4 ±0,5 17 (20)10,5 ±0,5
Betri 39 (46) I 4,0 ± 1,8 37 (44) I 3,6 ± 1,5
Óbreyttir 30 (36)17,8 ±1,8 25 (30) I 7,7 ± 2,0
Verri 3 (4) | 5 (6) |
Öndunarfæraslímhúð (60/128)° (63/128)=
Einkennalausir 8 (13)1 0,3 ±0,5 9 (15)1 0,3 ±0,5
Betri 26 (43) 1 3,9 ± 2,1 28 (47) I 3,3 ± 1,7
Óbreyttir 23 (39) I7,8 ± 2,1 20 (33) I 7,4 ± 2,4
Verri 3 (5) I 6(10)1
a: Eftirfylgd, að meðaltali 21 ± 8 árum frá lokum meðferðar.
b: Meðaltal (M) og staðalfrávik (SF) er reiknað út frá einkennaskori þátttakenda á sjónrænum skala (Visual
analog scale). Skor 0 táknar einkennalaus en 10 verstu mögulegu einkenni sem sjúklingur hefur haft.
Samhliða þessu skýrðu þátttakendur frá því hvort þeir teldu sig einkennalausa, betri, óbreytta eða verri í
kjölfar afnæmismeðferðar.
c: Heildarfjöldi þátttakenda var 128. Dæmi: 125/128.125 með einkenni frá viðkomandi svæði af alls 128
þátttakendum.
Klárt samband verður að vera til staðar milli
einkenna og þess ofnæmisvaka sem afnæma á
fyrir. Erfitt er að forðast grasfrjó og jafnframt eru
ofnæmisvakar frá köttum dreifðir í flestum húsum
á Reykjavíkursvæðinu og valda því einkennum
allt árið. Hins vegar finnast rykmaurar ekki á
Reykjavíkursvæðinu og því er afnæming óþörf
fyrir þeim á því svæði.12
Hvertiig hefðbundin hjfjameðferð þolist og
virkar. Þó svo að langflestir þoli vel hin hefð-
bundnu ofnæmislyf geta hliðarverkanir og/eða
virkni lyfjanna gert það að verkum að afnæming
sé besti meðferðarkosturinn.
Aldur. í Bandaríkjunum er ekki ráðlagt að hefja
afnæmingu á börnum yngri en 5 ára. Ekki eru til
nein efri aldursmörk, en rétt er að hafa í huga að
hjarta- og æðasjúkdómar geta verið frábending
fyrir slíkri meðferð.
Afnæmismeðferð er ekki hættulaus og þar
vegur þyngst hættan á ofnæmislosti sem getur
komið fram á öllum stigum meðferðar.13'14
Sjúklingar með illa meðhöndlaðan astma ættu
síður að gangast undir afnæmismeðferð vegna
aukinnar áhættu á slæmum astmaköstum meðan
á henni stendur.15 Afnæmismeðferð er talin valda
alvarlegum kerfisbundnum aukaverkunum, það
er astma eða blóðþrýstingsfalli, í um 0,05-3,2%
tilfella þar sem afnæming er gefin. Banvæn
viðbrögð eru talin koma fram í einu af hverjum
2-2,5 milljón tilfella.16
Tilgangur rannsóknarinnar var að fá upplýs-
ingar um heildarfjölda þeirra sem fengið höfðu
afnæmismeðferð gegn ofnæmi á Landspítala á
tímabilinu 1977-2006. Áhersla var lögð á mat
langtímaárangurs meðferðarinnar með tilliti til
kyns, aldurs, ofnæmis sem meðhöndlað var,
astma og annarra ofnæmissjúkdóma.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknarhópur
Rannsóknarhópurinn samanstóð af einstaklingum
sem hófu afnæmismeðferð gegn ofnæmi á göngu-
deild astma- og ofnæmissjúkdóma á Landspítala á
árunum 1977-2006. Alls hófu 289 manns meðferð
á tímabilinu. 38 sögðu sig úr meðferð innan við
sex mánuðum eftir að hún hófst og voru þar af
leiðandi undanskildir þátttöku. 251 uppfyllti
þátttökuskilmerki. Kynningarblöð og staðlaður
spurningalisti var sent í pósti til sjúklinga með
lögheimili á Islandi og samband haft við þá
símleiðis um einni til þremur vikum síðar. 169
svöruðu síma og samþykktu alls 128 þátttöku í
rannsókninni (76%) (mynd 1).
464 LÆKNAblaðið 2010/96