Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 33
UMRÆÐUR 0 G LÆKNAR FLYTJA F R É T T I R Ú R L A N D I „Ég hlakkaði mjög til að hefja störfá Landspítalanum," segir Sigurður Böðvarsson krabbameinslæknir sem er að flytja búferlum til Bandaríkjanna. á störf afmælisnefndarinnar sem ber allan heiður af því hve vel tókst til." Landspítalinn - rekinn eins og einkafyrirtæki „Mér þykir mjög vænt um Landspítalann. Ég ól allan minn aldur sem læknanemi við Hringbrautina og þar starfaði ég sem unglæknir í þrjú ár eftir útskrift. Mér þykir vænt um starfsfólkið þar og í hópi lækna spítalans eru ekki aðeins kollegar mínir, heldur einnig lærifeður og fyrirmyndir. Ég held að mér hafi verið farið eins og flestum þegar ég kom heim úr sérnámi árið 2001 að ég hlakkaði mjög til að hefja störf á Landspítalanum, bæði til að innleiða þar nýja þekkingu og ný vinnubrögð og ekki síst að þjóna íslenskum sjúklingum. Reyndar viðurkenni ég að ég hlakkaði líka gríðarlega til að fá mér skyr og samloku með hangikjöti og majónesi í matsalnum. Hvað sem öðru líður rak ég mig auðvitað fljótt á vinnustaðamenningu Landspítalans: „Vert þú ekkert að setja þig á háan hest karlinn minn, hér gerum við hlutina svona . . ." Ég skildi þetta allt betur nokkrum árum seinna eða á árunum 2007-2009 en þá tók ég meistaragráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu. Vinnustaðamenning og breyt- ingastjórnun voru í sérstöku uppáhaldi hjá mér í náminu og mér þótti gaman að tengja þau fræði við reynslu mína af Landspítala, reyndar svo gaman að ég skellti oft á tíðum uppúr í eins manns hljóði." Sigurður talar tæpitungulaust um reynslu sína af Landspítalanum fyrstu árin. Hann lýsir ástandi sem vart verður kallað annað en spilling í ljósi þeirrar umræðu sem orðið hefur opinber undanfarnar vikur og mánuði. „Þessi fyrstu ár á Landspítalanum voru leiðinleg og ég nenni ekki að rifja þau upp hér. Menn geta gert það sjálfir með því að glugga í hvaða fjölmiðil sem er frá þessum tíma sem endurspegla deilur, fjársvelti, niðurskurð og svo framvegis. Læknar voru óánægðir, mikið var kvartað til Vinnueftirlitsins, sameining sjúkrahúsanna var erfið, sviðsstjórar - ný stétt millistjórnenda - urðu til, handvaldir af forstjóra án auglýsingar. Þannig hlutu sumir fyrirhafnarlausan frama en aðrir héldu ekki störfum sínum jafnvel þótt þeir leituðu réttar síns fyrir dómstólum. Þú mátt ekki misskilja mig svo að ég hafi persónulega eitthvað á móti þeim sem völdust í störf sviðsstjóra. Þeirra á meðal er hið mætasta fólk. Það breytir því ekki að það var einnig hið mætasta fólk sem aldrei átti kost á því að sækja um þessi störf. Þannig minnti rekstur Landspítalans í sumu tilliti á þessum árum meira á einkafyrirtæki en opinbert fyrirtæki. Nokkur straumhvörf urðu þegar Hulda Gunnlaugsdóttir réðst til spítalans árið 2008. Hulda hafði þann kost að vera utanaðkomandi og starfsmenn úr öllum geirum spítalans tóku henni vel. Hún hafði einnig að mér fannst lag á því að vekja athygli á því góða sem spítalinn gerði og hvetja fólk með jákvæðni og viðurkenningu. Ég kynntist Huldu svolítið í gegnum starf LÆKNAblaðið 2010/96 485
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.