Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 44
UMRÆÐA 0 G HAGRÆÐING: F R É T T I R A F LÆKNADÖGUM Hlutverk lækna í hagræðingu innan heilbrigðiskerfisins Gagnsæi, orð og efndir Engilbert Sigurðsson geðlæknir Landspítala, dósent við H(. engilbs@landspitali. is Ágrip af erindi af málþingi á Læknadögum 2010: Þátttaka iækna i hagræðingu íheilbrigðisþjónustu. Hið fyrsta var birt í aprilblaðinu. [ næsta tölublaði verður birt erindi Michaels Clausen sem flutt var á þinginu. Rannsókn Alþingis á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna markar tímamót í opinberri stjómsýslu hér á landi. Vinnulagið mættu landsmenn taka sér til fyrirmyndar, ekki síst þeir sem þiggja laun fyrir að fara með fjármuni almennings, veita almenningi þjónustu. Andstætt væntingum sumra reis rannsóknarnefndin undir þeirri ábyrgð sem á henni hvíldi og dró ekkert undan. Sama verður því miður ekki sagt um ríkisstjórnir síðasta áratugar og ábyrgð þeirra á þróun fjárveitinga til geðheilbrigðisþjónustu fullorðinna hér á landi ef undan er skilin greiðsluþátttaka í tilteknum flokkum geðlyfja. Þó er ekki ástæða til að benda sérstaklega á einstaka heilbrigðisráðherra þar sem stefnumótandi áhrif þeirra og áhrif á fjárveitingar hafa almennt verið lítil, bæði innan ríkisstjórnar eða málaflokksins. Forsætisráðherra, fjárlaganefnd og fjármálaráðuneytið hafa stýrt málaflokknum, en heilbrigðisráðuneytið verið eins konar milliliður milli Landspítala, stærsta veitanda þjónustu við alvarlega veika sjúklinga, og þeirra sem fara með völdin. Stjórnsýslan á þessum vettvangi hefur raunar endurtekið gætt þá hugsun lífi að jafnoka Sir Humphrey Appleby megi finna meðal embættismanna í ráðuneytum hér á landi, að minnsta kosti ef borin eru saman orð og efndir. Engu að síður hafa allir heilbrigðisráðherrar tímabilsins, vænti ég, reynt að setja sig inn í og skilja þennan flókna málaflokk. En verkin tala. Meira að segja lykilmál til að auka öryggi sjúklinga, bæta starfsumhverfi fagfólks og skapa tækifæri til hagræðingar eins og nauðsynleg þróun rafrænnar sjúkraskrár hafa þokast með hraða snigilsins vegna fjársveltis á góðæristímum. Á sama tíma voru byggð eða keypt sendiráð og sendiherrabústaðir fyrir milljarða í auðmannahverfum stórborga heimsins. Á geðsviði Landspítala nemur launakostnaður nú um 93% heildarkostnaðar. Lyf og rannsóknir vega samanlagt aðeins 3% af kostnaði sviðsins. Því er ljóst að ef spara á um tugi prósenta á Landspítala á þremur til fjórum árum eins og lagt hefur verið upp með frá 2008-2012 verður það ekki gert nema með sparnaði í launakostnaði og fækkun starfsfólks. Einhver gæti talið að þar væri af nógu að taka þegar löngu velmegunarskeiði er nýlokið hér á landi. Sú er ekki raunin. Allan síðasta áratug var legurýmum fækkað jafnt og þétt á geðsviði. Þjónusta dag- og göngudeilda hefur þó verið efld og aukin á sama tíma. Hins vegar eiga þeir sem veikastir eru erfiðara með að nýta sér slíka þjónustu, innlagnir þurfa oft að vera endurtekið hluti af meðferðaráætlun þeirra. Draga má úr innlagnarþörf með öflugum samfélagsteymum og búsetuúrræðum sem veita þjónustu í samræmi við þarfir. Innlagnarrými á geðsviði eru nú um 100 á 7 daga deildum sem veita sólarhringsþjónustu, 96 á Hringbraut og Kleppi samtals og 7 á réttargeðdeildinni á Sogni. Sambærileg rúm voru ríflega 200 fyrir einum áratug. Deildum hefur verið lokað á Vífilsstöðum, Flókagötu, Gunnarsholti, Reynimel, í Arnarholti og nú í vor á Kleppi. Þetta er að mörgu leyti heppileg þróun ef séð er til þess að þeir sem þurfa á innlögnum að halda til meðferðar eða endurhæfingar geti fengið innlögn þegar þess gerist þörf og að þeir sem hafa ekki getað útskrifast, jafnvel árum saman vegna skorts á búsetuúrræðum, fái tilboð um heimili við hæfi. Sú hefur því miður ekki alltaf verið raunin á síðustu árum. Öll Norðurlöndin eru í dag með mun fleiri sólarhringslegurými en íslendingar eða frá 118/100.000 íbúa í Noregi til 55/100.000 íbúa í Svíþjóð1. Hér á landi eru 35 rúm per 100.000 íbúa sem er svipað og í Uzbekistan og Bosníu-Herzegovínu.1 Stöðugur skortur hefur einnig verið á búsetuúrræðum fyrir þá veikustu til áratuga þótt lög mæli skýrt fyrir um að allir, og þar eru geðfatlaðir meðtaldir, eigi rétt á búsetu utan spítala. Fá lög eru brotin jafnendurtekið hér á landi. Þá er athyglisvert að hugmyndafræði sumra nýrra hjúkrunarheimila hér á landi virðist vart samrýmast því að aldraðir með þrálátar og erfiðar atferlistruflanir geti búið þar. Svokallað Straumhvarfaverkefni félagsmála- ráðuneytisins hefur vissulega staðið undir nafni fyrir þá sem hafa fengið og getað nýtt sér húsnæði á vegum verkefnisins á síðustu árum. Því miður hefur þó böggull fylgt skammrifi. Margir hafa legið inni á Kleppi í 6 mánuði eða lengur til endurhæfingar eða vegna skorts á búsetuúrræðum. Við útskrift hvers og eins í húsnæði á vegum verkefnisins hefur geðsvið þurft að taka á sig 2,7 milljóna varanlega skerðingu fjárveitinga. Engu að síður hefur jafnóðum verið lagður nýr einstaklingur í rúmið sem 496 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.